Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 24
lét hann senda sér „vöruslatta“, sem hann nefndi svo. Það voru kannski 2—3 kassar af rús- ínum, sveskjum og sykri, eða svo. Og svo einn og einn poki af kornvöru, t. d. haframjöli, hveiti. Og þegar þessum þætti var lokið hófst framboðið. Þá gekk hann milli manna og lét þá panta hjá sér vörur þegar „vöruslattinn“ kæmi. En ekki máttu viðskiptamennii-nir vera stórtækir, því að sjálfsagt var að sem flestir gætu notið þeirra vildarkjara, sem verzlun hans gat jafnan látið í té. Þar seldi hönd hendi, og hver og einn fékk að sjá svart á hvítu hvað varan kostaði í innkaupi. Það þurftu þeir að borga og varð eigi undan því komizt. En kostnaðinn, eins og farmgjald og upp- skipun og þess háttar, tók verzlunin að sér að greiða og slapp kaupandinn við það álag. Þóttu þetta vildarkjör. En ef kaupmaðurinn var spurður um hagnað hans á þessari verzlun, svaraði hann því til. að það færi allt eftir um- setningunni. Smávegis „undirballans“ á hverju pundi ynnist allt af upp ef pund- in væru nógu mörg. En hvað sem öllum útreikningum leið, og þótt Kári kaupmaður væri einhleyp- ur og hefði ekki fyrir neinum að sjá nema sjálfum sér, var sem honum gengi mjög erfiðlega að lifa af verzluninni. Flest vorin þurfti hann að ráða sig á skútu til fiskidráttar, — fara „á skak“, eins og það var orðað þar í sveit. Og náttúrlega sögðu gárungarnir þá, að nú væri kaupmaðurinn að draga sér í nýjan höfuðstól til hinnar frábæru kaupsýslu. Og víst var um það, að ef vel aflaðist, hljóp bráðlega mikið fjör í verzlunina, en dofnaði svo ætíð þegar á veturinn leið. Og þannig höfðu árin liðið. Nú tók Kári Karlsson að reskjast og heilsan eitthvað að bila. Var hann þá, er hér var komið, hættur skakinu. Dró þá líka mjög úr verzluninni, og lá meira að segja við borð alger stöðvun. En þá hvllti undir úrræði. Það var gömul trú í Þarafirði, að um Jónsmessuleytið kæmi jafnan fiskur á viss mið utantil við fjarðarkjaftinn. Og oftast mun þetta ekki hafa brugðizt. Var þá stundum uppgripaafli um 2—Sja vikna skeið, ef gæftir voru góðar. Um þetta hafði ég heyrt talað. og sannarlega á það hlustað. Og í laumi hugsaði ég mér til hrevfings, þegar þar að kæmi. Enginn í Þarafirði vissi um það, að ég var talsvert vanur sjó og hafði á skólaárum mínum róið á sumrin hjá úr- vals formönnum. Meira að segja var fal- ast eftir mér til formennsku á bát, svo að ég fari nú ögn að gorta við þig, en ekki tók ég það í mál. Hitt var svo sem eng- in goðgá, fannst mér, þótt ég freistaði gæfunnar hérna út í fjarðarmynnið að gamni mínu. Eg hafði stundum ymprað á þessu við Kára kaupmann, — sagt sem svo, að ekki þyrfti nú mikla sjómennsku til að róa hérna út undir Núpana í vorblíð- unni með nokkrar lóðir. Það væri bæði gaman og áreiðanlega mikil aflavon, þeg- ar fiskurinn væri gengnin á grunnmiðin. Þessu hafði kaupmaðurinn jafnan tek- ið í gamni. En þó fann ég, að tekjuvon- in freistaði hans. Og stundum braut hann upp á þessu að fyrra bragði. „Ekki veitti manni nú af tekjunum, svo sem. Nógar eru bannsettar þarfirnar, — he- he-he! Og ekki ætti maður nú að drepa sig hérna uppi í landsteinum. Stundum hefur maður nú komið dýpra. Ojá, ætli það ekki.“ Og svo var það einn sólskinsdag um Jónsmessuleytið að við Kári kaupmaður Karlsson hittumst á förnum vegi. „Nú eru þeir farnir að fylla sig hérna undir Naustdalsnúpnum,“ kallaði hann til mín, og var töluverður æsingur í rödd- inni. Jú, jú, það hefði ég svo sem heyrt, og það af þessum væna þorski, segi ég. ,.En hvernig væri nú að gera alvöru úr því og fara í einn róður, svona til prufu?“ spyr ég. „Þú þekkir skektuna hans nafna míns, sem þeir kalla Skelina. Hana get- um við fengið og 10 lóðir með öllu til- heyrandi. Og ekki er veðrið slorlegt, fjörðurinn spegilsléttur, sólskin og blíða. Það væri ekki amalegt að fylla hana af þeim gula, í logninu.'4 Nú ók Kári sér og iðaði allur i skinn- inu. „En má ég spyrja, eh-eh-hum-m, — kann presturinn nokkuð til sjós?“ spurði hinn aldni skútukarl og leit til mín með kyndugu augnaráði. „Nú, jæja, komið hef ég nú á sjó, og að minnsta kosti kann ég áralagið.“ „Nú, já, en það þarf nú meira til, séra minn. Það þarf líka eitthvað að kunna til verka. — við veiðarfærin og svoleiðis,“ anzaði Kári kaupmaður, og var talsverð drýldni í röddinni. „Já, vitanlega. Mikil ósköp. En þetta lærist nú fljótt. Og þú ert nú enginn við- vaningur, góðurinn.“ segi ég, og lét svona í það skína, að hættan væri lítil með hann innanborðs. „Nú, náttúrlega er maður enginn ó- vannigur. En það er nú kannski öldin önnur en þegar maður stóð við rórið á Haffrúnni forðum í manndrápsveðri, — þriðjudagsbylnum sæla, á Einmánuði norður í Bugt, þegar allt ætlaði í kaf að keyra. Þá reyndi á kjarkinn og karl- mennskuna, prestur minn. En öllu var stýrt heilu í höfn, með guðs hjálp. 0- jæja.“ Og svo kom önnur saga af öðru skipi, þar sem hann hafði lent í margs konar hættum og háska, en allt endað vel. Og viðvíkjándi þessu, sem ég væri að minnast á, gæti hann náttúrlega haft stjórn á hlutunum, því að kunna mundi hann til verka, ekki vantaði það. En ekki kæmi til mála að þeir færu tveir einir á sjóinn. Þrír þyrftu þeir endilega að vera, — tveir að róa út línuna og tveir í andófinu við dráttinn. Það vissu allir, sem eitthvað þekktu til sjósóknar. Þetta viðurkenndi ég að sjálfsögðu, þótt mér dytti þá í svip enginn í hug, sem væri á lausum kili. En þá vill einmitt svo til, að Hansen kaupmaður kemur þar allt í einu að- vífandi. Kalla ég í hann og segi honum í snatri frá ráðagerð okkar Kára. og spyr hann, hvort hann vilji verða þriðji maður á Skelinni. Til nokkurs geti verið að vinna, auk ánægjunnar. Sá ég nú að Kári tók að ókyrrast, og vissi vel, að ekki var kært með þeim kollegunum, og grípur hann nú fram í áður en Hansen gat svarað mér og segir glottandi: „N-ú, hva- jæja. Ég hugsa nú að Hans kæri sig lítið um slíkt, enda hugsa ég, að hann sé óvanur sjónum, — kann þar líklega lítið til verka, býst ég við.“ „Og satt er það,“ segir Hansen, „mik- il ósköp. Það er nú annað með mig eða alvanan sjómann, eins og þig, Kári minn. En ég hefði bara gaman af að koma með. Og beitt hef ég nú lóðir, skal ég segja ykkur, og áralagið kann ég.“ „Agætt,“ segi ég, „þú kemur með og þá erum við þrír, Kári minn, alveg eins og það á að vera, — ekki satt?“ „En ég vil að presturinn verði formað- urinn,“ segir Hansen og lítur til Kára. „Við verðum allir formenn,“ skýt ég inn, áður en Kári fékk ráðrúm til að svara, því að ég sá, að honum líkaði ekki ráðning Hansens og þó enn síður krafa hans um formennskuna. „Já, já — allir formenn. En auðvitað er Ivári eini sjómaðurinn, eins og allir vita,“ og sá ég þá, að Kára létti. Var svo ekki meira um þetta talað í svip. Bauð ég þeim báðum heim með mér, og við kaffiborðið urðu allir ásáttir um að láta þegar til skarar skríða um kvöldið og hefja beitingu snemma, og láta nú hendur standa fram úr ermum. 24 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.