Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1961, Page 14

Samvinnan - 01.09.1961, Page 14
'ÚraAjitna JAPANSKT /EVINTÝRI FYRIR BÖRN Fyrir fjórtánhundruð árum sigldi fiskimannssonurinn Urasjima Taró á báti sínum frá strönd Súminoje. Hann lét bátinn reka meðan hann sinnti fiskveiðunum. Þetta var skrýtinn bátur, stýrislaus og ómálaður, og fleytur líkar honum hafið þið sennilega aldrei séð. Þó má ennþá, eftir fjórtánhundruð ár, sjá slíka báta í fjörunni við hin fornu fiskimannaþorp á strönd Japanshafs. Að langri bið lokinni fann Úrasjima að eitthvað kom á krókinn og dró það upp til sín. En þá var það aðeins skjaldbaka. Nú er raunin sú, að skjaldbökurnar eru helgaðar drekaguði sjávarins og lifa í þús- und — sumir segja í tíuþúsund — ár. Af þeim sökum er skjaldböku- dráp talið mikið illvirki. Pilturinn losaði dýrið varlega af önglinum, sleppti því og fór um leið með bæn td guðanna. En eftir þetta varð hann ekki var. Það var mjög heitt í veðri þennan dag og mjög mikil kyrrð ríkti yfir sjónum, í loftinu og alls- staðar annarsstaðar. Pilturinn varð gagntekinn miklu sleni og drunga, — og að lokum sofnaði hann í bátnum, sem enn var á reki. Þá birtist honum í draumi ynd- isleg stúlka, skrýdd fagurrauðum og bláum kyrtli. Svart hár hennar féll um bak hennar allt á hæla, eftir þeirri tízku, er konungsdætur hölluðust að fyrir fjórtánhundruð árum. Hún leið áfram yfir yfirborði vatnsins, mildilega eins og andblær Ioftsins, og staðnæmdist hjá sof- andi piltinum í bátnum, vakti hann með lausri snertingu og sagði: „Vertu ekki undrandi. Faðir minn, drekakonungur sjávarins, sendir mig til þín sökum þíns góða hjartalags. í dag gafstu skjaldböku frelsi. Og nú munum við fara til hallar föður míns á ey hins eilífa sumars; skal ég svo gerast blóm- brúður þín ef þú vilt. Síðan munum við lifa saman í ei- lífri hamingju.“ Og Úrasjima starði á hana með sívaxandi undrun, því hún var unaðslegri álitum en nokkur mannleg vera. Hann gat ekki annað en elskað hana. Síðan gripu þau sína árina hvort og reru af stað sam- an. Slíka sjón má ennþá sjá á vesturströndinni fjarlægu, — eiginmann og eiginkonu róa til hafs, unz bátar þeiira hverfa í gullið skin kvöldsólarinnar. Þau reru með hröðum, mjúkum áratogum í suðurátt, yfir kyrran, bláan hafflötinn, unz þau komu til eyjar hins eilífa sumars, til hallar drekakonungs sjávarins. Þjónustumenn tóku á móti þeim, furðulegir álitum, skrýddir viðhafnarbúningum. Voru það hinar ýmsu sjó- skepnur, er fögnuðu Úrasjima sem tengdasym dreka- konungsins. Þannig varð dóttir sjávarguðsins brúður Úrasjima. Brúðkaup þeirra var haldið með undursamlegri viðhöfn, og mikill fögnuður ríkti í drekahöllinni. Hver dagur færði Úrasjima ný undur og nýja gleði. Þjónar úthafsguðsins færðu honum ýmsar furður úr dýpstu hyljum sjávarins, og hið töfrandi land hins eilífa sumars bjó yfir ærnum efnum til fagnaðar. Þrjú ár liðu. En þrátt fyrir allt varð fiskimannssyninum ævinlega þungt fyrir brjósti, er hann hugs- aði til foreldra sinna, er biðu hans í einsemd. Að lokum kom hann að máli við brúði sína og bað hana orlofs, að hann mætti fara í snögga ferð til síns gamla heimilis og heilsa föður sínum og móður. Að því loknu skyldi hann hraða sér aftur á fund hennar. Við þessi orð hans táraðist hún og grét hljóðlega langa stund. Síð- an sagði hún við hann: „Þar eð þú vilt fara, verður auðvitað svo að vera. Ég óttast brottför þína mjög mikið; óttast að við sjáumst aldrei aftur. En hér er lítil askja er ég vil gefa þér, að þú takir hana með þér. Hún mun hjálpa þér til að komast aftur til mín, ef þú ger- ir eins og ég segi þér. Opnaðu hana ekki. Umfram allt máttu ekki opna hana, hvað sem fyrir kann að koma. Því ef þú opnar hana, muntu aldrei rata hingað aftur né sjá mig framar.“ Síðan fékk hún honum litla, kvoðuborna öskju, er bundið var um með silkilinda. (Þessi askja er ennþá til sýnis í hofinu í Kana- gava, og prestarnir þar geyma einnig handfæri Úrasjima 1 arós, ásamt ýmsum sjaldséðum gim- steinum, er hann hafði með sér frá ríki drekakonungsins). En Úrasjima huggaði brúði sína, 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.