Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 34
Snjór (Framh. aj bls. 16) Það er velþekkt fyrirbrigði, að snjó- kornin „takast í hendur“ og vaxa meira eða minna saman. Það hefur stundum verið kölluð „hundslappadrífa" á ís- lenzku og fleiri heiti eru til yfir það. Lygnan vetrardag árið 1915, féllu snjó- korn í Berlín, sem mæklust 7—10 cm í þvermál. Þessir fljúgandi diskar félln til jarðar án þess að brotna. Þó er það ekki metið. Stærstu snjóflygsur, sem mældar hafa verið, voru 30 cm í þvermál og 20 cm á þykkt. Hér á landi er fremnr fátítt. að mjög stórar snjóflygsur falli heilar til jarðar. Snjór hefur mikið einangrunargildi og veldur þar um, að snjófönn inniheldur mikið loft. Til samanburðar má geta þess, að snjóveggur hefur um það bil 60% meira einangrunargildi heldur en tréveggur af sömu þykkt. Eskimóar gæta þess, að hafa lag af nýjum snjó utan á snjókofunum og þá er nægur hiti inni, jafnvel þótt hitagjafinn sé aðeins mann- skapurinn, sem þar dvelst. Þegar Græn- lendingar lenda í hríðarbvl, svo útlit er fyrir, að þeir komist ekki leiðar sinnar, þá grafa þeir sig í fönn og gera holu með staf í gegnum snjóinn til að anda. í fönninni liggja þeir meðan þeir eru að safna nýjum kröftum. eða þar til veðrinu slotar. íslendingar hafa aftur á móti ekki tíðk- að það mikið að grafa sig í fönn, þegar um líf og dauða var að tefla í hríðarbylj- um á fjallvegum. Hvernig sem á því stendur hafa ménn oftar kosið að nevta síðustu kraftanna og freista þess að ná í áfangastað. Fyrir það hefur fjöldi manns orðið úti. Nú leggja menn sjaldan í göng- ur yfir háfjöll og heiðar, þegar tvísýnt er um veðurútlit, og það er nú orðið mjög fátítt, að menn verði úti. Sagnir eru til um nokkra aftakavetur hér á landi, sem eftir öllu að dæma hafa tekið langt fram meðalvetri að fannfergi og hörkum. Frægir eru til dæmis „Lurk- ur“ og „Langjökull“. Þá varð bæði hor- fellir á búpeningi og manndauði. Slíkir vetur mundu að vísu ekki gera nærri svo mikinn usla nú á dögum, en samt er það ævinlega brennandi spurning, hvort vet- urinn verði harður eða í meðallagi. Það er ekki lengur spurning um manndauða eða fjárfelli, heldur erfiðleika og kostnað. G. S. T V í B Ý Arkitekt: Jósef S. Reynis Áður hafa verið birt sýnishorn af ein- býlishúsum og sambyggingu í Samvinn- unni og þá er ekki úr vegi að sýna tví- býlishús. Það form húsbygginga hefur orðið fremur vinsælt og mikið notað, einkum í Reykjavík. Jósef S. Reynis, arkitekt hefur teiknað þetta tvíbýlishús, sem byggt var við Laug- arásveg í Reykjavík. Eins og góðum arki- tekt sæmir hefur hann staðsett svefn- hlutann sér og daglegan íveruhluta sér. Teikningin hér er af efri hæð hússins. Útidyr eru við neðri enda stigans, sem sézt á teikningunni. Forstofan, sem marg- ir nefna því leiða nafni „hol“ og arki- tektinn nefnir skála, er mjög rúmgóð, ef til vill óþarflega. Þaðan og einnig úr stofu er gengt í skrifstofu húsráðanda og stór gluggi nær þvert yfir suðurvegginn. Á gólffleti hússins er ca. hálfs meters hæð- armismunur og kemur hann fram á milli borðstofu og stofu. Sér þá niður í stofuna úr borðstofu og gefur þetta skemmtileg- an svip. Eldliúsið er vel staðsett við hlið- ina á borðstofunni. Þar er borðkrókur og búr við hliðina. Úr eldhúsinu er gengt niður í kjallara hússins, en þar eru geymslur, þvottahús, kynding og nokkur LISH ÚS herbergi. Úr forstofu er gengt beint til eldhúss og svefnherbergja, en á gangin- um er litlu salerni vel fyrir komið. Svefnhlutinn er vel skipulagður og þar er gnægð skápa. Inn af hjónaherbergi hefur arkitektinn teiknað lítið snyrti- herbergi. sem eins mætti nota fyrir barnaherbergi. Þetta hús er að vísu 176 fermetrar, en Jósef segir, að auðveldlega megi minnka það niður í 120 ferm. með því að minnka aðeins öll herbergin, en ganga þó mest á forstofu og stofu. Einnig mætti gera ein- býlishús eftir þessari teikningu og hafa þá kjallara til þeirra nota, sem hann er. Þá mætti ef vildi gera bakdyrainngang í eldhúsið, þar sem búrið er. Slíkt er auð- vitað heimilt að gera, en því aðeins að leyfi arkitektsins komi til. Ytra útlit hússins hefur heppnazt sér- lega vel og eiga litimir ekki minnstan þátt í því. Aðalfletir eru gráir, bekkur- inn undir þakskeggi brúnn, rammar hvítir og mjög fölur gulgrænn Iitur inni í rammanum utan um stofugluggana. Eftir þessari teikningu mætti byggja hvort sem væri í kaupstað eða á tvíbýlisjörð í sveit. 34 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.