Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 42
Sigling NAUTILUSAR undir norðurpólsísinn Það er ekki sérlega „móðins“ að hríf- ast af hlutunum nú til dags. Þegar spút- nikar hringsóla kringum jarðarkringluna, vetnisorkan hefur verið leyst úr læðingi og tilraunir gerðar til að komast til tunglsins, finnst mönnum að ekkert korni lengur á óvart. Nú er það aðeins gamal- dag tilfinningasemi að ypta ekki öxlum og láta sér fátt um finnast, þegar tækni- leg afrek eru unnin. Engin regla er án undantekningar og sagan um kjarnorkukafbátinn Nautilus og pólsiglinguna er sjálfsagt undantekn- ingin, sem sannar regluna. Þegar það varð lýðum ljóst, að Nautilus hafði siglt undir ísinn, þvert yfir norðurpólinn, voru þeir ærið margir, sem ekki gátu stillt sig um að láta í ljós aðdáun á afrekinu. Það var að vonum, að siglingar Kól- umbusar og Vasco da Gama vektu at- hygli á sínum tíma, enda unnu þeir mik- il afrek miðað við allar aðstæður. Ferð Nautilusar er að mörgu leyti sambæri- leg við könnunarleiðangra hinna fvrr- nefndu siglingagarpa. Geysistórt svæði sjávarins var kannað, sem áður var ó- Nautilus kemur upp á yfirborð- ið eftir sigling-una undir ísinn. kannað með öllu. í fljótu bragði virðist það álíka dirfska að leggja í siglingu und- ir ísinn á heimskautinu, eins og það var á miðöldunum að leggja út á óþekkt Atlantshafið á lélegum skipum með ó- fullkomin siglingatæki miðað við það sem nú er. Það sem mönnum hefur komið einna mest á óvænt í sambandi við pólsigl- ingu Nautilusar var að skipstjórinn og skipshöfnin hafa látið heldur lítið yfir afrekinu. Maður skyldi halda, að öll áhöfnin hafi verið með lífið í lúkunum allan tímann, en það var nú ekki því að heilsa. Þeir segja, að sjálf siglingin und- ir ísinn liafi alls ekki verið frábrugðin venjulegri neðansjávarsiglingu og ekkert kom fvrir, sem reyndi sérstaklega á manndóm þeirra né hreysti. í kafbátn- um var mjög fullkominn öryggisútbún- aður, gnægð af heilnæmu lofti og súrefn- istæki, ef á þvrfti að lialda. Vistarverur skipshafnarinnar voru þægilegar og öll skilyrði gerólík því. sem fyrri heim- skautafarar hafa átt við að búa. Pólfarar fyrri tíma, svo sem Amundsen, Frobisher og Peary, fengu að taka á karlmennsk- unni í svaðilförunum þar norður frá. Þeir hafa sjálfsagt bylt sér í gröfinni, þegar Nautilus var staddur á pólnum og að- stæður skipshafnarinnar svipaðar og sætu þeir í stofunum heima hjá sér. „Það var eins og að aka á breiðum þjóðvegi, þegar við loks vorum komnir af stað,“ sagði Anderson skipherra. Og sigling Nautilusar var stórkostlegur tækilegur sigur, mikilvægur sigur fyrir þá mörgu hugvitsmenn, sem smíðað höfðu Nautilus og fundið upp hin marg- víslegu tæki, sem í honum eru. Öllum hlýtur að vera ljóst, að mikla kunnáttu þarf til að stjórna svo margbrotnu verk- færi sem Nautilus er, en bátsverjar sögðu, að fyrst og fremst liafi það verið hin frábæra hæfni kafbátsins, sem sigraði pólinn. Enda þótt siglingatækin séu fullkom- in er alltaf sú hætta fvrir hendi, að eitt- livað bregðist og fari úr lagi. I slíku til- felli hefði Nautilus orðið að leita upp á vfirborðið, gegnum vök í ísbreiðuuni. Allar vakir, sem siglt var framhjá, voru af þeim ástæðum vandlega merktar inn á siglingakortið, ef eitthvað óvænt bæri að höndum. Sú skoðun er útbreidd, að ein samfelld íshella sé yfir allt heimskautssvæðið. Það hafði raunar verið kannað úr lofti áður en Nautilus kom til sögunnar, að ísinn á pólnum er meira og minna sund- 42 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.