Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 26

Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 26
Gandhí les bréf við rokkinn sinn. gres..flokkurinn öllu samneyti við hana, vegna þess að í henni var enginn Indverji (einn nefndarmanna var Clement Attlee, sem átti eftir að veita Indlandi sjálfstæði 20 árum síðar). Kongressflokkurinn setti brezku stjórninni þá kosti að veita Indlandi sjálfstæði fyrir desember 1929; ella yrði gripið til róttækra aðgerða. Gandhí gaf út yfirlýsingu, þar sem hann heimtaði m. a. bann við sölu áfengis, tolla á erlendan vefn- að, lækkun jarðaskatts, afnám saltskattsins, helmingslækkun hernaðarútgjalda og opin- berra launa æðri embættismanna, en hann minntist ekki á skóla, sjúkrahús eða leiðir til að auka frmleiðsluna. Svo skall heims kreppan á 1930 með geigvænlegum afleið- ingum í Indlandi ekki síður en í Bretlandi eða Þýzkalandi. Pólitísk ólga greip um sig, og enginn nema Gandhí virtist geta forðað þjóðinni frá allsherjaruppreisn. Sprengja var sprengd undir lest nýja landstjórans, Ii’wins lávarðar (síðar Halifax lávarðar), sem var sannkristinn maður og átti margt sameiginlegt með Gandhí. Fyrsta verk Gandhís var að óska honum til hamingju með að hafa sloppið lifandi frá sprengju- tilræðinu. Þegar ljóst varð að almenningsálit í Bret- landi var mótfallið þeirri ósk Irwins lávarð- ar, að haldin væri ráðstefna brezku stjórn- arinnar og Kongressflokksins, sem nú laut stjórn Nehrus samkvæmt eindreginni ósk Gandhís, ákvað Gandhí í samráði við flokks- stjórnina að efna á ný til „borgaralegrar óhlýðni“ og átti frumkvæði að einu djarf- asta og afdrifaríkasta bragði þeirrar baráttu. Saltskatturinn var ekki hár, en hann var almennur og kom þyngst niður á fátækl- ingum. Þessvegna afréð Gandhí að skipu- leggja göngu áhangenda sinna frá Ahmeda- bad til strandar og brjóta þar lögin með þeim táknræna hætti að safna salti úr sjón- um. Hann skrifaði Irwin lávarði fyrst vin- samlegt bréf („Kæri vinur . ..“) og tilkynnti honum ásetning sinn um leið og hann minnti hinn háa embættismann á, að laun hans væru fimm þúsund sinnum hærri en laun indversks bónda. Síðan lagði hann upp ásamt 78 lærisveinum, sem voru agaðir á „hæli“ hans, og gekk í 24 daga um þau 300 þorp sem lágu milli Ahmedabad og strandar. Á hverju kvöldi röktu lærisvein- arnir innstu hugrenningar sínar fyrir Gandhí áður en þeir lögðust til svefns á mottur sínar, venjulega undir berum himni. Klukkan 4 að morgni hóf Gandhí daginn með bænastund, skrifaði greinar og bréf á leiðinni og spann ævinlega sinn daglega skerf. Þegar hópurinn kom til Dandí á ströndinni, eftir að heimsblöðin höfðu fylgzt með ferðum hans rúmar þrjár vikur, tók hann sér fyrst trúarlegt hreinsunarbað og safnaði síðan saman hinum forboðnu salt- kornum á ströndinni. Stjórnin neyddist til að skerast í leikinn, einsog 1922, og Gandhí var fangelsaður. Sama máli gegndi um 60.000 áhangendur hans, og hlutu margir þeirra hroðalega meðferð af hendi lögregl- unnar. Aldrei fyrr eða síðar reyndi eins á þolgæði og stillingu hinna friðsömu mótmæl- enda, sem fylgdu í fótspor Gandhís. Þeir voru miskunnarlaust lamdir og fótum troðn- ir af hestum og lögregluþjónum, engdust særðir og blóðugir, en þeir harðgerustu stilltu sig um að lyfta hendi til að verjast kylfuhöggum hamstola lögregluþjóna. Marg- ir létu lífið, mörg hundruð voru hættulega særðir. Tveir hugrakkir menn í norðanverðu landinu brutu jafnvel upp dyr á brennandi skóla, þar sem heiftarfullur múgur hafði lokað lögregluna inni eftir eina slíka kylfu- árás í því skyni að brenna hana inni. Frétta- Gamli og nýi tíminn í Indlandi: Kona með þunga byrði á höfði og nýtízku verksmiðja. kvikmyndir og blaðafregnir af þessum kylfu- árásum, sem komu fyrir augu Bandaríkja- manna, urðu sízt til að draga úr bandarískri vanþóknun á brezku nýlendustefnunni. Gandhí sat í fangelsi, en Kongressflokk- urinn færðist allur í aukana. Flokksmenn framleiddu salt ólöglega, stóðu mótmæla- vörð við verzlanir sem seldu brezkan vefnað og áfengi. Tugir þúsunda manna tóku þátt í mótmælagöngum flokksins, og þegar boð- aðir voru „sorgardagar" hlýddu nálega allir kallinu. Jafnvel í fangelsinu var Gandhí „konungur Bombay“. Irwin lávarði féll illa að halda honum í fangelsi, svo hann kvaddi hann til fundar við sig í Delhí. Árangur þeirra viðræðna var sá, að hinni „borgaralegu óhlýðni" var aflýst og boðað til hringborðsráðstefnu í Lundúnum 1931. Ýmsir Indverjar gagnrýndu Gandhí fyrir að láta Irwin „gabba“ sig, og ýmsir Bretar gagnrýndu Irwin fyrir að vera of „linur" við Gandhí. Winston Chur- ehill sagði: „Það er ískyggilegt og líka við- bjóðslegt að sjá Mr. Gandhí, uppivöðslu- saman lögfræðing frá Middle Temple, sem læzt vera fakír af þeirri gerð sem er vel- þekkt í Austurlöndum, stikandi hálfnakinn upp hallartröppur landstjórans á sama tíma og hann endurskipuleggur og stjórnar ögrunarherferð borgaralegrar óhlýðni, eiga samningsviðræður á jafnréttisgrundvelli við fulltrúa konungs og keisara." Þegar Gandhí kom til Lundúna nokkrum mánuðum síðar, neitaði Churchill að hitta hann, þó Georg V gerði það. Lundúnaráðstefnuna 1931 sátu 112 Ind- verjar, fulltrúar allra hugsanlegra hags- munahópa nema bænda, sem voru Indland, einsog Gandhí benti á. Þar voru prinsar, landeigendur, iðnrekendur, verkalýðsleið- togar, hindúar, múhameðstrúarmenn, síkhar, parsar, kristnir menn og stéttleysingjar. Gandhí stakk mjög í stúf við þetta virðu- lega samsafn fyrirmanna. Hann ferðaðist á öðru farrými farþegaskipsins og svaf uppá þaki leiguhjalls í East End þráttfyrir vetrar- kuldann. Hann taldi sig fremur mundu ná til brezks almennings ef hann byggi meðal fátækra, og vissulega vakti hann mikla at- hygli Lundúnabúa, ekki sízt blaðamanna, en 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.