Samvinnan - 01.12.1969, Page 25
Gandhi og Kastúrba kona hans við komuna
til Indlands 1915.
landið til að kenna fólki grundvallaratriði
óvirkrar andstöðu (satjagraha) og boðaði
24 stunda „sorgardag" sami'ara allsherjar-
verkfalli. Sumstaðar, t.d. í Bombay, fór allt
friðsamlega fram, en í Panjab-fylki í norðri
var ástandið ógnvænlegt. í Amritsar voru
nokkrir Evrópumenn drepnir og ensk kona
barin til óbóta. Gandhí vildi fyrir hvern mun
komast þangað en var handtekinn í námunda
við Delhí. Ólgan magnaðist, og 13. apríl
1919 afréð brezki hershöfðinginn Dyer að
leysa upp fund þjóðernissinna með skot-
vopnum. Á 10 mínútum voru 379 drepnir
og um 1200 særðir. Að vísu var Dyer kvadd-
ur heim og vikið úr starfi, en íhaldsblaðið
Morning Star safnaði handa honum 30.000
sterlingspundum og aðdáendur hans sæmdu
hann heiðurssverði. Indverjar voru sem
þrumu lostnir yfir „Amritsar-blóðbaðinu",
en Gandhí fékk því til leiðar komið, þegar
Kongressflokkurinn kom saman í Amritsar
seinna á sama ári, að indverskt ofbeldi var
fordæmt ekki síður en brezkt.
Árið eftir, 1920, var Gandhí orðinn alger-
lega fráhverfur Bretum. Umbæturnar sem
þeir buðust til að gera voru ófullnægjandi,
beiskjan útaf Amritsar-blóðbaðinu var megn,
og meðferð Breta á Tyrkjaveldi vakti mikla
gremju meðal múhameðstrúarmanna.
Gandhí leit svo á, að nú væri hentugt tæki-
færi til að sameina hina fornu fjendur,
hindúa og múhameðstrúarmenn, um þjóð-
frelsisbaráttu Indverja. Á fundum Kon-
gressflokksins í Kalkútta og Nagpúr árið
1920 kvað langmest að Gandhí, og næstu
þrjá áratugi var hann sjálfkjörinn leiðtogi
þjóðarinnar. Áætlun hans um „borgaralega
óhlýðni“ og „samstarfssynjun“ fól í sér sam-
tök um að hunza brezka skóla, dómstóla, op-
inberar stofnanir og enskan iðnvarning. Hún
miðaði að því að lama allt stjórnkerfi lands-
ins. Hin nýja eining þjóðarinnar vakti
mönnum bjartar vonir, og margir létu sig
dreyma um að heimastjórn væri á næsta
leiti. Gandhí ferðaðist um landið þvert og
endilangt — ævinlega á þriðja farrými — og
var hvarvetna fagnað af miklum manngrúa.
Var honum farið að þykja nóg um þessa
„dýrkun hugsunarlausrar mannmergðar“,
einsog hann komst að orði. Hann þreyttist
aldrei á að brýna fyrir fólkinu, sem hyllti
hann á hverri brautarstöð, að sjálfstæði
væri hugarástand, og enginn hlyti það ó-
verðugur. Þessvegna yrði þjóðin að taka
sinnaskiptum, varpa frá sér úlfúð og hatri,
en eignast heilbrigðan metnað, sem gerði
hana í eigin augum jafngilda Bretum. Hann
fór hörðum orðum um „djöfullegt kerfi“ og
„valdagræðgi" nýlenduherranna, en jafnvel
þegar hann talaði um „járnhæl" Breta á
indversku þjóðinni, var hann þýðmáll, ró
samur og ástríðulaus.
Á þessu skeiði dreifði hann tveimur millj-
ónum rokka, þó barátta hans fyrir spuna í
heimahúsum vekti mikla gagnrýni, einnig
meðal Indverja. Kongressflokkurinn var
mjög háður fjárstyrk auðugra verksmiðju-
eigenda, sem missa mundu spón úr sínum
aski, ef barátta Gandhís bæri árangur. En
hann hélt fast við það, að rokkurinn væri
tekjulind og ýtti undir sjálfstæði og sjálfs-
virðingu indverska bóndans, sem væri at-
vinnulaus fjóra mánuði árlega. Árið 1921 hélt
Gandhí stóra brennu á erlendum vefnaði
í Bombay, og þegar vinur hans, C. F. And-
rews, andmælti þessari sóun á verðmætum
og spurði, hversvegna mætti ekki gefa vefn-
aðinn fátæklingum, svaraði Gandhí því til,
að hann væri eitraður og fátæklingar hefðu
líka sómatilfinningu.
En um svipað leyti tóku áhrifavald og
vinsældir Gandhís að réna. Árið 1921 heim-
sótti prinsinn af Wales (síðar Játvarður
VIII) Indland, og í því tilefni var efnt til
Gandhí heimsœkir og rœðir við pólitiska
fanga í grennd við Kalkútta.
„sorgardags“. En parsarnir í Bombay, sem
ekki fylgdu hindúum og múhameðstrúar-
mönnum að málum, tóku honum tveim
höndum og urðu fyrir árásum heiftúðugs
múgs. 53 menn lágu í valnum og 400 voru
særðir, þegar Gandhí tókst að stöðva blóð-
baðið með fimm daga föstu. En manndráp-
unum var ekki lokið. í norðanverðu landinu
voru 22 lögregluþjónar drepnir. Gandhí hóf
aftur föstu í mótmæla- og iðrunarskyni við
framferði fylgjenda sinna. Ofbeldið olli
honum svo djúpum vonbrigðum, að hann
afiýsti fjöldaaðgerðum gegn Bretum, en gaf
hverjum einstaklingi heimild til að neita
samstarfi við þá við tilteknar aðstæður.
Þetta vakti mikla gremju meðal leiðtoga
Kongressflokksins, og Gandhí játaði, að hér
væri um auðmýkingu að ræða, en afglöp
hefðu verið framin, og nú yrðu menn að
gera hlé á öllum aðgerðum og játa yfir-
sjónir sínar, því syndajátningin væri „sópur-
inn til að sópa burt óhreinindunum". Fimm
tíu þúsund áhangendur hans voru undir lás
og slá, þeirra á meðal Nehru, sem tók frétt-
inni af ákvörðun hans „með undrun og skelf-
ingu“, en þegar stjarna hans virtist vera að
hníga, fangelsuðu Bretar hann líka. í dóm-
salnum játaði Gandhí sök sína og fór framá
þyngstu refsingu. Hann var dæmdur í sex
ára fangelsi.
Hann hlaut óvægilega meðferð í byrjun,
en síðan mildaðist hún. Hann las feiknin öll
í fangelsinu — Kóraninn, Biblíuna, Sir
Walter Scott, Emerson, Ruskin, Tolstoj,
George Bernard Shaw, en þó umfram allt
helgirit og sagnir hindúa. Hann skrifaði bréf
í gríð og erg, las fyrir sjálfsævisögu sína,
lærði tamíl (helzta mál Suður-Indlands);
hann hafnaði öllum þægindum, neitaði að
láta safna fé til að bæta aðbúð sína, því
það hlyti að koma frá fátæklingunum. Hann
neitaði að taka inn svefnlyf og sýndi lækn-
inum framá að hann gæti sofnað hvenær sem
honum sýndist. En hann varð að gangast
undir uppskurð vegna botnlangabólgu, og
meðan á honum stóð brást bæði rafmagnið
og vasaljósið sem gripið var til í viðlögum!
Árið 1924 var hann látinn laus af heilsufars-
sökum og tók strax til starfa í Kongress-
flokknum, sem logaði í sundurlyndi og við-
sjám milli hindúa og múhameðstrúarmanna.
í september 1924 hóf hann langa föstu í
mótmælaskyni við blóðugar óeirðir sem
brotizt höfðu út í norðanverðu landinu.
Eftir að hann hafði stjórnað þingi Kongress-
flokksins 1924, sagði hann sig úr stjórn
hans og helgaði næstu þrjú ár þeirri við-
leitni að hafa áhrif á hreyfinguna „neðan
frá“. Hann ferðaðist milli þorpa (þau voru
700.000 talsins), talaði oft til tugþúsunda
manna í senn, hvatti þá til að spinna heima,
fordæmdi afstöðuna til stéttleysingja, á
minnti menn um sparneytni og örlæti við
fátæklinga. í einu þorpi sagði hann aðeins
eina setningu: „Tæmið vasa ykkar handa
fátækum."
Meðan þessu fór fram sóttu pólitísku leið-
togarnir í sig veðrið eftir hrakfarirnar 1922.
í Gúdsjerat-fylki var háð árangursrík bar-
átta gegn hækkun á jarðaskatti undir for-
ustu Patels í anda Gandhís. Landssambandi
verkalýðsfélaga var hrundið af stokkunum,
og verkföll voru tíð. Þegar brezk þingnefnd
heimsótti Indland 1927—28 til að kanna
hæfni Indverja til sjálfstjórnar, neitaði Kon-
25