Samvinnan - 01.01.1964, Qupperneq 27
ER LYKILL ÆDRI MENNTUNAR A ISLANDI.
AthugiS, að BRÉFASKÖLI SlS kennir eftirfarandi lands-
prófsgreinar:
Islenzk málfræði, kennslugj. kr. 350.
íslenzk bragfræði, kennslugj. kr. 150.
Islenzk réttritun, kennslugj. kr. 350.00
Danska I, byrjendaflokkur, kennslugj. kr. 250.00.
Danska II, kennslugj. kr. 300.00.
Danska III, kennslugj. kr. 450.00.
Enska I, byrjendaflokkur, kennslugj. kr. 350.00.
Enska II, kennslugj. kr. 300.00.
Reikningur, kennslugj. kr. 400.00.
Algebra, kennslugj. kr. 300.00.
Eðlisfræði, kennslugj. kr. 250.00.
Unglingar! Notið þetta einstaka tækifæri. Útfyllið seð-
ilinn hér til hægri og sendið hann til BRÉFASKÖLA
SlS, Sambandshúsinu, Reykjavík
Ég undirritaður óska að gerast nemandi í:
□ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu.
□ Greiðsla hjálögð kr_______________
Heimilisfang
Innritum allt árið — BRÉFASKÓLI SÍS
stundum tilað verða tíu til
fimmtán dölum ríkari. Menn
drápu hvorn annan ef þeim
varð sundurorða yfir glasi. Þeir
drápu vegna stjórnmálaskoð-
ana, vegna ástar, afbrýðisemi,
trúarbragða, útúr örvílnan.
Sú var tíðin að menn drápu
ef þeim fannst sér óvirðing
sýnd, til dæmis ef skvett var úr
vínglasi framaní þá. Hvað
þyrfti hann að fá mikið fram-
aní sig áður en hann þyrði að
drepa? Hversu mikið mætti
bjóða honum áður en hann léti
til skarar skríða?
Var það hugleysi sem hélt
afturaf honum? Var hann
einsog faðir hans, sem lét kyrrt
liggja vegna ótta við skoöanir
nágranna, sem kynnu að segja
að Gyðingar stofnuðu til vand-
ræða, hvar sem þeir væru?
Aðrir Gyðingar höfðu drepið
af fullu samviskuleysi, án þess
að skeyta hið minnsta um skoð-
anir annarra. Óaldarflokkur
Sterns í Palestínu, júðskir
glæpamenn í Bandaríkjunum.
Því fór f arri að allir Gyðingar
væru einsog faðir hans.
Og í Evrópu, Asíu og Afríku
gekk ekki á öðru en manndráp-
um — alsírskir uppreisnarmenn
skutu lögreglumenn á mann-
þröngum götum Parísar, stúd-
ent í Japan lagði sverði í gegn-
um stjórnmálaleiðtoga, kong-
óskir liðþjálfar slátruðu upp-
þotsmönnum með byssustingj-
um. Þegar á allt var litið,
heyrðu morð til daglegum við-
burðum. Jafnvel í Bandaríkj-
unum fékk lögreglan tilkynn-
ingu um morð hverja klukku-
stund allt árið.
Meðan á stríðinu stóð hafði
hann verið reiðubúinn að drepa
fyrir hugsjónina, sem hann
barðist fyrir, landið sem hann
þjónaöi, til fulltingis mönnum,
sem gengu í samskonar ein-
kennisbúningi og hann sjálfur.
En öðru máli gegndi er hefna
skyldi glæps, sem framinn
hafði verið gegn honum per-
sónulega. Var þetta hæverska
af hans hálfu? Taldi hann sig
ekki mann fyrir svo mikilvæg-
um og óafturkallanlegum
verknaði? Var hann kannski að
lokum kominn á vald móður
sinnar, gauragangsins í henni
og nærgöngullar ástúðar? Eða
barnfóstrunnar með sitt: „Ó,
þú óþekki strákur, þú ert nú í
rauninni alveg ómótstæðileg-
ur,“ eða allra glæsilegu skól-
anna, sem hann hafði gengið í,
barnabókanna, sem hann hafði
lesið í æsku, farartækjanna og
löngru gleymdra íþróttaleik-
vanga og keppinauta, sem töl-
uðu mikið um að hafa ekki
rangt við í leik? Var hann orð-
inn fórnardýr þessa þægilega,
falska lífs, sem Bandaríkja-
menn lifðu, menn, sem svo oft
töluðu um dóma og réttlæti?
Hver átti að dæma milli hans
og þessa manns með svörtu
húfuna, sem hafði yfirgefið
hann á fjallinu forðum og ætl-
að honum að deyja?
Þetta tilfelli var auk þess
fjarri því að vera einstakt í
sinni röð. 1 þeirri veröld hat-
urs og ótta, sem Þjóðverjar
höfðu skapað, voru árekstrar
milli manna, sem leituðu rétt-
lætingar mála sinna, og hinna,
sem gert höfðu á hluta þeirra,
óhjákvæmilegir. Ofsækjend-
urnir höfðu verið margir, en
þrátt fyrir ákafa sinn hafði
þeim ekki auðnast að ganga af
öllum sínum fórnarlömbum
dauðum. Þess voru mörg dæmi
í Evrópu að menn, sem höfðu
verið í einangrunarfangabúð-
um, hittu kvalara sina af til-
viljun eftir stríðið, framseldu
þá yfirvöldunum og nytu þess
síðan að vita þá tekna af lífi.
En til hverra aðila ætti hann
að snúa sér viðvíkjandi þessum
Þjóðverja — svissnesku lögregl-
unnar? Og hvaða glæp átti
hann að ákæra hann fyrir?
Eftir hverskonar lögum átti
hann að fá fjandmann sinn
dæmdan?
Hann gat farið að einsog
einn fyrrverandi fangi í Búda-
pest þremur eða fjórum árum
eftir stríðið, þegar hann mætti
fangaverði sínum fyrrverandi
á einni Dónárbrúnni. Hann
hafði þá einfaldlega tekið
manninn upp, vippað honum
útyfir handriðið og horft á
hann drukkna. Fanginn fyrr-
verandi hafði síðan sagt allt af
létta um fortíð sína og hins
drepna, og það hafði verið litið
á hann sem hetju. En Sviss var
ekki Ungverjaland, Dóná var í
mikilli fjarlægð og stríðinu
löngu lokið.
SAMVINNAN 23