Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.12.1958, Blaðsíða 8
maður, Seyðisfirði og Jón Jónsson bóndi, Selstöðum í Seyðisfjarðarhreppi. Kaupfélagsstjóri er Björgvin Jónsson. Hann er fæddur á Evrarbakka 1925 og átti þar heima til tvítugsaldurs. Útskrif- aðist frá Samvinnuskólanum 1946 og vann eftir það hjá Kaupfélagi Árnesinga við bókhald. Björgvin varð kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Austfjarða 1. janú- ar 1952 og hefur verið það síðan. Hann var kosinn á þing fyrir Seyðisfjörð vorið 1956 og á sæti í bæjarstjórn Seyðisfjarð- ar síðan 1954. Kvæntur er Björgvin 01- ínu Þorleifsdóttur úr Neskaupstað. Formaður félagsins, Stefán Baldvins- son, er fæddur í Stakkahlíð 1883. Hann varð búfræðingur frá Hólum 1903 og nam í Dalum búnaðarskólanum í Dan- mörku þar á eftir og vann um tíma i landbúnaðartilraunastöð danska ríkisins í Askov. Starfsmaður liæktunarfélags Norðurlands varð Stefán árið 1904 og seinna starfaði hann einnig við Gróðrar- stöð Búnaðarsambands Austurlands á Eiðurn. Kennari á Hvanneyri var hann 1908—10. Stetan hefur auk búskaparins i Stakkahlíð gegnt mörgum trúnaðarstörf- um. Hann var fyrsti formaður kaupfé- lagsins og hefur gegnt því starfi nálega óslitið. Auk þess hefur hann verið hrepp- stjóri, sýslunefndarmaður, í stjórn Bún- aðarfélagsins, bréfhirðingarmaður og símstjóri í fjölda ára. Stefán er kvæntur Ólafíu Ólafsdóttur frá Króki á Rauða- sandi. Fyrsti kaupfélagsstjóri Kaupfélags Austfjarða var Sigurður Vilhjálmsson, bóndi á Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Síð- ar hafa gegnt þessu embætti Jón Gunn- arsson, Guðmundur Bjarnason, Friðjón Stefánsson, Vernharður Jónsson og loks núverandi kaupfélagsstjóri, Björgvin Jónsson. — Ég missti bara glasið mitt í kokk- teilinn. — Snjóflóðið kom þarna efst úr Bjólfinum og fór alla leið niður í sjó. Öskudagsmorgunn árið 1885 Eftir Guðmund Bekk Einarsson í gamla húsinu niðri á bryggjunni er maður að saga kjöt fyrir kaupfélagið. Hann heitir Guðmundur Bekk Einarsson og er 78 ára að aldri. Þó er hann kvik- legur í hreyfingum og verkið leikur í höndum hans. Guðmundur er einn af þeim fáu — kannske eini maðurinn — sem nú er ofar moldu af þeim, er lentu í snjóflóðinu mikla á Seyðisfirði 1885. Ég kemst að því, að hann hefur tekið saman þátt um atburðinn og það er auðfengið mál að fá hann til birtingar. — Ég fæddist á Grund, þarna hinum megin við fjörðinn, segir Guðmundur. Þá var byggð þarna undir Bjólfinum og húsin stóðu á víð og dreif um hlíðina og sum nokkuð hátt. Það má sjá tóftir þarna ennþá, það var ekki byggt þar aft- ur eftir slysið. — Ég var á fimmta ári, þegar snjóflóðið kom og það eru ýmis at- vik í sambandi við það. sem ég man greinilega eftir. Móðir mín rifjaði líka atburðinn upp og nokkuð snemma var gert uppkast að þætti um hann. Þau byggðu liús þarna uppfrá foreldr- ar mínir. Það var kallað Efra-Hátún og við höfðum verið í því í tvö ár, þegar flóðið kom. — Ég hef annars alla ævi átt heima hér á Seyðisfirði. Var um tíma ís- hússtjóri í íshúsi á Hánefsstaðaeyrum. Það var hlutafélag, sem átti það, — bændurnir með firðinum, Stefán Th. Jónsson og fleiri. Vilhjálmur á Hánefs- stöðum var framkvæmdastjóri minnir mig. — Þetta var annað íshúsið, sem byggt var hér um slóðir. Það fyrsta byggði Isak nokkur Jónsson, sem kom frá Ameríku. Það var í Brimnesi og þá voru engar ísvélar, lieldur var sett sam- an snjór eða ís og salt. Oft var erfitt að gevma snjóinn fram á sumar. Hann var grafinn í jörðu og varinn með moði og striga. Svo hef ég unnið hjá ýmsum útgerð- armönnum og hjá kaupfélaginu nú í ár og í fyrra. Hef verið í kjötinu, að hakka, saga og salta. — Hvað finnst þér marka stærst tíma- mót í sögu kaupstaðarins frá því þú manst eftir? — Ég held, að síldarverksmiðjan sé stærsta framfarasporið hér. Ef nægilegt hráefni fæst, þá ætti fólkið ekki að þurfa að leita annað eftir atvinnu. Hér fer á eftir þátturinn, sem Guð- mundur hefur skrifað um hinn eftir- minnilega öskudagsmorgun árið 1885: Þegar ég heyrði hr. Sig. Arngi'ímsson lesa i útvarpið frásögn af snjóflóðinu mikla á Seyðisfirði, sem féll 18. febr. 8 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.