Samvinnan - 01.12.1969, Side 30
hömlu af því, sem mikill áhugi
er fyrir að framkvæmt verði.
Áætlanagerðin velur ekki aðeins
verkefni, heldur tímasetur þau
einnig og staðsetur. Síðastnefnda
atriðið, hvar hlutirnir eru gerðir,
skiptir oft engu minna máli en
hvenær og jafnvel hvort þeir eru
gerðir.
Fólk, sem býr í nágrenni fram-
kvæmda, hefur að jafnaði veru-
legra beinna og óbeinna hags-
muna að gæta af þeim, og nægir
að minna á, hve fasteignir hækka
í verði á gróskumiklum athafna-
stöðum. Hagsmuna- og þar með
stjórnmálaátök eiga sér því
mjög oft stað í sambandi við
staðsetningu atvinnufyrirtækja
og stofnana. Ákvarðanir verða
þess vegna gjarnan mun handa-
hófskenndari en efni standa til
að öðru leyti og eru oft teknar
án heildaryfirsýnar yfir viðkom-
andi atvinnuvegi og landshluta.
Kjördæmabreytingin hefur án
efa haft nokkur áhrif í þá átt að
skapa mönnum yfirsýn yfir
vandamál og skilyrði einstakra
héraða, þannig að nú verður
frekar en áður hlustað á hug-
myndir, er miða að heildarupp-
byggingu jafnhliða verkaskipt-
ingu innan stórra svæða. En meg-
inhluti nýrra atvinnuhátta og
annars nútímalífs miðast við þétt-
býli, eins og rætt hefur verið um
hér að framan. Aðaláherzluna
verður því að leggja á þá kjarna,
sem þéttbýlið myndar. Og í þessu
sambandi ber að hafa í huga, að
vissulega er ekki nóg að sjá fólk-
inu fyrir frystihúsum og síldar-
verksmiðjum til að halda uppi
mikilli atvinnu og háum tekjum;
það verður einnig að hafa góð
tækifæri til að eyða aflafénu í
samræmi við kröfurnar um stöð-
ugt bætt lífsskilyrði.
Höfuðborgarsvæðið
Þegar athuga skal, hvar skil-
yrði kunna að vera bezt á land-
inu til myndunar þróunarsvæða,
er rétt að lýsa nokkru nánar ein-
asta raunverulega þróunarsvæð-
inu, sem myndazt hefur, en eðli-
legt er að kenna það við höfuð-
borgina, Reykjavík, svo mjög
sem hún ber ægishjálm yfir aðr-
ar byggðir landsins. Raunhæfust
mynd af aðstöðu hennar fæst þó,
ef talað er um Stór-Reykjavík,
er nái yfir Reykjavík, Kópavog
og Hafnarfjörð auk Seltjarnar-
nes-, Garða- og Bessastaðahreppa,
að viðbættum meginhluta af Mos-
fellshreppi. Segja má, að allt
þetta svæði sé efnahags- og fé-
lagsleg heild og að verulegu leyti
sambyggt, enda mun það á næstu
áratugum mynda samfellda borg.
Á þessu svæði búa nú yfir 100
þúsund manns eða rúmur helm-
ingur þjóðarinnar.
Um mikilvægi höfuðborgarinn-
ar fyrir þróunarsvæðið á Suð-
vesturlandi og landið í heild þarf
ekki að fara mörgum orðum. Ekki
verður því mótmælt, að þjóðinni
var lífsnauðsyn að skapa ein-
hverja borgarmenningu. Án henn-
ar væru íslendingar enn þjóð fá-
tækra bænda og sjómanna, eins
og var um svo margar myrkar
aldir. Vöxtur Reykjavíkur hefur
gert íslenzku þjóðinni fært að
koma á fót ýmiss konar starfsemi
í atvinnu- og menningarmálum,
sem annars hefði ekki verið hægt.
Stækkun borgarinnar hefði því
ekki átt að vera mikið áhyggju-
efni. En með breyttum aðstæðum
er eðlilegt, að afstaða manna
breytist. Reykjavík og nágrenni
er á góðri leið með að geta boðið
upp á eins góð skilyrði til fjöl-
breytts atvinnulífs, menningar
og mennta eins og borg með 150
eða jafnvel 200 þús. íbúum. En
það er einmitt sú stærð, sem
Reykjavík gæti náð á næstu ára-
tugum. Því mun ör stækkun
Reykjavíkur í framtíðinni ekki
hafa sömu þýðingu fyrir þjóð-
félagið, eins og verið hefur,
enda fara nú fólksfjöldans vegna
að skapast skilyrði til myndunar
annarrar borgar í landinu auk
höfuðborgarinnar, og verður vik-
ið að því hér á eftir.
Þéttara vegakerfi gæti stækkað
þau svæði, sem yrðu innan
klukkutímamarkanna frá Reykja-
vik, en ekki má búast við, að
mikið verði af slíku, þar sem þá
yrði fljótlega komið upp á heið-
ar og í fjalllendi. Vel byggileg
landsvæði við sunnanverðan
Faxaflóa eru takmarkaðri en
margur hyggur.
Með því að gera ráð fyrir bíl-
ferju yfir Hvalfjörð og brú yfir
Borgarfjörð verða bæði Akranes
og Borgarnes innan tveggja tíma
aksturstakmarka frá Reykjavík,
og sýnist því eðlilegt, að megin-
hluti af allri byggð Borgarfjarð-
arhéraðs verði talinn til þróunar-
svæðis Suðvesturlands. Er þá eins
og á Suðurlandi hugsað til mjólk-
urframleiðslunnar og þeirrar
þjónustu, sem Akranes og Borg-
arnes geta veitt. Ennfremur mun
það styrkja aðstöðu efri byggð-
anna í Borgarfirði, að um þau
liggur þjóðbrautin norður í land.
Með þeim framförum í sam-
göngumálum, sem líklegt er að
verði á næstunni, má segja, að
flutningar innan höfuðborgar-
svæðisins verði greiðfærir allt
árið, enda liggja vegir þess að
mestu um láglendi. Helztu und-
antekningarnar eru Mosfellsheiði
og leiðin um Þrengsli, en þessir
vegir eru hæstir í 260 og 270 m
yfir sjávarmál, sem ekki er hátt
borið saman við ýmsa aðra fjall-
vegi landsins.
Verkaskipting innan svæðisins
verður skýr; þar er hinn stóri
framleiðslu- og þjónustukjami,
sem er höfuðborgin og nágrenni
hennar, og síðan eru aðrar sér-
hæfðari þéttbýlismiðstöðvar fyrir
austan, vestan og norðan, en utar
taka við víðlend landbúnaðar-
héruð. Keflavík, Grindavík og
Sandgerði byggja mest á sjávar-
útvegi. Sama gerir Akranes, en
þar er einnig um að ræða þjón-
ustu við nærliggjandi héruð.
Slíka þjónustu er þó enn frekar
að finna í Borgarnesi. í Hvera-
gerði er stunduð grænmetis- og
blómarækt, og Selfoss er aðal-
þjónustumiðstöðin á Suðurlands-
undirlendi. En allir þessir staðir
njóta mjög nálægðarinnar við
Reykjavík. Og þegar hugsað er
til aðstöðunnar í heild á þróunar-
svæðinu og raunar á öllu land-
inu, er það engin tilviljun, að
Reykjavík skyldi verða höfuð-
staður og fyrsta borg landsins.
Akureyrarsvæðið
Þegar mynda skal þróunar-
svæði utan Suðvesturlands, hlýt-
ur miðbik Norðurlands að koma
fyrst í hug. Þar er mannfjöldinn
mestur, atvinnulífið fjölbreytt-
ast, stærstur bær utan Reykja-
víkur og aðstæður að mörgu leyti
svipaðar og í höfuðborginni, með
minni bæi í nágrenninu og land-
búnaðarhéruð á báðar hliðar.
Bendir í rauninni flest til, að Ak-
ureyri sé eini staðurinn á land-
inu, þar sem hægt væri að mynda
fullkomlega sjálfstæða borg á
þessari öld aðra en Reykjavík,
enda myndi borg í nágrenni höf-
uðstaðarins verða mjög í skugga
hans. Á hinn bóginn er Akureyri
langt í burtu, og þar hefur þegar
skapazt mikilvægur grundvöllur
Mynd nr. 1: Dreifing ibúafjöldans á fslandi árið 186]. Þá voru landsmenn 66.987 talsins, en íbúar Reykja-
víkur 1444. Meginhluti punktanna táknar 50 manns, en á þéttbýlum stöðum eru tvenns konar stœrri
punktar, sem tákna 50—100 manns og 100—200 manns.
30