Samvinnan - 01.12.1969, Page 32
yfir meiri fjölbreytni vegna
landbúnaðarskilyrðanna þar. Eins
og landslagi er háttað á Austur-
landi, benda líkur til, að þar verði
aðalmiðstöð héraðsins að skiptast
á milli Egilsstaða og Reyðarfjarð-
ar, en milli þeirra eru 34 fcm um
Fagradal, þar sem vegurinn
kemst upp í 320 m hæð. Ætti sá
vegur að verða opinn meginhluta
ársins eftir þá endurbyggingu,
sem nú er lokið. Á Egilsstöðum
er miðstöð samgangna um Fljóts-
dalshérað, og þar er stór flug-
völlur. Við Reyðarfjörð er aftur
á móti ágætt hafnarstæði, þar er
nóg landrými fyrir verulega
byggð, og um staðinn liggja veg-
irnir til Eskifjarðar, Neskaupstað-
ar og Fáskrúðsfjarðar. Það hef-
ur staðið Austfjörðum verulega
fyrir þrifum, að þar hefur ekki
myndazt vísir að ákveðnum „höf-
uðstað“, svo sem Akureyri er fyr-
ir Norðurland og ísafjörður að
nokkru leyti fyrir Vestfirði.
Fjarðarheiði einangrar Seyðis-
fjörð og Oddskarð Neskaupstað.
Það skiptir því mestu máli að fá
endanlega úr því skorið, hvar
þéttbýliskjarnanum verður bezt
fyrir komið, og vinna síðan að
eflingu hans, eftir því sem að-
stæður leyfa. Austfjarðasvæðið
hefur bæði skilyrði til landbún-
aðar og útgerðar, en í sambandi
við hið síðarnefnda skipti síldar-
vinnsla til skamms tíma mestu
máli. Framtíðin verður svo að
skera úr því, hvort hægt er að
auka fjölbreytni atvinnulífs frek-
ar austan lands.
Snæfellsi.essvæðið er fámenn-
ast þeirra, er nefnd hafa verið
þróunarsvæði. Það er hér látið
ná frá Hellissandi að Stykkis-
hólmi, enda tengist norðanvert
Snæfellsnes vel innbyrðis með
veginum fyrir Ólafsvíkurenni.
Með endanlegri hafnargerð í Rifi
verður að telja víst, að þunga-
miðja útgerðarinnar og þar með
byggðarinnar á nesinu muni
flytjast þangað. En Stykkishólm-
ur ætti að geta veitt svæðinu ým-
iss konar þjónustu. Milli Rifs og
Stykk’shólms er um 80 km veg-
ur.
Vestmannaeyjar eru cm helzta
útgerðarstöð landsinr eg munu
vissulega blómgast áfra'i. En
líkur benda til, að sú auKumg,
sem hefði getað orðið í Vest-
mannaeyjum á fólksfjölda og
fjárfestingu, muni að töluverðu
leyti verða í Þorlákshöfn með
hinni nýju höfn þar. Fiskimið
þessara staða eru mikið til hin
sömu, en það hefur svo marga
kosti að búa á „meginlandinu",
ekki sízt til að njóta ýmiss konar
þjónustu, að Þorlákshöfn ætti að
vaxa miklu örar. Á hinn bóginn
eru Vestmannaeyjar svo þrótt-
mikill athafnastaður, að sjálfsagt
er að telja þær til þróunarsvæð-
anna, þótt sérstaða þeirra sé
augljós.
Mikilvægir athafnastaðir. Auk
þróunarsvæðanna sex, sem hér
hefur verið rætt um, eru merktir
á korti nr. 3 fjórir staðir, er
kalla mætti mikilvæga athafna-
staði. Vatneyri við Patreksfjörð
og Sveinseyri við Tálknafjörð
eru tengdar saman, og eru þar
fiskimiðin höfð í huga og þjón-
ustan við togarana. Blönduós er
miðstöð Húnvetninga, og Höfða-
kaupstaður (Skagaströnd) getur
reynzt mikilvægur vegna hugs-
anlegra síldveiða á Húnaflóa-
svæðinu. Á Raufarhöfn var lengi
ein bezt nýtta síldarverksmiðja
landsins, og staðurinn mikilvæg
söltunarstöð. Og frá Höfn í Horna-
firði er róið til fiskimiðanna úti
fyrir Cuðausturlandi, auk þess
sem móttaka ferðamanna getur
orðið mikilvæg atvinnugrein
þar.
Niðurlag
Að lokum skal enn lögð á það
áherzla, að til þess að hægt sé
að tala um fullkomið, samfellt
þróunarsvæði, verða samgöngu-
leiðirnar að vera greiðfærar öll-
um venjulegum farartækjum svo
til allt árið. Á þessu getur ein-
mitt verið misbrestur vegna snjó-
komu og leysinga, en stendur þó
víða til bóta. Það eru vissulega
ekki viðunandi samgöngur, þó að
þaulvanir menn geti flesta daga
brotizt á sterkum bílum ákveðn-
ar leiðir. Aðstæðurnar eru ekki
orðnar góðar, fyrr en almennir
borgarar geta farið leiðar sinnar
á eigin farartækjum flesta daga
ársins.
Þróunarsvæðin sex ásamt hin-
um fjórum athafnastöðum, sem
rætt hefur verið um, höfðu 1.
desember 1960 159.500 íbúa eða
90% þjóðarinnar, og hefur þeim
fjölgað að tiltölu síðan. Það eru
því ekki margir, sem skildir eru
útundan, ef svo mætti segja. Við
þessi 90% bætast svo að nokkru
leyti þeir, sem búa nálægt tengi-
brautunum milli þróunarsvæð-
anna, en af þeim brautum er
leiðin frá Borgarfirði að Skaga-
firði auðvitað langmikilvægust,
þar sem hún tengir saman höfuð-
borgarsvæðið og Akureyrarsvæð-
ið. Hér er að sjálfsögðu ekki ver-
ið að gefa í skyn, að 10% þjóð-
arinnar eigi engrar þjónustu að
njóta og þurfi sem fyrst að flytj-
ast til hinna 9/10 hlutanna. En
þjónustan við þessar dreifðustu
byggðir yrði eðlilega mun minni
en við íbúa þeirra svæða, sem
ákveðið væri að byggja örar upp.
Áætlanir um það, hve íslend-
ingar verði margir um næstu
aldamót, eru eðlilega nokkuð á
reiki, en oft er talað um 360—
380 þús. í þessu sambandi. Ef
Vestmannaeyjakaupstaður.
gert er ráð fyrir hærri tölunni
og svipaðri þróun og verið hef-
ur í fólksflutningum innan lands,
gætu „Reykvíkingar" vel verið
orðnir allt að 230 þús. eftir tæp
40 ár eða um 60% þjóðarinnar.
Lítil þorp og bæir geta aðeins að
takmörkuðu leyti hamlað á móti
slíkri þróun og þaðan af síður
dreifbýlið í sveitum. Önnur borg
er eina mótvægið, sem getur dug-
að. Og óneitanlega yrði það til
meiri hvatningar og öryggis og
myndi gera þjóðlífið fjölbreytt-
ara og skemmtilegra, ef önnur
borg tæki að vaxa í landinu.
Með hugleiðingunum hér að
framan er reynt að setja fram á
kerfisbundinn hátt tillögur um,
hvernig hafa megi jákvæð áhrif
á þróun byggðarinnar í landinu.
Áhrif sem í senn tryggi þrótt-
mikla byggð í öllum landshlut-
um, án þess að hamla gegn hag-
vextinum, og taki jafnframt sem
mest tillit til óskanna um stöð-
ugt bætta þjónustu í samræmi
við nútíma hugsunarhátt og lífs-
skilyrði. Svo yfirgripsmiklu efni
verða aðeins gerð lausleg skil í
einni grein. En sýnist mönnum,
að málefnið þurfi nákvæmari at-
hugana við á þessum grundvelli,
þyrfti að mynda umræðunefndir
sérfræðinga samgangna og at-
vinnulífs til að gera tillögur um
eðlileg þróunarsvæði og upp-
byggingu þeirra.
Valdimar Kristinsson.
32