Samvinnan - 01.12.1969, Page 5
og kunnáttumönnum kleift að
ræða við þjóðina gegnum sjón-
varpið á þess eigin máli. Þegar
við þetta bætist að þetta þyrfti
þegar til lengdar léti ekki að
kosta sjónvarpið neitt að ráði,
eins og Þorgeir Þorgeirsson sýnir
fram á, kemur skýrt í ljós, að
hér er ekki um fjárhagslega
spurningu að ræða, heldur póli-
tíska. Það stendur á vilja vald-
hafanna.
Sjónvarpið getur án efa haft
mikil áhrif á menntun þjóðarinn-
ar og þroska, ef rétt er á haldið.
Þannig getur það orðið tæki í
baráttunni fyrir efnalegu og and-
legu sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta
getur því aðeins orðið að sjón-
varpinu verði sett það markmið
að efla með þjóðinni þekkingu og
skilning á þeirri veröld sem við
lifum í og því verði fengnir
starfskraftar sem hafa menntun
og þroska til að beita tækinu í
þessum tilgangi á áhrifaríkan
hátt. Hér er ekki um það að ræða
að mata fólk á skoðunum,
heldur sýna því svo sanna og al-
hliða mynd af veruleikanum sem
unnt er, svo að það geti sjálft
dregið sínar ályktanir. Eins og
málum er háttað í veröldinni, er
INNI-
HURÐIR
SIGURÐUR
ELÍASSON%
AUÐBREKKA 52-54
KÓPAVOGI
SÍMI 41380 OG 41381
5