Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1964, Page 16

Samvinnan - 01.01.1964, Page 16
FRA 22. ÞINGI ICA Myndin er tekin í fundarsal og sýnir nokkurn hluta þess mikla fjölda fulltrúa, sem þingið' sótti. Meðal annarra má þekkja Erlend Einarsson, forstjóra SÍS, og Carl Albert Anderson, formann sænska samvinnusambandsins. Talið frá vinstri: VV. P. Watkins, fyrrverandi framkvæmdastjóri ICA, M. Bonow, forseti ICA, L. Cooke, forstjóri CWS og W. G. Alexander, sem nú nýlega hefur tekið við störfum forstjóra hjá ICA. Dagana 14.—17. október var 22. þing Alþjóöasambands samvinnumanna (International Co-operative Alliance) há.ð í Bournemouth í Bretlandi, en þing þessi eru háð þriðja hvert ár. Koma þar saman forystumenn sam- vinnusamtaka hinna ýmsu landa og ráða ráðum sínum. Á þinginu í Bournemouth voru mættir um 500 fulltrúar frá 37 löndum, ásamt nokkrum gestum, þar á meðal frá. ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Þrír . fyrrverandi forsetar Alþjóðasambandsins voru og gestir þingsins, þeirra á meðal Váinö Tanner, fyrrverandi forseti Finnlands, sem nú er háaldraður en þó við góða heilsu. — Af hálfu Sambands ísl. samvinnu- félaga ' sótti þingið Erlendur Einars- son, forstjóri. Þetta þing einkenndist mjög af minnkandi spennu milli austurs og vesturs, en þeirrar spennu hefur gætt töluvert á undanfarandi þingum Al- þjóðasambandsins. Fögnuðu þingfull- trúar almennt þeim merka áfanga í takmörkun á tilraunum með kjarn- orkuvopn, sem náðist með Moskvu- sáttmálanum. Var á þinginu einróma samþykkt sérstök ályktun þar að lút- andi. Umræður uröu hvað mestar um tæknilega og fjárhagslega aðstoð til þróunarlandanna í Asíu, Afríku og víðar. í þessum löndum ríkir, sem kunnugt er, mjög alvarlegt ástand. Milljónir manna búa þar við sult og seyru, þrátt fyrir þá miklu aðstoð, sem þessum þjóðum hefur á undan- förnum árum verið veitt fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna, einstakra landa og alþjóðasamtaka. Bilið milli lífs- kjara fólks í þessum löndum og á Vest- 12 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.