Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Page 10

Samvinnan - 01.12.1958, Page 10
Jón var að leysa a£ klyfjahestinum, þegar við komum út. „Taktu nú gullin þín, væni minn og gaktu frá þeim.“ Ég Iá á gólfinu og hvíldi mig. Liðið var allt fallið eftir langa örvahríð. Kubb- ar, menn og annar skotspónn var á tvist og bast um allt. Það var byrjað að rökkva. Ég vissi að amma mundi segja þetta. Hún gerði það æfinlega, því að það þurfti að minna mig á að ganga frá leikföng- unum mínum. „Æi nei, amma,“ var mitt vana við- kvæði. „Jú, gerðu það stúfurinn,“ sagði amma þá í sama mjúka, biðjandi rómn- um. „Ur því að þú leikur þér alltaf inni, svona stór drengur, en ég er ekki að tala um það núna í þessu veðri.“ „Ef þú segir mér sögu, amma, skal ég ganga frá gullunum.“ Ég hafði oft áður gert ömmu svona til- boð og þá vanalega fengið söguna, eða þá að hún gekk sjálf frá dótinu. Ég beið eftir svarinu á meðan hún lauk við prjóninn. „Þú verður þá að gera það vel, tína hvern bréfsnepil, hvað þá annað.“ Ég brá við og eftir andartak var allt komið upp í kassa og hann á sinn stað, aftan við rúmið hans afa. Þá tók amma plaggakistilinn sinn fram undan rúm- inu og lagði svæfil á hann. Ég settist við hné hennar. Svona byrjuðu allar sögur ömmu. „Ég kann nú víst fáar sögur, sem ég hef ekki sagt þér áður,“ sagði amrna og hélt áfrarn að prjóna. „Manstu enga sögu, amma?“ spurði ég. „Hefurðu nokkurn tíma hugsað um það, væni minn, hvað þú átt gott að fá alltaf að vera hjá mömmu og pabba, og hvað Guð var góður, að láta þig vera rétt skapaðan, lítinn, greindan dreng, með iaglegt andlit, falleg augu og bjartan ko!l?“ Og hún strauk um leið hendinni yfir hárið á mér. „Nei,“ sagði ég stuttur í spuna, því að ég vildi enga yfirheyrslu. „Þá er bezt að ég segi þér sögu af lít- illi stúlku, sem átti ekkert af þessu.“ Ég játti því. Eg treysti ömmu alveg við söguvalið. „Ég hef verið á aldur við þig, þegar ég sá hana fyrst. Við systkinin vorum inni í baðstofunni heima að leika okkur að því að blása sápukúlur. Allt í einu heyrðum við að Dóri bróðir kemur upp stigann með miklu írafári og kallar: „Krakkar, krakkar, komið þið fljótt, það er kom- inn maður með svo skrýtilega stelpu.“ Svo hentist hann út. Við fleygðum fjað- urstöfunum og þutum öll af stað. En á meðan ég beið á pallstokknum eftir því að yngri systkini mín kæmust niður stig- ann, heyrði ég að mamma sagði: „Látið þið ekki svona, krakkar, þetta er hann Jón með aumingjann hana Finnu Iitlu.“ Jón var að leysa af klvfjahestinum, þegar við komum út. Við skimuðum í all- ar áttir eftir stelpunni. „Sjáið þið hana ekki?“ kallaði Dóri og benti á klyfjahest- inn. „Hún er í poka og aðeins hausinn stendur upp úr. Hún er bundin ofan á klyfjarnar, og Jón er að leysa hana.“ Við slógurn hring um Jón á meðan hann tók pokann niður af hestinum og dró Finnu upp úr honum. Næst tók hann brekán utan af henni, sem hún hafði verið vaf- in í. Svo reis Finna á fætur. Hún var í þunnum léreftskjól með skýluklút á höfðinu. Ég varð fyrst til að sjá krypp- una á bakinu á henni og hrópaði: „Sjáið þið, krakkar, boltann, sem hún hefur á bakinu.“ Við fórum öll að hlæja, við höfðum aldrei séð slíkt fyrr og vissum því ekki hvað hún átti bágt. Finna skjögraði burt og hneig grátandi niður við hestasteininn. I jiessu kom mamma út Myndirnar teiknaði Eggerl Guðmundsson á hlaðið. „Hamingjan góða, krakkar mínir, voruð þið að ldæja að henni Finnu? Sjáið þið ekki að hún er að gráta?“ Og mamma leit ásakandi til okk- ar. Mamma tók Finnu í fangið og bar hana inn í baðstofu. Við fylgdum öll á eftir. Hún kallaði á okkur afsíðis og sagði: „Þið megið aldrei hlæja að aum- ingjum, það er Ijótt. Finna litla á bágt. Pabbi hennar hefur aldrei kannast við hana, og síðan mamma hennar dó á hún engan að, og nú er verið að flytja hana til ókunnugra. Nú verðið þið að vera góð við hana þessa stund, sem hún stanzar hjá okkur. Þið skuluð sýna henni gullin ykkar og blása fyrir liana sápukúlur.“ Við játuðum þessu einurn munni, því öll vildum við bæta fvrir það, að við höfð- um kornið Finnu til að gráta úti á hlað- inu. Svo hófst kúlublásturinn. Við keppt- umst við að blása, og í hvert sinn, sem við komum kúlu á loft, kölluðum við til Finnu og báðum hana að sjá. Því nú átti að skemmta henni svo um munaði, en hún leit ekki við þeim. Kúlurnar svifu fram og aftur um baðstofuna, stórar og 10 SAMVlNNflN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.