Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1964, Side 25

Samvinnan - 01.01.1964, Side 25
Val unga fnlksíns — Heklubuxurnar - amerískt efni nylnn nankin — vamfaöur frágangur. BETRI BUXIIR I LEIK OG STARFI aði hann hátt, eða lágt, talaði hann líkt og við, líkt og hann ætti heima í París, talaði hann líkt og einhver kennaranna okkar, eða fólkið hérna —“ „Ó,“ sagði Robert, því nú rif j- aðist ný hlið málsins upp fyrir honum. „Hvað er það? Hvað ætlaðir þú að segja?“ spurði móðir hans hvöss í máli. „Ég varð að tala þýzku við hann,“ sagði Robert. Verkirnir og morfínhöfginn höfðu hing- að til haldið því frá minni hans. „Hvað áttu við, varðstu að tala þýzku við hann?“ „Ég ávarpaði hann á frönsku, en hann skildi mig ekki. Svo að við töluðum saman á þýzku.“ Poreldrar hans horfðust í augu sem snöggvast. Síðan spurði móðir hans blíðlega: „Var það eiginleg þýzka? Eða var það Sviss-þýzka? Þú þekk- ir muninn, er það ekki?“ „Auðvitað," sagði Robert. Þegar faðir hans gerði það að gamni sínu að herma eftir svissneskum vinum sínum, sem í París bjuggu, gerði hann það bæði á frönsku og þýzku. Ro- bert var næmur á tungumál, og auk þess sem hann frá blautu barnsbeini hafði heyrt afa sinn og ömmu frá Elsass tala saman á þýzku, lærði hann þýzkar bókmenntir í skól- anum og kunni ósköpin öll af verkum Göthes, Schillers og Heine utanbókar. „Það var raunveruleg þýzka,“ svaraði hann. Það varð þögn í herberginu. Paðir hans gekk útað glugg- anum og horfði á snjókomuna útifyrir. Hún minnti á mjúkan, hvítflekkóttan tjalddúk. „Ég vissi að hann gat ekki hafa gert þetta eingöngu vegna skíð- anna,“ sagði faðir hans rólega. Paðir hans hafði sitt fram að lokum. Móðir hans vildi láta lögregluna reyna að finna manninn, jafnvel þótt maður hennar benti á að kannski væru allt að því fimm þúsund skíða- menn í borginni yfir helgina, drjúgur hluti þeirra þýzkumæl- andi og bláeygur, og að lestir kæmu og færu með þá fimm sinnum á dag. Faðir Roberts var sannfærður um að maður- inn hefði farið úr borginni sama kvöldið og Robert fót- brotnaði, en engu að síður varði herra Rosenthal því sem eftir var af fríinu tilað þræða snæ- drifnar götur og líta inná veit- ingahús í leit að andliti, er svarað gæti til lýsingar Roberts á manninum af fjallinu. Hann sagði aö það gæti aðeins gert illt verra að fara til lögreglunn- ar, því jafnskjótt og sagan bær- ist út, yrði enginn hörgull á fólki sem segði, að þetta væri aðeins ein móðursýkisvitleysan úr Gyðingunum. ,,Það er nóg af nazistum í Sviss, af öllum þjóð- ernum,“ sagði faðir Roberts oftlega við móður hans í rök- ræðum, sem stóðu vikum sam- an, „og þetta getur aðeins orðið vatn á myllu þeirra — þeir geta þá sagt: „Hvar sem Gyðingar eru, koma þeir vandræðum af stað.“ Móðir Roberts, sem var harð- ari í horn að taka og átti í Þýzkalandi ættingja, sem smygluðu úr landi bréfum með hrottalegum fréttum, heimtaði að réttlætið næði fram að ganga hvað sem það kostaði, en að nokkrum tíma liðnum sá jafnvel hún hve vonlaust var að gera nokkuð frekara í málinu. Fjórum vikum eftir slysið, þegar Robert að lokum varð flutningsfær, og hún sat við hlið hans í sjúkravagnin- um, sem flutti hann frá Genf til Parísar, og hélt um hönd hans, sagði hún dauðalegri röddu: „Við verðum bráðlega að yfirgefa Evrópu. Ég held ekki út að búa lengur á megin- landi, þar sem atburðum einsog þessum er leyft að ske.“ Löngu seinna, meðan á stríð- inu stóð, eftir að herra Rosen- thal var látinn í hinu her- numda Frakklandi og Robert og móðir hans og systir voru komin til Bandaríkjanna, var það að vinur Roberts, sem líka hafði oft verið á skíðum í Evr- ópu, heyrði af vörum hans sög- una af manninum með hvítu húfuna og sagði Robert, að hann væri næstum viss um að þekkja sökudólginn. Hann væri skíðakennari frá Garmisch, eða kannski frá Oberndorf eða Freudenstadt, hefði nokkra auðuga austurríska nemendur, sem hann ferðaðist með á vet- urna milli helztu staðanna, þar sem skíðaíþróttin er stunduð. Vinur Roberts vissi ekki nafn mannsins, og Robert kom að- eins einu sinni til Garmisch og þá í stríðslokin með frönsku herjunum, og þá var auðvitað enginn þar á skíðum. Og nú stóð maðurinn í aðeins þriggja feta fjarlægð frá hon- um, handan fallegu, ítölsku konunnar. Hann horfði á Ro- bert kuldalega, af meinfýsinni ánægju, en þekkti hann sýni- lega ekki. Augnahár hans voru hvít sem fyrrum, næstum eins- og á albínóa. Nú var hann greinilega farinn að nálgast SAMVINNAN 21

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.