Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 23
PPREISNIN Á SKELINNI Smásaga eftir Snorra Sigfússon, námsstjóra Séra Jón er að austan. Hann réðist til Þarafjarðar eitt liaust- ið, þegar bæði vantaði þangað prest og kennara. Hvorutveggja gat hann annað. En fáir vissu þó, að sjórinn og veiðin heillaði hann umfram flest annað, þótt hann kynni ekki við að hafa orð á því. Og víst er um það, að fátt virðist skemmtilegra og skringilegra í endur- minningunni um liðna daga en sjóferða- sögur hans, þótt ekki séu þær umfangs- miklar eða í stóru broti. En það er hon- um óblandin ánægja að rifja upp sumar þeirra. Séra Jón er fyrir löngu fluttur frá Þarafirði, en hefur jafnan gaman af að spjalla um veru sína þar. Og hér á dög- unum liittumst við og sátum saman eina kvöldstund. Barst þá talið fljótlega að veru hans í Þarafirði og bar margt á góma. „Þú gætir sjálfsagt sagt mér eina sjó- ferðasögu þaðan, sem þú varst sjálfur þátttakandi í,“ segi ég, bæði í gamni og alvöru, því að ég hafði heyrt, að hann liefði gaman af slíku. „Jú, það gæti ég nú kannski, en það er nú svo sem ekki víst, að þú hefðir gaman af því. Og þó. Hver veit nema þú hefðir gaman af að ég segði þér söguna um það, þegar hásetamir mínir gerðu uppreisnina og fluttu mig í land? Ha, ha. u Það er náttúrlega nokkuð spennandi saga.“ „Já, skyldi nú ekki það. Blessaður komdu með hana.“ Og nú tekur séra Jón til máls: — Þarafjörður var ekki margmenn byggð meðan ég dvaldist þar. En þar voru þó nokkur hundrnð manna, sem lifðu einkum af margs konar sjávar- gagni og líka af smábúskap. Og svo voru þar náttúrlega nokkrir kaupmenn, og koma tveir þeirra við þessa sögu. Og þarf ég að kynna þá ofur- lítið áður en sjálf sagan hefst. Annar þeirra var Hans Hansen, — miðaldra maður, oftast snvrtilega til fara. en þótti ekki stíga í vitið, en skrif- andi þó. Hann verzlaði með ýmsan smá- varning í búðarkytru og mun umsetn- ing verzlunarinnar hafa verið harla fá- tækleg. Einnig föndraði hann nokkuð við myndasmíði. sem þá var næsta fátítt, en ekki þóttu mvndir hans bera vitni mik- illi tækni. En hvað um það. Það var þó altjent myndasmiður í Þarafirði, og slík- ir menn voru þá ekki á hverju strái. Hans Hansen var ókvæntur, en var þó um skeið eitthvað við kvenmann kenndur. — eins og gengur. En aldrei varð víst úr því hjónaband. Þóttu það nokkur lýti á kaupmanninum að hann var ákaflega nærsýnn. Hafði hann því fengið sér gleraugu með svo geysi þykku gleri, að líkast var sem liann hefði gler- kúlur í augnatóftunum. Held ég að flest- um hafi þótt nokkur raun að þurfa að horfast í augu við hann, gegnum þessi þykku gler, ef honum var mikið niðri fyrir og augun hvöss og starandi. „Þá stóð ógn af augnaráði,“ eins og sagt var um risann forðum. Og fékk ég eitt sinn að kenna á því. Ilinn kaupmaðurinn, sem við söguna kemur, hét Kári Karlsson, er sumir nefndu „kistukaupmann“. Hann mátti heita óskrifandi. En viðurnefnið höfðu gárungarnir gefið honum vegna þess, að búð hans varð aldrei stærri en kista. Þar var vöruforðinn geymdur milli ,.kaup- tíða“. En þótt þessi kaupsýsla væri ekki í stærra broti, hafði Kári Karlsson ó- blandna ánægju af henni. Og það stolt hafði hann til að bera fyrir stéttar sinn- ar hönd, að hann taldi sér ekki sæm- andi að verzla með annað en nauðsynja- vörur. „Skranið er stéttinni til bölvaðrar skammar," sagði hann. Og verzlunarhættir Kára Karlssonar voru líka með sérstöku sniði. Hann fvlgdist vel með skipakomum til Þarafjarðar. Og þegar þangað var von á skipi frá höfuðstaðnum, símaði hann til viðskiptavinar síns þar, „reiðarans“, og SAMVINNAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.