Samvinnan - 01.12.1969, Page 20

Samvinnan - 01.12.1969, Page 20
Byggðaþróunin hefur mjög verið á dagskrá hérlendis að undanförnu, og ekki ófyrir- synju. Þeir stórkostlegu búferlaflutningar, sem átt hafa sér stað á þess- ari öld, og þá einkanlega undanfarinn aldarfjórðung, virðast eftir ýms- um sólarmerkjum að dæma hafa náð hámarki, og framundan kynni að vera umsvifaminna skeið aðlögunar og endurskipulagningar. Sveitar- félögin hafa nú bundizt bæði landssamtökum og kjördæmasamtökum í því skyni að samhæfa aðgerðir sínar og stuðla að meira jafnvægi og festu í byggðaþróuninni. Uppi eru ráðagerðir um sameining sveitar- félaga, sem kann að fela í sér ýmsa annmarka einsog fram kemur í grein Björns Stefánssonar hér á eftir, en allir munu vera á einu máli um það, að sem allra nánust og fjölþættust samvinna milli sveitarfélaga sé æskileg. Loks er verið að gera langdrægar áætlanir um uppbyggingu atvinnuvega f ýmsum landshlutum, meðai annars i þvi augnamiði að draga veruiega úr hinum öra fólksstraumi til höfuðborgarsvæðisins. Margt af því, sem nú var nefnt, er tekið til meðferðar í greinaflokknum um þéttbýlisþróunina, og beinist athyglin að sjálfsögðu fyrst og fremst að stóru línunum f þeirri þróun sem á sér stað. Hygg ég að ýmislegt sem þar kemur fram veki í senn athygli og umþenkingar. Rúmsins vegna var ekki fært >að taka nema örfáa einstaka málaflokka, svosem verkaskipting ríkis og~ sveitarfélaga, tekjuöflun sveitarfélaga, hina al- mennu byggðastefnu á Norðurlandi, atgervisflóttann úr sveitarfélögum strjálþýiisins og sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ástæða hefði verið til að fjalla nánar um ýmis önnur efni, einsog til dæmis skólamál, félags- og íþróttamál, heilbrigðismál, atvinnumál einstakra byggðarlaga, löggæzlu og eldvarnir, samgöngu- og hafnarmál, raforku- og vatnsveitumál, útgjöld sveitarfélaga og opinberar framkvæmdir, svo fátt eitt sé taiið, en þessi efni öll hefðu orðið of viðamikii fyrir eitt hefti Samvinnunnar, og var þvf horfið að þvi ráði að takmarka umræðuna við nokkur meginatriði. Leitazt var við að fá menn sem viðast að af landinu til að leggja fram siónarmið sin, og voru undirtektir yfirieitt góðar. Þó hafa Vest- firðir orðið útundan af óviðráðanlegum orsökum. Leitað var til Jóhanns Einvarðssonar bæjarstjóra á Isafirði og Guðfinns Magnússonar í Hnífs- dal, en þeir voru báðir svo önnum kafnir við aðkallandi skyldustörf, að þeir treystust ekki til að ieggja orð >í þennan belg. Mörg sveitarfélög hafa átt að fagna örum uppgangi síðustu árin, ekki sizt bæir einsog Kópavogur, Hafnarfjörður, Akranes og Selfoss. Sjálf- sagt þótti að fjalla um eitt slíkt dæmi utan þéttbýlissvæðisins á Suð- vesturlandi, og urðu Egilsstaðir fyrir valinu, enda hefur þróunin þar orðið með eindæmum hröð og kauptúnið á ýmsa lund sérstætt f íslenzkri byggðaþróun. Sé litið á töfluna á blaðsiðu 38, sem sýnir þróun og hlutföll þéttbýlis og strjálbýlis á liðnum sex áratugum, kemur I Ijós, að hlutfallstaia strjálbýlis lækkaði úr 67,8% niðri 14,7% á árunum 1910—1967, en hlutfallstala þéttbýlis hækkaði á sama árabili úr 32,2% uppí 85,3%. í beinum tölum lítur dæmið þannig út: Árið 1910 bjuggu 57.717 iands- manna í strjálbýli, en 27.464 í þéttbýli. Árið 1967 hafði þróunin orðið sú, að í strjálbýli bjuggu 29.492 einstaklingar, en í þéttbýli 170.428. Með tilliti til þess hve margir bændur eru nú ókvæntir einyrkjar má gera ráð fyrir, að á nœstu árum falli hlutfallstala sveitafólks niðri 10% iandsmanna, en lægra má hún tæplega fara nema af hljótist afdrifarik eftirköst. Samvinnan tók á liðnu ári fyrir vandamál íslenzks landbún- aðar (4. hefti 1968), en full ástæða er til að ræða nánar þær aðstæður sem nú hafa skapazt í landinu, þar sem segja má að ibúar þéttbýlii byggða búi við miklum mun hallkvæmari kjör i mörgum greinum en strjálbýlisfólk, og á það ekki sízt við um skiiyrði til menntunar og af- þreyingar. Þessi vandi verður væntanlega tekinn til meðferðar í ein- hverju hefti Samvinnunnar á næsta ári. Augljóst er orðið, að tveir höfuðatvinnuvegir (slendinga, landbúnaður og sjávarútvegur, muni ekki geta tekið við því stóraukna vinnuafli sem á markaðinn kemur næstu tvo til þrjá áratugi. Þessvegna er fyllilega tímabesrt að leggja niður fyrir sér nú þegar, með hvaða hætti verði helzt ráðið framúr þeim vanda, sem tugþúsundir nýrra þjóðfélagsþegna eiga eftir að standa frammi fyrir á náinni framtíð. Það verður varla gert að neinu gagni nema með framsýni og raunhæfum efnahagsáætlunum til langs tíma. Slíkar áætlanir hijóta að taka mið af þeim hugmyndum sem menn gera sér um framtíðarþróunina, þó þær verði vitaskuld aldrei nema meira og minna sennilegar getgátur. Hugmyndirnar, sem varpað er fram í greinaflokknum um þéttbýlisþróunina, eru ihugunarverðar og eggjandi, og hver veit nema einhverjar þeirra eigi eftir að móta áætlanir næstu ára? s-a-m

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.