Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 22
Krotað á spássíu Framtíð biskupsstóls og alþingis Eftir Gunnar Gunnarsson Þegar þetta er ritað er enn ekki vit- að, að hvaða niðurstöðu klerkastétt landsins muni komast á kirkjuþingi því, sem háð er hér í Reykjavík þessa dagana, varðandi tillöguna um fjölg- un biskupa og endurreisn biskupsstól- anna á Hólum og í Skálholti, en bisk- up landsins hefur látið uppi, að hann telji misráðið að flytja embættið og manninn úr höfuðborginni austur á sinn forna stað, og virtist þá gera ráð fyrir að biskupinn yrði aðeins einn. Fleiri skoðanir komu fram við þing- setninguna, þótt hér verði ekki rakt- ar, nema hvað þess skal getið, að for- sætisráðherra taldi andmæli herra biskupsins gegn austurflutningi létt- væg. Gerðist Hermann Jónasson tals- maður þess, að biskuparnir yrðu tveir og staðsettir á stólunum fornu, en síðan svaraði herra biskupinn forsæt- isráðherra og urðu þar kaup kaups. Svo sem þeim, er þessa dálka lesa, þegar er kunnugt, hallazt sá, er þetta ritar, fremur að skoðun forsætisráð- herra í þessum efnum en herra bisk- upsins. Þó er þess að gæta, að hinir fornu biskupar áttu yfir sér erkistól, erlendan að vísu, en undir honum voru þeir jafnréttháir. Að stjórnar- deild komi í erkistóls stað er lágkúra og þjóðkirkjunni ekki til hróss, að hún skuli una því frómlega. En hún unir svo mörgu. Og það sem prestastéttin þolir án þess að heyrist stuna eða hósti, ætti leikmaður að geta sætt sig við. Hitt er svo annað mál, að verði biskuparnir tveir og aðeins tveir, er hætt við að úfar kynnu að rísa, yrði öðrum hvorum í nokkru mismunað, en hvorugur landshlutinn líða það með góðu móti, að yfirbiskup sæti í hin- um, nema þá helzt ef embættið færð- ist um set við fráfall yfirbiskupsins, en það gæti haft á sér annmarka. Einfaldast sýnist að hafa biskupa landsins þrjá og sæti yfirbiskupinn í Reykjavík. Gæfist þá og hinum tveim betra næði til að sinna kennimanns- og jafnvel rit- eða vísindastörfum, enda mætti við kjör þeirra hafa hlið- sjón af hæfni og áhuga. Gæti slíkt starf orðið þjóðinni fullt eins nota- drjúgt og embættiserill á þönum ýmiss konar, en engin hætta á að ekki yrði hæfum mönnum á að skipa í hina að- sópsmeiri stöðuna og nógir til fást. Kostnaðarauki af þessum nýbreyt- ingum, ef úr yrði, er auvirðumál og fáránleg röksemdafærsla að flíka öðr- um eins smámunum i landi, þar sem æðimargt fer í súginn án þess að ann- að komi til hlutskiptis en timbur- manna-annir. Gildir hið sama um flutning Alþingis á sinn upprunalega stað, hugmynd sem forsætisráðherra drap á, en hvarf frá að lofa stuðn- ingi, illu heilli, þar sem vitað er að Hermann Jónasson er vel fylginn sér. Skýzt þótt skýr sé! Munu nú aðrir hljóta heiðurinn af að hafa fylgt því máli til sigurs, þótt síðar verði. Að til framkvæmda komi í þvi efni er sem sé ekki efunarmál. Sú öld er ekki fullþroska um óbrenglaða frels- iskennd og ábyrgðina af endurheimt sjálfstæðisins, sem lætur hjá líða að þoka þinghaldinu austur á Vellina við Öxará. Þá fyrst, er það gerist, er þjóð- in snúin heim úr útlegð, erlendri og innlendri. Skoðun Jóns forseta í því efni var bundin tíma og aðstæðum, breyttar samgöngur hafa gersamlega hrundið öllum viti bornum andmælum. Jónas Hallgrímsson og skáldbræður hans sáu skýrar og skyggndust dýpra, enda mun þeim verða að trú sinni, nema því aðeins að þjóðin örmagnist á nýj- an leik og glati geði og heill. Mun það þó enn dragast eitthvað, að þingmenn hrindi seti við Austur- völl, en eftir rúman aldarfjórðung ætti að sjá rofa af degi, og má vel vera að Þinghöll standi á Völlunum árið 1974 og ófjarri henni Handritageymsla, ekki galtóm. Ástæðan til að því máli er hreyft hér á ný er sú, að það þarf undirbún- ing allverulegan. Skipulag aukinnar byggðar á báðum biskupsstólum og Þingvöllum er afdrifamikið atriði, mistök þyrfti að forðast eftir megni. Eðlisgáfa til verndar gegn lands- lagsspjöllum virðist íslendingum fyr- v. irmunuð, síðan gamla bæjarlagið leið, og aðviðuðum smekk í mörgu áfátt. Er það augnraun, að sjá dýrar bygg- ingar híma sem aplagot í landslagi, sem er vandfýsið öðrum fremur, en býr yfir nektartöfrum, sem varla verð- ur fram úr farið, þangað til því er misþyrmt af mannavöldum. Lítum á höfuðborg landsins, sem á sér tvennt í senn: víðar víkur og fagr- an fjallahring. Borgin sjálf getur hins vegar ekki kallazt aðlaðandi. Reykja- vík átti sér í fátækt sinni heildarsvip, en nú engan: íbúðar- og athafna- hverfum forsjárlaust samanhrært, verksmiðjur staðsettar þar sem útsýni er einna fegurst, lághúsahverfi inni- byrgð af hærri húsum. Blindu bæj aryfirvaldanna og al- mennings, en aumingjahætti og tal- hlýðni skipuleggjara og húsgerðar- manna ber það átakanlegt vitni, að verið mun að undirbúa eitt tilræðið enn: aðþrengingu Tjarnarinnar með ráðhúsi, sem virðist ætlað að keppa við hið fræga í Feneyjum. Athæfi af því tagi er óbætanlegt og að innborn- ir Víkverjar skuli láta það liggja í þagnargildi, en ekki mynda samtök um að afstýra hneykslinu, sýnir öm- urlega vöntun á öðru hvoru: skyni eða skapi. Andleysið í skipulagi annarra þorpa gefur höfuðstaðaröngþveitinu lítið eftir, hvar sem farið er á byggðu bóli blasa við breiskleikasyndir boru- brattra manna, sem hafa látið geld- mjólka hugarburði verða til á hrak- hólum frábærs hversdagsleika og eiga sér það eitt til afsökunar, að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera. Tilraunir (Framh. á bls. 47) 22 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.