Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 28
maður í einu líki: í veikburða líkama hans
störfuðu margar hreyfingar samtímis. Hann
var lifandi sönnun fyrir sigri andans á efn-
inu, sigri persónuleikans á mýraköldu, van-
eldi, háum blóðþrýstingi og bandormi.
Þó Gandhí hefði snúið hugum manna frá
sjálfstæðismálinu að kjörum stéttleysingja,
sat brezka stjórnin ekki aðgerðalaus. Árið
1935 samþykkti brezka þingið lög sem mið-
uðu að því að veita Indverjum sjálfstjórn
í áföngum. Fyrsta skrefið var að fá Kon-
gressflokknum stjórnartaumana í einstök-
um fylkjum, en Bretar fóru með alríkisvöld.
30 milljónir Indverja fengu kosningarétt, og
innlendar fylkisstjórnir tóku til starfa víða
um landið. Brezkir embættismenn urðu að
temja sér hlýðni ekki síður en stjórnsemi.
Samstarf Breta og Kongressflokksins var
ekki snurðulaust, en gekk allvel um skeið,
þó stór hluti múhameðstrúarmanna undir
forustu Jinnah hefði klofið sig útúr flokkn-
um og heimtaði sérstakt ríki fyrir sig.
Þegar seinni heimsstyrjöldin brast á, voru
Indverjar í vanda staddir, því þeim var ljóst
að stjórn Breta, þó illþolanleg væri, var
hátíð hjá villimennsku harðstjóranna í Evr-
ópu. Gandhí var andvígur stríði, en gat
ekki hugsað sér að efna til samblásturs gegn
Bretum meðan þeir voru í rauninni að verja
siðmenninguna. Gandhí hét landstjóranum
siðferðilegum stuðningi við málstað Breta,
en kvaðst mundu halda áfram að prédika
kærleika og bræðralag. Honum var ljóst að
einstrengingsleg friðarstefna hans átti lítið
fylgi meðal leiðtoga Kongressflokksins.
Sjálfstæðisbarátta Kongressflokksins var
máttlítil á árunum 1939—41. Eftir árás Jap-
ana á Pearl Harbour var stríðið skyndilega
við þröskuld Indverja. Brezka stjórnin afréð
að láta lausa pólitíska fanga, en Gandhí lét
sér fátt um finnast. Hinsvegar sáu ýmsir
leiðtogar Indlands sér leik á borði að ganga
til liðs við Breta gegn loforði um fullt sjálf-
stæði. Stjórn Churchills gein við agninu og
sendi Sir Stafford Cripps, kunnan stuðnings-
mann sjálfstæðishreyfingarinnar, til að
semja við Gandhí, Nehru og aðra indverska
leiðtoga. Hann hafði meðferðis tilboð um,
að þeir hlutar Indlands, sem óskuðu þess,
yrðu brezk sjálfstjórnarnýlenda eftir stríðið.
Gandhí, Nehru og fleiri sáu, að í tilboðinu
fólst hvöt til múhameðstrúarmanna um að
slíta sig úr tengslum við Indland og til
prinsanna um að halda völdum í dvergríkj-
um sínum utanvið indverska ríkjasambandið.
Þeir vildu fá afdráttarlaus loforð um fullt
sjálfstæði, en slíkur „vitfirringarverknaður"
var Churchill fjarri skapi. Niðurstaðan varð
sú, að Kongressflokkurinn boðaði til nýrra
mótmælaaðgerða, þráttfyrir yfirvofandi inn-
rás Japana, og í ágúst 1942 voru Gandhí,
Nehru og aðrir leiðtogar flokksins fangels-
aðir.
Friðurinn var úti og magnaðar óeirðir
fóru einsog flóðalda yfir landið. Bretar
sýndu mikla hörku, fangelsuðu menn unn-
vörpum og beittu bæði vélbyssum og flug-
vélum. Báðir aðilar voru örvæntingu nær,
og í fyrsta skipti virtu Bretar að vettugi
hótun Gandhís um þriggja vikna föstu í
febrúar 1943. Almenningsálit í Bretlandi
var sammála landstjóranum, Linlithgow
lávarði, um að víst mætti Gandhí deyja ef
hann kærði sig um. En gamall andstæðing-
ur hans frá Suður-Afríku, Smuts hershöfð-
ingi, minnti Breta á, að Gandhí væri ekki
svikari, heldur „eitt af mikilmennum heims-
ins“. Gandhí lifði af föstuna, en var hafður
í haldi í tvö ár í höll Aga Khans. Þar létust
ástkær einkaritari hans og eiginkona (1944),
en sjálfur veiktist hann alvarlega af mýra-
köldu, bandormi og blóðleysi. Þegar halla
tók undan fæti hjá möndulveldunum í stríð-
inu, var honum sleppt úr haldi.
Hann átti viðræður við Jinnah, leiðtoga
múhameðstrúarmanna, til að fá hann ofanaf
hugmyndinni um sérstakt ríki, ,,Pakistan“,
en varð ekki ágengt. Eftir stríðið gerðust
þau stórtíðindi í Bretlandi, að stjórn Chur-
chills féll í þingkosningum, en Verkamanna-
flokkurinn undir forustu Attlees tók við
völdum. í stjórn hans voru margir ráðherrar
vinveittir Indverjum, svosem Pethick Law-
rence, Stafford Cripps, Aneurin Bevan og
Ernest Bevin. Aukþess voru margir Bretar
hlynntir því að hverfa frá stjórnarfari sem
byggðist á fangelsunum og þvingunum.
Sjálfir voru Indverjar svartsýnir, því það
var ekki siður að sigurvegarar í stríði létu
af hendi heimsveldi. í Indlandi mögnuðust
líka viðsjár og flokkadrættir milli hindúa
og múhameðstrúarmanna, sem leiddu til
blóðugra átaka, fjöldamorða og allsherjar
eyðileggingar. Þarvið bættust atvinnuleysi
og hungursneyð. Attlee sendi stjórnarnefnd
til Indlands í því skyni að safna upplýsing-
um, og átti hún marga fundi við Gandhí,
sem loks lét sannfærast um einlægni brezku
stjórnarinnar. En landið var á hraðri leið
útí algeran glundroða, sem nálgaðist borg-
arastyrjöld. Hinn 16. ágúst 1946 átti sér
stað hroðalegt blóðbað, þar sem óðir múha-
meðstrúarmenn myrtu 5000 manns og særðu
15.000. Hindúar svöruðu í sömu mynt. Mú-
hameðstrúarmenn létu næst til skarar skríða
í Austur-Bengal, eyðilögðu með skipulegum
hætti alla uppskeru hindúa, myrtu þá sem
ekki komust undan, brenndu hús þeirra og
musteri.
Þetta var Gandhí þungt áfall, og hann
afréð að halda á vettvang, þráttfyrir alvar-
leg veikindi. Hann settist að á versta ófrið-
arsvæðinu í Austur-Bengal, þar sem mú-
hameðstrúarmenn voru í meirihluta og ein-
ungis þrjár af 200 fjölskyldum hindúa voru
enn um kyrrt. Þar tók hann sér bólfestu
í húsi þvottakonu og reyndi að lægja ástríð-
urnar bæði í héraðinu og landinu öllu. En
árangurinn var takmarkaður. Tveim mán-
uðum síðar endurtók sama saga sig í Bíhar,
þar sem hindúar slátruðu múhameðstrúar-
mönnum í stórum stíl, og enn hélt Gandhí
á vettvang.
Á þessu skeiði tók stjórn Attlees eina af
hinum miklu ákvörðunum sögunnar. Hún
afréð að hrista Indverja uppúr ábyrgðarleys-
inu og tiltaka daginn þegar sjálfstæði lands-
ins yrði lýst yfir. Churchill spáði illu einu,
en Attlee sá að einungis einn maður kynni
að geta ráðið framúr vandanum þessa síð-
ustu mánuði. Sá var Mountbatten lávarður,
og hann tók við embætti landstjórans af
Wavel lávarði í marz 1947.
Mountbatten tókst með persónutöfrum
sínum, elju, lagni og kænsku að stýra
framhjá hættulegustu skerjunum. Hann hitti
Gandhí sex sinnum og Jinnah sex sinnum,
og honum tókst að fá þá til sameiginlegs
fundar þar sem þeir fordæmdu ofbeldi fylgj-
enda sinna. Nehru hafði sætt sig við skipt-
ingu Indlands sem óhjákvæmilegan hlut, en
Gandhí leit á hana sem svik. Hann vildi þó
ekki spilla samkomulaginu sem hafði náðst,
en mælti ekki orð af vörum daginn sem
skiptingin var ákveðin (hann „ræddi“ við
Mountbatten með blýantsstubbi og notuðu
umslagi). „Styðjið leiðtoga ykkar,“ sagði
hann eftirvæntingarfullum mannfjöldanum.
Hinn 15. ágúst 1947 urðu Indland og
Pakistan sjálfstæð ríki. Æviverk Gandhís
var fullnað, en hann var dapur og bar kvíð-
boga fyrir framtíð þjóðarinnar. Tveimur
dögum fyrir hinn mikla dag fluttist hann
inní hús múhameðsks verkamanns í hindúa-
hverfinu í Kalkútta og fékk talið leiðtoga
múhameðstrúarmanna í borginni, Suhra-
wardy, á að búa þar með sér í friði og ein-
drægni. Þetta hreif um sinn, og fólk af báð-
um trúflokkum dansaði jafnvel saman á göt-
unum. En hálfum mánuði síðar bárust fregn-
ir af hryðjuverkum í Panjab-fylki, og óður
múgur hindúa réðst inn til Gandhís og mis-
þyrmdi honum. Þá hóf hann nýja föstu, sem
skyldi standa þartil friður kæmist á. Enn
beit þetta gamla vopn, og Kalkúttabúar af
báðum trúflokkum skömmuðust sín.
En í Panjab var ástandið miklu ískyggi-
legra. Fimm milljónir síkha og hindúa voru
á flótta frá Vestur-Panjab til Austur-Panjabs,
og álíka hópur múhameðstrúarmanna flúði
í öfuga átt. Hungur, vonleysi, heimilisleysi
og beiskar minningar um ástvinamissi voru
hlutskipti þessa fólks, sem átti bágt með
að hlýða þeim fyrirmælum Gandhís „að
fyrirgefa og gleyma“. En hann lét ekki af
að prédika þennan sama boðskap. Þegar
hann kom til Delhí var borgin yfirfull af
allslausum flóttamönnum af báðum trúflokk-
um. Hann heimsótti flóttamannabúðir mú-
hameðstrúarmanna og talaði til þeirra með-
an á honum dundu ókvæðisorð og svívirð-
ingar; seinna tók hann þátt í múhameðskri
trúarhátíð. Margir hindúar voru honum líka
andsnúnir, og þegar hann hóf föstu til að
„hreinsa" sjálfan sig og binda enda á við-
sjárnar í Delhí, safnaðist stór hópur hindúa
fyrir utan gluggann hjá honum og söng:
„Gandhí á að deyja“. Þetta átti að verða
lengsta fasta hans, en það fór á annan veg.
Ró komst á í Delhí, og hann rauf föstuna.
Hinn 20. janúar 1948 var hann að ávarpa
bænasamkomu hindúa, þegar ungur hindúi
kastaði að honum sprengju, sem sprakk í
námunda við hann. Hann meiddist ekki og
bað lögregluna að taka ekki hart á þessum
„afvegaleidda unglingi“. Hann afþakkaði
lögregluvernd á bænasamkomunum. Tíu
dögum síðar gekk hann einsog venjulega,
studdur af tveimur frænkum sínum, útað
bænapallinum þar sem nokkur hundruð að-
dáenda hans biðu. Ungur maður ruddist
gegnum þvöguna að pallinum, hneigði sig
einsog hann væri að votta meistaranum
virðingu sína, dró upp skammbyssu og skaut
þremur skotum á stuttu færi. „Andinn
mikli“ (mahatma) hafði kvatt jarðlífið.
Enginn annar stjórnmálamaður 20. aldar
hefur vakið aðra eins virðingu, ást og aðdá-
un og Gandhí. í Indlandi er hann löngu
orðinn helgisögn, og utan Indlands fara
áhrif hans og álit sívaxandi. Þessi öld hefur
alið marga góða byltingarfrömuði og mörg
mikilmenni, en fáa sem voru að auki hrein-
hjartaðir og einfaldir í beztu merkingu þess
orðs. ♦
28