Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1958, Síða 8

Samvinnan - 01.12.1958, Síða 8
maður, Seyðisfirði og Jón Jónsson bóndi, Selstöðum í Seyðisfjarðarhreppi. Kaupfélagsstjóri er Björgvin Jónsson. Hann er fæddur á Evrarbakka 1925 og átti þar heima til tvítugsaldurs. Útskrif- aðist frá Samvinnuskólanum 1946 og vann eftir það hjá Kaupfélagi Árnesinga við bókhald. Björgvin varð kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Austfjarða 1. janú- ar 1952 og hefur verið það síðan. Hann var kosinn á þing fyrir Seyðisfjörð vorið 1956 og á sæti í bæjarstjórn Seyðisfjarð- ar síðan 1954. Kvæntur er Björgvin 01- ínu Þorleifsdóttur úr Neskaupstað. Formaður félagsins, Stefán Baldvins- son, er fæddur í Stakkahlíð 1883. Hann varð búfræðingur frá Hólum 1903 og nam í Dalum búnaðarskólanum í Dan- mörku þar á eftir og vann um tíma i landbúnaðartilraunastöð danska ríkisins í Askov. Starfsmaður liæktunarfélags Norðurlands varð Stefán árið 1904 og seinna starfaði hann einnig við Gróðrar- stöð Búnaðarsambands Austurlands á Eiðurn. Kennari á Hvanneyri var hann 1908—10. Stetan hefur auk búskaparins i Stakkahlíð gegnt mörgum trúnaðarstörf- um. Hann var fyrsti formaður kaupfé- lagsins og hefur gegnt því starfi nálega óslitið. Auk þess hefur hann verið hrepp- stjóri, sýslunefndarmaður, í stjórn Bún- aðarfélagsins, bréfhirðingarmaður og símstjóri í fjölda ára. Stefán er kvæntur Ólafíu Ólafsdóttur frá Króki á Rauða- sandi. Fyrsti kaupfélagsstjóri Kaupfélags Austfjarða var Sigurður Vilhjálmsson, bóndi á Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Síð- ar hafa gegnt þessu embætti Jón Gunn- arsson, Guðmundur Bjarnason, Friðjón Stefánsson, Vernharður Jónsson og loks núverandi kaupfélagsstjóri, Björgvin Jónsson. — Ég missti bara glasið mitt í kokk- teilinn. — Snjóflóðið kom þarna efst úr Bjólfinum og fór alla leið niður í sjó. Öskudagsmorgunn árið 1885 Eftir Guðmund Bekk Einarsson í gamla húsinu niðri á bryggjunni er maður að saga kjöt fyrir kaupfélagið. Hann heitir Guðmundur Bekk Einarsson og er 78 ára að aldri. Þó er hann kvik- legur í hreyfingum og verkið leikur í höndum hans. Guðmundur er einn af þeim fáu — kannske eini maðurinn — sem nú er ofar moldu af þeim, er lentu í snjóflóðinu mikla á Seyðisfirði 1885. Ég kemst að því, að hann hefur tekið saman þátt um atburðinn og það er auðfengið mál að fá hann til birtingar. — Ég fæddist á Grund, þarna hinum megin við fjörðinn, segir Guðmundur. Þá var byggð þarna undir Bjólfinum og húsin stóðu á víð og dreif um hlíðina og sum nokkuð hátt. Það má sjá tóftir þarna ennþá, það var ekki byggt þar aft- ur eftir slysið. — Ég var á fimmta ári, þegar snjóflóðið kom og það eru ýmis at- vik í sambandi við það. sem ég man greinilega eftir. Móðir mín rifjaði líka atburðinn upp og nokkuð snemma var gert uppkast að þætti um hann. Þau byggðu liús þarna uppfrá foreldr- ar mínir. Það var kallað Efra-Hátún og við höfðum verið í því í tvö ár, þegar flóðið kom. — Ég hef annars alla ævi átt heima hér á Seyðisfirði. Var um tíma ís- hússtjóri í íshúsi á Hánefsstaðaeyrum. Það var hlutafélag, sem átti það, — bændurnir með firðinum, Stefán Th. Jónsson og fleiri. Vilhjálmur á Hánefs- stöðum var framkvæmdastjóri minnir mig. — Þetta var annað íshúsið, sem byggt var hér um slóðir. Það fyrsta byggði Isak nokkur Jónsson, sem kom frá Ameríku. Það var í Brimnesi og þá voru engar ísvélar, lieldur var sett sam- an snjór eða ís og salt. Oft var erfitt að gevma snjóinn fram á sumar. Hann var grafinn í jörðu og varinn með moði og striga. Svo hef ég unnið hjá ýmsum útgerð- armönnum og hjá kaupfélaginu nú í ár og í fyrra. Hef verið í kjötinu, að hakka, saga og salta. — Hvað finnst þér marka stærst tíma- mót í sögu kaupstaðarins frá því þú manst eftir? — Ég held, að síldarverksmiðjan sé stærsta framfarasporið hér. Ef nægilegt hráefni fæst, þá ætti fólkið ekki að þurfa að leita annað eftir atvinnu. Hér fer á eftir þátturinn, sem Guð- mundur hefur skrifað um hinn eftir- minnilega öskudagsmorgun árið 1885: Þegar ég heyrði hr. Sig. Arngi'ímsson lesa i útvarpið frásögn af snjóflóðinu mikla á Seyðisfirði, sem féll 18. febr. 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.