Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 19
kjólinn á fjögurra ára systur
sína. Margir drengir hafa líka
mikinn áhuga á matreiðslu. Hví
í ósköpunum skyldu þeir ekki
hafa það? En það er eins og
Vigdís segir, vitleysan byrjar svo
að segja strax í vöggu.
Hitt er svo annað mál, að ég
er algerlega mótfallin þeirri
margtuggnu endileysu, að hús-
móðurstörf séu andlaus, einhæf,
sljóvgandi, geri þá sem vinna
þau að hálfgerðum andlegum
aumingjum, og þar fram eftir
götunum. Hvílík firra! Húsmóð-
irin getur sjálf skipulagt starf
sitt. Hún er eiginn húsbóndi.
Hún getur reynt nýjar aðferðir,
og hún hefur allt að því ótæm-
andi möguleika á að læra nýtt:
fullnuma sig í starfi sínu. Hversu
mörg launuð störf ætli hægt sé
að segja slíkt um?
Ungu konunum í síðasta hefti
Samvinnunnar varð tíðrætt um
ýsusoðninguna. Jafnvel ýsu má
sjóða á mismunandi hátt og með
mismunandi árangri. Það er ekki
starfinu að kenna, þótt húsmæð-
ur fylgist með skipakomum,
hlaupi út í búð til að ná í
„dönsku blöðin“ og gleypi svo í
sig „Alt for Damerne", „Familie-
journalen“ og hvað það nú heitir
allt saman. Ég hef séð konur,
sem „vinna úti“, gera nákvæm-
lega það sama.
Ég vil að lokum enn á ný
þakka þetta fjórða hefti Sam-
vinnunnar, sem helgað var mál-
efnum kvenna. Það hættulegasta
sem við konur getum gert okkar
eigin málefnum er að loka okk-
ur inni í sérstökum kvenfélög-
um og kvennadeildum. Það er
eins og við séum einhver sérstök
dýrategund.
Sigríður Arnlaugsdóttir.
Skaftahlíð 8, Rvík.
Erta að byggja?
Viltu breyta?
Þarftu að bæta?
UTAVER
HBS
SAMVINNUBAN KINN
19