Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 39
yfir þessu heimkynni horfinna kynslóða, sem lifa áfram í sænskri sögu og sögnum og í verkum sínum. Sérstakur friðarblær ríkir innan þessara veggja, en ekki verð- ur hans lengi notið, gestunum er naumt skammtaður tíminn, það er eftir þeim rekið, svo að þeir verða að æða úr einu herbergi í annað og líta alltof flausturs- lega á forna húsmuni, bækur, listaverk og fagrar handíðir. Þarna gefur að lita fagurlega blómsaumað húsgagnaáklæði, litirnir eru enn furðu skærir, útprjónaða rúmábreiðu, kvenfólkið hugar nánar að mynztrinu, sem er fallegt. Vagga Geijers, klukkan fræga, margvíslegir kjörgripir, og minjar um fagurt mannlíf og háþrosk- aða menningu væri vert náinnar athygli, burtfararstundin rennur alltof fljótt upp, ferðafólkið streymir í bilana og áfram er ferðinni haldið að Márbacka. III. Márbacka. Márbacka er í rauninni stórfenglegur minnisvarði, er Selma Lagerlöf hefur reist sjálfri sér og ætt sinni. Gagnstætt öðr- um minjasöfnum er þetta verk þess, er minnast skal. „Á vermlenzkum herragarði er allt til nema peningar,“ hefur Selma eftir föður sínum. Hann ætlaði sér mikið með Már- backa, en minna varð úr, það var dóttir hans, sem á sinn stórbrotna hátt fram- kvæmdi hugsjónir hans — og sínar. Hún keypti Márbacka eftir að jörðin hafði gengið kaupum og sölum um tuttugu ára skeið og var komin í mikla niðurníðslu. Nóbelsverðlaununum varði hún til þess- ara kaupa og til þess að bæta jörðina og byggja þar upp. Búrekstur og fram- kvæmdir kostuðu hana árlega stórfé. Eigi að síður reisti hún í áföngum veglegt hús yfir gamla, lága húsið, sem var þá um leið breytt, tekin burt skilrúm og fleiru hagað eftir því, sem henta þótti. Hið nýja hús var byggt í karólínskum herrgarðs- stíl, hvítmálað, svartar og rauðar þak- skífur, veggsvalir miklar hvíla á tíu súl- um, gaflsvalir hvíla einnig á súlum. Jafn stórbrotið og húsið var hið ytra, svo veglegt skyldi það vera hið innra. Reynt var að ná saman sem mestu, er verið hafði í eigu Lagerlöfsættarinnar og eitthvert gildi hafði. Tii viðbótar voru keypt verðmæt húsgögn kennd við list- tímabil fyrri alda. Málað var eftir gömlum myndum af ættfeðrum og ættmæðrum Selmu Lagerlöf, frummyndirnar voru í kirkjueign, hér var sem sé um að ræða háæruverðuga prófasta og þeirra ekta- kvinnur. Veggskreytingar í borðstofu voru teikningar af stöðum, er á einhvern hátt höfðu komið við sögu Lagerlöfættarinn- ar; en í vinnustofu Selmu Lagerlöf eru reitir efst á öðrum langvegg, yfir bóka- hillum, þar sem gefur að líta ýmsa at- burði úr Gösta Berlingssögu. Auk enn fleiri veggskreytinga eru mörg málverk. Selma Lagerlöf lét ekkert til þess sparað að gera ættargarðinn sem veglegastan og minjaríkastan, en þar við bætist svo, að henni hlotnuðust margar dýrmætar gjaf- ir, hverskonar listaverk og kjörgripir. í glerskáp í vinnustofu hennar eru margir smáhlutir gerðir af skemmtilegri hug- kvæmni, eru það gjafir, er börn víðsvegar að sendu Selmu, sem þakklætisvott fyrir Nils Holgeirsson. í vinnustofunni er enn- fremur líkan af Níls Holgeirssyni og gæs- inni Ökku á hillu yfir skrautlegu Sví- þjóðarkorti. Skólabörn í Svíþjóð létu gera mjög fagran kristallsvasa með mynd af Níls og gæsinni góðu og gáfu skáldkon- unni á áttræðisafmæli hennar. í forsaln- um er stærðar villigæs stoppuð, sem auð- vitað er nefnd Akka. Ekki er hægt í stuttu máli, svo að nokkru gagni megi verða, að lýsa þessu höfuðbóli sænskra skálda, slíkt heimili, sem þetta er seinskoðað. Stóra eikarskrifborðið í grænu og gyltu íburðarmiklu vinnustofunni er jafn yfir- hlaðið og allt annað í þessu blessaða húsi heimsfrægðar og almennrar aðdáunar. Nóbelsverðlaunaskjal Selmu Lagerlöf liggur opið á borðinu, sín hvorum megin við stóra mynd af henni eru þríarmaðir silfurstjakar með logandi kertum í, en blómsturvasi fyrir framan, og þó nú væri á sjálfu aldarafmælinu. Annað verður ekki talið hér, en á borðinu var margt kjörgripa. Þess skal getið, að á Márbacka er her- bergi, sem Selma hefur helgað minningu vinkonu sinnar og ferðafélaga, Soffíu Elkan, er einnig var rithöfundur. í her- berginu er komið fyrir húsmunum og fleiru, er Selma erfði eftir vinkonu sína. — Er Selma hafði hlotið nóbelsverðlaun- in og þar með heimsfrægð, og ráðist í allar framkvæmdirnar, sem voru svo fá- dæma fjárfrekar að efni hennar hrukku ekki alltaf til, var þetta haft eftir Soffíu Elkan: „Síðan Selma varð drottning Svia- veldis hefur hún lifað í armóði og áhyggj- um.“ Márbacka varð Selmu Lagerlöf dýr stað- ur í mörgu tilliti. Fyrir þann, sem ekki metur ytri glans eða góss ýkja mikils, er það átakanlegt að vita, hversu mjög Selma Lagerlöf ánetjaðist þessu. Hún hefrn: látið svo um mælt, að mesta ánægja hennar i lífinu hafi verið að skrifa bæk- ur, en til þess að njóta þeirrar ánægju í jafn ríkum mæli og henni var gefið skorti hana tíma og vinnufrið. Hún hafði alltof mikil veraldleg umsvif, var alltof mikill herragarðseigandi og hefur trúlega gerzt ánauðugri heimsfrægð sinni en þurft hefði að vera. Allan ársins hring mátti búast við heimsóknum að Márbacka, en á sumrin skall ferðamannastraumurinn yf- ir staðinn eins og holskefla. Fyrir utan þá, er beinlínis höfðu leyfi til að hitta Selmu, var hún umsetin af fólki, er sætti færi, ef hún brá sér út á svalir eða í garð- inn sinn. Hún gerði ekki aðeins heimili sitt frægt, heldur varð Vermaland fyrir hennar verk að eftirlætisstað ferða- manna, ósjaldan voru þeir örvaðir til Vermalandsfarar með því að heita þeim móttöku á Márbacka. Márbacka er samkvæmt erfðaskrá Selmu Lagerlöf minjasafn, er skal geym- ast nákvæmlega eins og hún hafði þar öllu komið fyrir. En landareignin hefur verið aukin með því að kaupa nærliggj- andi jörð og verður íbúðarhús þeirrar jarðar varðveitt til þess að sýna verm- lenzkan sveitabæ frá næstliðnum öldum, nánar tiltekið bæ í Fryksdal. Það, sem hrærði huga minn mest af því, sem ég sá á Márbacka, var gibs- afsteypan af höndum Selmu Lagerlöf, gerð nokkrum klukkustundum eftir and- lát hennar. Eilífur friður hvílir yfir smáu, fíngerðu höndunum, sem unnu trútt með- an dagur entist. Stórskáld var hún að vísu, en bækur hennar urðu þó ekki til án mikillar fyrirhafnar. Bréfaskriftir hennar voru með ólíkindum, það lætur nærri að segja, að hún hafi staðið í bréfa- skiptum við allan heiminn. Til dæmis um bréfaskipti hennar við vini sína má geta þess, að bréf Selmu og Soffíu Elkan eru samanlagt áætluð sex þúsund, og þó voru þær oft samvistum. Bréfasafn Selmu Lag- erlöf var innsiglað við dauða hennar og verður það innsigli ekki rofið fyrr en ár- ið 1990. En vitanlega hafa margir bréf frá henni undir höndum og hafa þannig get- að gert ýmsar athuganir. Þátttakendur Lagerlöfshátíðarinnar voru boðsgestir á Márbacka og veittir heitir og kaldið drykkir, smurt brauð og kökur í stórum sal í rauðmáluðu húsi, að- eins kippkorn frá aðalhúsinu. Bekkir og Selma Lagerlöf við skrifborðið í vinnu stofu sinni að Márbacka. SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.