Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 11
smáar, í öllum regnbogans litum. Hver
reyndi að halda sinni kúlu sem lengst á
lofti, en þær sprungu við hvað litla snert-
ingu sem var, en þá var að blása aðra.
Af þessu urðu mikil hlaup og köll, því
alltaf var kallað til Finnu ef áberandi
kúla var blásin. En Finna sat hreyfing-
arlaus á rúminu og horfði niður í kjöltu
sína. „Reynið þið þá að sýna henni gull-
in ykkar,“ kallaði mamma. Eftir andar-
tak vorum við búin að hvolfa úr öllum
gullakössunum okkar í eina hrúgu við
hliðina á Finnu. Þetta var stór bingur.
Þarna ægði öllu saman, leggjum, skelj-
um, brúðum, glerjum, bréfum og alla
vega litum afklippum o.m.fl., því að börn
voru nýtin í þá daga og töldu fleira leik-
föng en nú gerist. Finna horfði á hrúg-
una með hálflokuð augu. Við réttum
henni þá hluti, sem okkur þóttu falleg-
astir, sögðum lienni allt sem við vissum
um þá og töluðum öll í einu. Finna sagði
ekki orð og fékkst ekki til að snerta við
neinu, svo ekki gekk þetta betur en með
sápukúlurnar. Þegar Jón sá hvað okkur
gekk illa að skemmta Finnu, kom hann
til okkar og sagði: „Þetta er ekki til neins,
krakkar mínir, hún er mállaus og svo er
hún líka kjáni.“
„Þetta máttu ekki segja, maður, það
er aldrei að vita. livað svona börn skilja,“
sagði mamma.
..Líklega kemst hún ekki hjá því að
vita þetta, ef hún skilur eitthvað,“ svar-
aði Jón hróðugur.
Við áttum einn litaðan legg, það var
skjóttur reiðhestur, hið mesta gersemi
og eftirlæti okkar allra. Hann hét „Goði“.
Það var samkomulag um að við ættum
hann öll í félagi. Það var ekki liægt að
jafna „Goða“ á móti neinu, þegar við
skiptum gullunum á milli okkar. Einu
sinni þegar við grófum í hrúguna, kom
„Goði“ í ljós. Finna kom auga á hann
og seildist eftir leggnum. Stína, systir
mín, sem var á þriðja ári, hrifsaði í legg-
inn og sagði: „Þú mátt ekki fara með
Goða okkar.“ Finna tók fast um legginn
og sleit hann af Stínu, en þá fór Stína
að gráta. Dóri tók liana og sagði. að hún
ætti að vera kurteis við gesti og Finna
ætlaði ekki að fara með Goða. Við störð-
um öll á Finnu. Hún skoðaði legginn í
krók og kring, lagði hann undir vanga
sinn og það komu brosdrættir í kring um
augun.
„Þykir þér hann fallegur?“ sagði
mamma og klappaði henni á vangann.
Þá sleppti Finna leggnum og hallaði sér
grátandi upp að mömmu.
Þegar Jón heyrði til Finnu, sleit hann
talinu við pabba í annað sinn og kom til
okkar. „Blessuð, þið eruð að gera hana
deiglynda með þessu dekri og dútli.“
„Það þarf að fara vel að þessu barni,
hún er óvön margmenni og ef til vill svo-
lítið einþykk,“ sagði mamma og leit
hvasst á Jón.
„Jú, ætli það sé ekki heldur það. og dá-
lítið óþæg. Það ætlaði nú ekki að ganga
vel að koma henni í pokann í morgun.
Þið hefðuð átt að heyra öskrin.“
Nú var kaffið til, og allir settust við
borðið, en Finna fékkst ekki til að þiggja
neitt. Mamma stakk þá upp á því, að
þær færu frarn í búr til að vita hvort þar
væri ekki eitthvað, sem þeim litist betur
á. Eftir litla stund komu þær aftur og það
fór eins og mömmu grunaði, því í búrinu
borðaði Finna með góðri lyst. „Þarna sjá-
ið þið óþægðina. Svona keipum á að
venja hana af með því að láta hana
verða nógu svanga,“ sagði Jón, og fannst
nú hann hafa sannað sitt mál.
Nú vildi Jón halda af stað. Mamma
klæddi Finnu í hlýjan kjól, sem ég átti og
gaf henni vettlinga. Síðan stakk hún litl-
um böggli í lófa hennar. Hann var vaf-
inn í rósótt bréf og bundið um með rauð-
um silkiborða. Síðan var haldið út á hlað.
Á varpanum lágu skjólklæði Finnu, brek-
ánið og pokinn. Mamma bjó um hana
eins og áður var gert og kyssti liana síð-
an á kinnina. Svo tók Jón við henni og
batt hana grátandi niður á milli klyfj-
anna.“
„Sástu svo Finnu aldrei framar?“
spurði ég ömmu; ég hélt að hún væri bú-
in með söguna.
„JÚ, ég sá hana við og við, en kynnt-
ist henni ekki fyrr en mörgum, mörgum
árum seinna. Ég var þá part úr vetri á
sama heimili og hún. Finna var alla ævi
niðursetningur. Hún var alltaf látin vera
hjá þeim. sem buðust til að taka hana
fyrir minnst meðlag. Aldrei var tekið til-
lit til þess, hvernig um liana fór, eða
farið eftir því, hvar hún vildi sjálf helzt
vera. Ég gaf mig lítið að Finnu fyrst,
sneiddi fremur hjá henni. Mér fannst
hún bæði ljót og fráhrindandi, og hún
vakti enga samúð hjá mér. Hún var óá-
leitin og einræn og krafðist aldrei neins
af öðrum, en tók við því, sem að henni
var rétt. Borðaði mat sinn úti í horni eða
frammi í bæ og var aldrei með í neinu.
Hún mátti heita mállaus og gekk því illa
að gera sig skiljanlega. Þarna var gam-
all bær með löngum göngum. Ut úr þeim
var moldarskot á að gizka faðmur á
lengd, en miklu mjórra. I þessu skoti
var hundurinn hafður, en það var hvolpa-
full tík. Beint á móti skotinu var gangur
út í afhýsi, og fyrir hann var tjaldað með
strigabrigði. Finna var alls ráðandi í
hundaskotinu, hún gaf tíkinni og bjó um
liana í kassa og hélt þar öllu þrifalegu.
Annað bæli var á hillunni uppi yfir tík-
inni; þar hafði hún köttinn. En aðal-
vinna Finnu var í fjósinu. Á málum gaf
lnin og brynnti kúnum og mokaði flór-
inn. Þess á milli var árveknin við að
skara undan kúnum alveg dæmalaus. A
haustin safnaði hún melju til vetrarins,
og allar druslur, sem til féllu, hirti hún.
Með þessu burstaði hún og fægði kýrnar
þangað til þær gljáðu eins og speglar.
Þegar gestir kornu í fjósið til hennar, leit
hún hróðug yfir hópinn og fengi hún hól
fyrir umgengnina, lagði hún vanga sinn
að einhverri kúnni og gældi við hana.
Finna gerði fleira en þetta. Hún þvoði
gólf og tók marga snúninga af öðrum.
En flest sem hún vann var henni um
megn. enda var hún þarna orðin útslitinn
vesalingur.
Svo kom að því að tíkin gaut. Ilún
átti þrjá hvolpa, einn þeirra var van-
skapaður, svo að lionum var ekki líf-
vænt. Þennan dag var Finna lengst af
í hundaskotinu við hávaðalausa hjúkr-
un. Dagarnir liðu einn og einn. Það
drógst að lóga vanskapningnum og að
lokum gleymdist hann alveg.
Finna svaf í lítilli kompu inn af mínu
herbergi. Hún háttaði æfinlega á undan
mér. En svo varð ég vör við það, að
Finna fór að læðast frarn í bæ nótt eftir
nótt, eftir að allir aðrir voru seztir að, og
dvaldi þar nokkra stund. Mér þóttu þess-
ar ferðir hennar einkennilegar, skildi
Smásaga eftir ÞÓRARINN HARALDSSON, bónda
í Laufási í Kelduhverfi
SAMVINNAN 1]