Samvinnan - 01.12.1969, Síða 33
Byggðarkjarnar -
vaxtarmiðstöðvar -
samkynja sveitarfelög
Björn Stefánsson:
Hugtakið byggðarkjarni hefur
áunnið sér nokkra hefð í mál-
inu. ísafjörður er byggðarkjarni
við ísafjarðardjúp og hefur ver-
ið um langan aldur. Hugtakið
byggðarkjarni hefur oft verið
notað á sama hátt og hugtakið
vaxtarmiðstöð er notað í norsku
og ensku. Samkvæmt eðli máls-
ins er vaxtarmiðstöð miðstöð
fólksfjölgunar og annarrar
grósku í þjóðlífinu. Þar sem
landið var lengst af óbyggt og
síðan lengi einungis strjálbýlt,
hafa allir byggðarkjarnar verið
vaxtarmiðstöðvar í sínu umhverfi
á einhverju skeiði. Frá 1920 til
1930 var ísafjörður miðstöð
fólksfjölgunar við ísafjarðardjúp,
en fólki fækkaði í Bolungarvík,
Hnífsdal og Súðavík. Síðan hætti
ísafjörður að vera vaxtarmiðstöð,
og svo er komið á sjöunda áratug
aldarinnar, að fólksfækkun hef-
ur orðið á ísafirði síðan 1960,
en fólki hefur fjölgað nokkuð í
þorpunum þremur þessi ár. Á
tímabilinu frá 1920 hafa orðið
alger umskipti í byggðaþróun
þessara staða, en ísafjarðarkaup-
staður heldur áfram að vera
helzti byggðarkjarni við Djúpið.
Frá Noregi
Hér á landi hefur ekki verið
verulegur ágreiningur um það
um nokkurt árabil að byggðar-
kjarnarnir efldu þjóðlífið, og það
eins áður en orðið sjálft komst í
tízku. Sama máli gegndi í Noregi
alveg þangað til farið var að nota
hugtakið vaxtarmiðstöð á sérstak-
an hátt. Fyrir Stórþingskosning-
arnar 1965 studdu allir norskir
þingflokkar nema tveir minni
flokkanna þá skoðun embættis-
manna sveitarstjórna- og atvinnu-
málaráðuneytisins að beina bæri
fólksfjölguninni skipulega að fá-
um miðstöðvum í landinu, en
flokkarnir tveir vildu stuðla að
auknu mannlífi í öllum byggðar-
lögum. Rétt fyrir kosningar setti
þáverandi forsætisráðherra fram
þá skoðun að vaxtarmiðstöðvarn-
ar þyrftu að ná 30.000 íbúum til
að vera lífvænlegar. Varð þá uppi
fótur og fit, og kom fljótt leið-
rétting: Vaxtarmiðstöðvarnar
með upplandi allt að klukkutíma
bílferð frá miðstöðinni áttu að
hafa 30.000 íbúa. í önnum kosn-
inganna gafst ekki tóm til að
skýra hvernig sú tala var til
komin.
Til þess að íslendingar geti
áttað sig betur á hvað hér er um
að ræða, má benda á að vaxtar-
miðstöð með 30.000 íbúa innan
klukkutíma ferðar er fyllilega
helmingi fjölmennari en Akur-
eyri með upplandi sínu í Eyja-
firði og Suður-Þingeyjarsýslu,
þrefalt fjölmennari en Selfoss
með upplandi innan 50 kílómetra
fjarlægðar eftir vegi og tifalt
fjölmennari en Borgarnes með
upplandi sem ákvarðast á sama
hátt.
Þó að núverandi búseta manna
sé ekki út af eins illa löguð fyrir
slíkar vaxtarmiðstöðvar í Noregi
eins og dæmin sýna að hún er á
íslandi, þótti mörgum nóg um. í
rannsóknum, sem gerðar voru
um leið og kosningarnar fóru
fram, á viðhorfi kjósenda til mála
sem mikið voru rædd fyrir kosn-
ingar, kom fram að 11% þeirra
sem spurðir voru töldu rétt að
beina uppbyggingu landsbyggð-
arinnar að fáum miðstöðvum,
53% vildu að uppbyggingin gerð-
ist í hverju sveitarfélagi, en 36%
svöruðu ekki eða höfðu ekki tek-
ið afstöðu.
Eftir kosningar voru skjölin
lögð á borðið, hvernig embættis-
mennirnir höfðu fundið töluna
30.000 Þeir höfðu gert ráð fyrir
að fólk yrði að eiga kost á því
að sækja menntaskóla heiman
frá sér til þess að byggð héldist,
og að menn gætu sætt sig við
allt að klukkutíma bílferð í skóla
og úr á degi hverjum. Þannig
ákvarðaðist stærð upplandsins.
Síðan var áætlað hversu mikill
hluti unglinga mundi sækja
menntaskóla, hversu mikill hluti
íbúanna væri á menntaskólaaldri,
hversu margir nemendur ættu að
vera í bekk og hversu margar
deildir ættu að vera í skólanum.
Var þá hægt að reikna, hversu
marga íbúa þurfti til að sjá fyrir
nemendum í menntaskóla af fyrr-
greindri gerð, og reyndist það
vera 30.000.
Þegar þetta varð kunnugt sáu
menn á hversu haldlitlum for-
sendum hugmyndir sérfræðinga
um fólksfjölda í lífvænlegum
byggðarlögum eru reistar, enda
hafa embættismenn sveitarstjórn-
armálaráðuneytisins gengið hæg-
ar um dyrnar síðan í þeim efn-
um. Lífsskilyrði fólks í tilteknu
byggðarlagi eru háð svo mörgu,
svo sem náttúruauðæfum, mark-
aði, alls konar þjónustu, svo að
aðeins sé drepið á þrjú mikilvæg
atriði.
Það er hins vegar ekki til neinn
mælikvarði svo vitað sé, sem unnt
er fyrir utanaðkomandi fólk að
vega og meta hina einstöku þætti
lífsskilyrðanna eftir, og segja
síðan: Þetta byggðarlag er líf-
vænlegt, en hitt ekki. Þó að finna
megi tölfræðilega tilhneigingu til
að byggðarlög með svo og svo
mikinn mannfjölda vaxi hraðar
en önnur, þá eru undantekning-
arnar svo margar að ljóst er að
ekki er um neitt náttúrulögmál
að ræða í líkingu við þyngdarlög-
málið. Á íslandi eru til 100—300
manna þorp sem hafa undanfarið
reynzt lífvænlegri en hundrað
sinnum stærri bæir sums staðar
í Bandaríkjunum.
Skipulag að ofan eða að neðan
Sagan frá Noregi hefur orðið
mér tilefni hugleiðinga um það,
hvernig skipulag einstakra mála
getur ráðið örlögum byggðarlaga.
Eitt er það, og blasir það bezt
við, hversu afdrifaríkt það getur
orðið, ef skipulagning lands-
byggðarinnar er fengin í hendur
mönnum, sem starfa í nafni ein-
hvers konar menntunar, en hljóta
að taka mið af mælanlegum
hlutum, sem eru mjög laus-
lega tengdir alhliða mannlegum
þörfum. Þannig hugsuðu tals-
menn sveitarstjórnarmálaráðu-
neytisins í Noregi sér að sníða
byggðina eftir þörfum þess, sem
þá var talið fyrirmyndarmennta-
skóli.
Hitt er það, sem trúlega er
venjulegra og afdrifaríkara, að
skipulag einstakra mála er falið
embættismönnum eða öðrum
valdsmönnum, sem ekki eru verð-
launaðir af eða háðir fólki í
byggðarlögum af ýmissi gerð.
Hér er ekki rúm til að drepa
á nema tvö slík mál.
Ef skipulagning skóla og
kennsluaðferðir er ákveðið að of-
an og á þann hátt sem hentar í
því umhverfi sem fræðslumála-
stjórarnir lifa í, leiðir auðveld-
lega til þess, að illlíft verður ann-
ars staðar fyrir þá sem háðir eru
skólamenntun. Undanfarið hefur
orðið mjög ör þróun í kennslu-
fræði og komið fram nýjar áhrifa-
miklar kennsluleiðir sem oft
henta í fámenni. Lítið hefur bor-
ið á því, að slíkar kennsluleiðir
væru teknar í notkun hér á landi
undanfarið, og varla er ástæða
að búast við því að slíkar að-
ferðir verði teknar upp meðan
vald, frumkvæði og ábyrgð í
skólamálum er eins mikið í hönd-
um embættismanna í Reykjavík
og nú er.
Það eru til fámennar sjávar-
byggðir víðar í heiminum sem
búa við jafngóð fiskimið og ís-
lendingar, en menn, sem farið
hafa víðar en ég, fullyrða, að
annars staðar hafi ekki betur tek-
izt að nýta slík auðæfi í þágu
þeirra sem næst þeim búa. Ef
skipulag sjávarútvegs og fisk-
vinnslu hefði að því er varðar
tækni og afurðasölu verið sniðið
eingöngu eftir þörfum útgerðar-
staða eins og Akureyrar og Vest-
mannaeyja, eins og gert er víðast
annars staðar, hefði varla tekizt
eins vel til, og á ég þó alls ekki
við að allt sé eins og bezt verður
á kosið. Það er alveg spurning
hvort það, sem vel hefur tekizt,
hefur ekki gerzt án þess að menn
í „ábyrgðarstöðum" hafi vel vitað
hvað þeir voru að gera, og hef ég
þá sérstaklega í huga hina virku
þátttöku almennings á hinum
minni stöðum í útgerð og fisk-
vinnslu síðustu árin. Kem ég bet-
ur að því síðar.
Svona mætti lengi telja hvern-
ig það er komið undir sjálfsfor-
ræði og valdi fólksins á byggðar-
lögunum hvort tekið er í notkun
og jafnvel fundið upp það skipu-
lag og sú tækni sem hentar, en
skortur á slíku sjálfsforræði held-
ur aftur af slíkri þróun mála.
Hér kemur við sögu verzlunar-
löggjöf, iðnlöggjöf og margt
fleira. Þegar talað er um sjálfs-
forræði byggðarlaga í atvinnu-
málum og t. d. skólamálum, er
það ekki mannfjöldinn sem ræð-
ur því hvað teljast skuli byggðar-
lag í því sambandi. Það nær betur
tilganginum að telja byggðarlag
það svæði, sem er af þeirri stærð,
að íbúarnir geti á viðunandi
löngum tíma sótt innan svæðisins
þá staði, sem þeir þurfa til dag-
lega. Hér er fyrst og fremst um
vinnustaði að ræða. Hvað þykir
viðunandi tími er að sjálfsögðu
misjafnt. Mætti til viðmiðunar til
dæmis líta á, hvað fólk á Reykja-
víkursvæðinu þolir langar ferðir
á vinnustað án þess að þess gæti
í húsaleigu og íbúðaverði. Eins
og kunnugt er kemur þá ekki
aðeins til greina vegalengd, held-
ur einnig 'hversu greiðir vegir
eru og hversu tíðar áætlunar-
ferðir.
Vandkvæði við skipulagningu
Eins og er ráðast lífsskilyrði
og framtíð einstakra byggðarlaga
af ótal atriðum, sem enginn sam-
nefnari er til fyrir, sem skipu-
33