Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1961, Side 8

Samvinnan - 01.09.1961, Side 8
Þróun stjórnmála í Evrópu I. FORNÖLDIN. Menning Vesturlanda byggir á arfleitS Grikkja og Rómverja. Viðhorf þessara fornu þjóða til stjórnmála var á ýmsan hátt ólíkt. Stjórnmálaþróunin hjá báðum grundvallaðist þó á hinu sama, reynt var að finna lausn vand- ans: Hvaða aðilji í þjóðfélaginu á að hafa valdið og stjórnina? LAUSN GRIKKJA: Grikkír gerðu tilraunir með mörg stjórnarform og eru heiti hinnar ým- iskonar stjórnskipunar af grískum stofnum í evrópskum málum. Ágætust lausn þeirra er lýðræðið, demo-kratían talin. Valdið á að vera hjá lýðn'um, demos. LAUSN RÓMVERJA: Rómverjar voru laga- smiðir ágætari en aðrar fornþjóðlr og var ein- kenni á stjórnmálum þeirra. Valdið fengu þeir hins vegar að síðustu í hendur keisarans, sem talinn var holdi klæddur guð. Stjórnskipun Rómverja er því talin ein grein hins aust- ræna guðveldis, „the divine kingship". II. MIÐALDIR. Á miðöldunum var megin inntaki hinnar fornu guðveldishugmyndar haldið í stjórn- skipan Evrópu. Hið eiginlega vald var guðs. Stjórnmálaátök, að því leyti sem þeim var til að dreifa, voru um hltt, hver eða hvaða að- IIjI skyldi kallast handhafi hins guðlega valds, fara með umboð Guðs á jörðu. Þessi átök voru milli páfans og klerkanna annars vegar og keisarans og aðalsins hins vegar. Þannig var um flokkaskiptinguna á Ítalíu í Guelfa (páfa- sinna, heitið samstofna „hvolpur" og mun hafa verið gælunafn á þýzkum fursta) og Ghí- hellinga (keisarasinna, heitið dregið af Waibl- Ingen, nafni á ein'um af köstulum Hohenstaufa, en kelsararnir þýzku voru af þeirri ætt). III. NÝJA ÖLDIN. Með endurreisninni síðast á miðöldum verð- ur breyting á viðhorfinu til stjórnmála. Menn taka ekki aðeins að leiða hugann að því hver eða hverjir eigi að stjórna, heldur hvernig skuli stjórnað. Er það upphaf þess meginvið- horfs. sem ríkt hefur í stjórnmálum Evrópu ollt til þessa dags. Ríkishugtakið tekur að skipa öndvegi. Greina má sundur þrjá megin- þætti í þróun ríkishugtaksins og er hver um sig framlag ákveðinna þáttaskipta t sögu Evrópu. 1. RÍKISHUGTAK ENDURREISNARINNAR: Ríkið skal vera listasmíð. Reynt skal að skapa ríkisheild er samsvari að nokkru þvf er listamaður býr til llstaverk sitt og fellir saman ólíka þætti f eina heild. Tveggja viðhorfa gættf hinsvegar er gera átti grein fyrir á hvern hátt listasmíð þessi ætti zð verða til. Annars vegar var skoðun Machiavelli (fram- sett í ritinu Furstlnn) að rfkið ætti að skapast FYRIR SNILLIGÁFU EINS MANNS, sem ekki mætti’ taka tillit tll neins annars en þess verks sem hann væri að vinna. Hinsvegar er hugmynd Thomas Moore um Eftir Guðmund Sveinsson Utopía, sæluríkið þar sem tekið er tillit til sem flestra og reynt að samræma en ekki þvinga. 2. RÍKISHUGTAK SIDBÓTARINNAR: Stjórn ríkisins á að grundvallast á þingræði (parlamentarisma). Til grundvallar ákvörðunum eiga að liggja rökræður, mat á ólíkum sjónarmiðum. Parlamentarismtnn í þv! formi, sem við þekkjum hann er fyrst og fremst germanskt fyrirbæri (eins og sjálf siðbótin). Rætur hans eru hins vegar vafalaust margar. Eln er minn- ing um FORN GERMÖNSK ÞING (sbr. Alþingi okkar og hið enska þing Witangemot). Önnur er HUGMYND siðbótarinnar UM HINN AL- MENNA PRESTSDÓM, þ. e. a. s. samvizka mannsins á að fella dóm, en ekki skal treyst afdráttarlaust óskeikulleik þeirra, sem fara með geistleg eða veraldleg embætti. 3. RÍKISHUGTAKIÐ EFTIR FRÖNSKU STJÓRNARBYLTINGUNA: Stjórnað skal eftir hugsjónastefnum (stjórn- málastefnum). Eftir stjórnarbyltinguna frönsku koma fyrst fram í Evrópu raunverulegar stjórnmálastefn- 'ur. Má greina þar milli fjögurra megin stefna. Skal þeirra getið og aðaleinkenna hverrar um sig. A) Konservatisminn (íhaldsstefnan): Einkennl: a) Virðing fyrir hinu gamla og hefð- bundna. b) Stéttaskipting viðurkennd (sbr. „stétt með stétt"). c) Einkaframtak. d) Þjóðernisstefna. B) Liberalisminn (frjálslynda stefnan): Einkenni: a) Frelsið talið undirstaða og aflgjafi framfara og þróunar. b) Sköpuð slagorðin: „Lassez faire" (alit látið þróast f friði, að vild) og „Leben und leben lassen" (að lifa og láta lifa). c) Einkaframtak. C) Radikalisminn (hin róttæka stefna, af lat. radix = rót); Einkenni: a) Frelsið á að grundvallast og takmark- ast af jafnrétti, bræðralagi. b) Rfkið þarf að vernda og tryggja þegna sína (tryggingar). c) Skattar skulu lagðir á eftir efnum og ástæðum. d) Ríkið þarf að takmarka athafnasvið ein- staklinganna. Samrekstur talinn æski- legri á mörgum sviðum. Mest fyrir áhrif radikalismans þróaðist í Evrópu ríkishugmynd sú, sem nefnd hefur verið VELFERÐARRÍKIÐ (Welfare state) og hefur bæðf konservatisminn og liberalisminn fallist á hana í meginatriðum. D) Socialisminn (jafnaðarstefnan): Einkenni: a) Áætlunarbúskapur. b) Stéttlaust þjóðfélag. c) Ríkisrekstur. d) Alþjóðahyggja. Socialismtnn hyggst koma á SAMEIGNAR- RÍKI. NIÐURLAG. Margir stjórnmálaflokkar Evrópu hafa mark- að sér stefnu með því að sækja hugmyndir til fleiri en einnar þeirra meginstefna, sem nefnd- ar hafa verið. Er það ástæðan til hversu skilin milli stefnuskránna hjá flokkunum eru oft ó- Ijós. Þennan glundroða má greinilega marka af ummælum tveggja nafnkenndra stjórnmála- manna í Danmörku. Danski íhaldsmaðurinn Christmas Möller sagði eitt sinn: „Við erum allir socialistar" Jafnaðarmaðurinn Hans Hedtoft var gætnarí, en hann fullyrti: „Við erum allir liberalistar (frjálslyndir)." Framhald af bls. 3. starfsfólk hinna ýmsu verksmiSja. Þarna var sægur fulltrúa frá velflest- um kaupfélögum á landinu, allir komn- ir í boSi ISnstefnunnar aS sjá og skoSa meS eigin augum hvaS gerzt hefur í íslenzkum iSnaSi undanfarin ár. ÞaS mátti sjá aS grettistök eru ekki ein- göngu fyrirbæri er íslenzkar forn- og þjóSsögur benda á og segja frá. Þarna hafSi samvinnuhreyfingin sannarlega lyft grettistaki. ÞaS er bæSi gagnlegt og nauSsyn- legt aS starfsfólki hinna mörgu kaup- félaga gefist kostur á aS efla kynnin sín á milli og ræSast viS um áhugamál sín og tilhögun á dreifingu vörunnar heima fyrir. Á þann hátt getum viS hinir yngri lært og numiS af margra ára reynslu þeirra eldri. Eins og efni stóSu til, mátti sjá aS mikiS var skoS- aS og mikiS var spurt, og efalaust og vonandi gerS mikil og góS innkaup, samvinnuverksmiSjunum og kaupfé- lögunum í hag. Og ekki er hvaS minnst um vert aS vel takist til um sölu vör- unnar heima fyrir, en á því hvílir öll afkoma kaupfélaganna eg ábyrgSin er starfsfólksins. ÞaS verSur hverjum góSum starfsmanni aS vera ljóst. Tilgangur minn meS þessum fáu lín- um var sízt sá aS hlaSa niSur heilum ósköpum af orSaflaumi, heldur sá einn aS þakka af alhug öllum þeim, er unnu aS þessari stórkostlegu kynningu og gáfu okkur innsýn í mikilsverSa starf- semi, alþjóS til heilla. Magnús Karl Antonsson, Ólafsvík. 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.