Samvinnan - 01.01.1964, Side 15
AÐ KENNEDY LIÐNUM
„Eitt Vestnrheims skot og Evrópa öll í uppnámi, logandi
licit“. Svo var kveðið á fyrri öld, er annar Bandaríkjafor-
seti féll fyrir morðingjakúlu, sem vann sitt óhappaverk
á þeim tímamótum, er þjóðin mátti sízt missa leiðtoga
síns. Einni blóðugustu og heimskulegustu styrjöld sög-
unnar — ef hægt er þá að kalla eina styrjöld annarri
hcimskulegri — var nýlokið, hinn sigraöi aðili í sárum
og undirorpinn duttlungum misjafnlega skammsýnna
sigurvegara, hið gagnkvæma hatur styrjaldaraðilanna
svartara en nokkru sinni fyrr. Aldrei áöur hafði Banda-
ríkjamönnum verið slík nauðsyn á handleiðslu göfugs,
víosýns og mikilhæfs leiðtoga, cr haldið gæti heíndar-
þyrstum öfgaöfhim í skefjum og slævt hitaflog hins
stríðssjúka þjóðarlíkama. En morðingjakúlan fer að
cngra vonum — nema eí til vill þeim, sem hrærast í rugl-
uðam heila morðingjans og þeirra myrkraafla, er kunna
að vera aflvaki hans. Því er það hatursbál, sem Abraham
Lincoln hefði ef til vill getaö slökkt fyrir hartnær öld,
enn í dag bölvun bandarísku þjóðarinnar, eins og enn
þá óleystar kynþáttadeilur sýna og sanna. Hvort það
kveikíi í púðrinu, þegar skotið reið af í Dallas, verður
kannski aldrei upplýsí til fullnustu.
En hvellur þess skols bergmálaði víðar en í Evrópu,
enda er sú álfa ekki íengur heimurinn. Það bergmálar
hvarvetna í heimi, sem enn þjáist af eitri styrjalda, heitra
og kaldra. Og líkt og fyrir nærri hundrað árum var nú
sá að velli lagður, sem líklega hafði öllum öðrum meiri
mögulcika til eyðingar því eitri.
Hér verða ekki rakin æviatriði Johns Fitzgeralds
Kennedys; það hefur þegar verið gcrt margsinnis á
öðrum vettvangi, svo að sérhverjum lesanda mega þau
vel vera kunn. Ekki þarf heldur að skýra fyrir mönnum,
hvern skaða framfaraöfl heimsins, jafnt í Bandaríkjun-
um sjálfum og utan þeirra, hafa beðið við missi þess
leiðtoga síns, sem mestan afla hafði til að leiða þau til
sigurs í veröld, þar sem vélrænir peningaheilar og blóð-
þyrstir kreddumangarar og þjóðernisfasistar sitja um
mannssálina. Bandaríkin mega enn sanna, hvað þau
misstu 1865. En hvenær verður þeim og öllum heimin-
um ljóst, hvað þau misstu 1963?
En ef til vill höfum við ástæöu til að vera vonbetri nú
en fyrir hundrað árum. Von okkar nú á sér ekki hvað
sízt rætur í bandarísku þjóðinni, sem nú er, þrátt fyxár
allt, stei-kari, heilsteyptari og framsæknari en nokkru
sinni fyrr. Þetta risavaxna afsprengi Evrópu hefur að
vísu ekki farið varhluta af því, sem miður fer í fari
móðurálfunnar, en ekki heldur hinu bezta. Blómi sona
og dætra Evrópu leitaði öldum saman vestur um haf úr
andlegu og landfræðilegu þröngbýli heima fyrir.
John F. Kennedy var sjálfur afkomandi slíkra land-
nema og bar uppruna sínum göfugt vitni. Enda var mik-
ils af honum vænzt til lausnar þeirra vandamála, er
ægja mörgum jafnt innanlands og utan: kynþátta-
deilnanna í Suðurríkjunum, leiðréttinga í efnahags- og
félagsmálum, erfiðleika vanþróuðu landanna, kalda
stríðsins. Verk hans virtist aðeins nýhafið, er hann féll
frá. En þótt Bandaríkjamenn eigi skemmri sögu en marg-
ar þjóðir aðrar, hafa þeir þeim mun betur kunnað af
Framhald á bls. 26.
SAMVINNAN 11