Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 29
Til hægri: Abstrakt kirkjulist frá því um 1200. Glermynd af rómverskum biskup með bagal og hina helgu bók. Kreppan, steinmynd eftir Ásmund Sveins- son. Formdýrkun nútímalistar í algleymi. Yasi með abstrakt skreytingum frá arka- isku listskeiði austrænnar menningar- þjóðar. rétt, að ekki er allt til fyrirmyndar, sem komið hefur verið á framfæri. En það liggur í hlutarins eðli, að listin í heild sinni er aldrei misjafnari en á abstraktskeiði og fjöldamargar til- raunir eru dæmdar til þess að rnistak- ast. Það er mikil fjarstæða að álíta allt jafn gott eða vont, sem kemur úr þessari átt. Þegar um abstraktlist er að ræða, eru margir kallaðir, en fáir út- valdir. Það er ekki ólíklegt, að meiri- hluti þeirra abstrakmynda, sem nú hafa verið framleiddar, falli fyrir tímans tönn. En það eru líka margir kunnáttumenn, sem álíta, að erfiðara sé að gera verulega góða abstraktmynd heldur en hlutlæga. Hér á landi, og erlendis raunar líka, hafa orðið hörð átök milli Iistamanna af nýja skólanum og hinna, sem halda í það hefðbundna. Þau átök hafa orðið báðum til lítils sóma. Abstraktlistamenn hafa gert sig seka um þröngsýni. Þeir heimta skilning á því, sem þeir eru að gera og vilja fortakslaust varpa öllu hefðbundnu fyrir borð, því þar þrýtur þá sjálfa skiln- inginn. Á þann hátt liafa þeir staðið nú- tímalistinni fyrir þrifum. Jafnslæmt er það hjá hinum, sem neita að viðurkenna þá staðreynd, að abstrakt er og verður ríkjandi listform nútímans. Auðvitað á hvorttveggja rétt á sér og það er fásinna að ætla að hlutlægri list í einhverri mynd verði algjörlega útrýmt. Teikning er og verður undir- staða að myndbyggingu og það er ekki hægt að bera virðingu fyrir listamanni, sem ekki getur teiknað. enda þótt hann sé snjall í litameðferð. Það er ef til vill vegna þess, að Islend- ingar eru söguþjóð, að þeir vilja endi- lega að mynd segi einhverja sögu, eða sé eitthvað meira en myndin sem slík. Mönnum gengur erfiðlega að átta sig á því, að abstrakmynd skírskotar ekki til neins nema sjálfrar sín. Fletirnir sjálfir eru staðreyndir og eiga ekki að tákna neitt annað en það, sem þeir eru. Ef myndin er góð, hlýtur hún að vekja ein- hvers konar hughrif, en menn vilja fyr- ir allan mun „finna eitthvað út úr þessu.“ Líka þar eiga listamennirnir nokkra sök. Þeir hafa verið að klína allskonar nafn- giftum á óhlutlægar myndir, og nöfnin gefa oft til kvnna ákveðinn hlut eða (Framh. á bls. 53) Keltneskir leirvasar með abstrakt skreyting:um síðan um 500 fyrir Krist. Fuglar eftir Picasso. Listamaðurinn byrjar á að stílfæra hlutina og endar í algjörlega óhlutlægri túlkun. Vel heppnuð abstrakt skreyting. Vegg- mynd í verzlun eftir Sverri Haraldsson. í nútíma húsbúnaði eru flestir hlutir skilgetin afkvæmi abstraktlistarinnar. SAMVINNAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.