Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 34

Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 34
leggjendur gætu notað. í leit skipuleggjendanna að mæli- kvarða á lífsvon einstakra byggð- arlaga megum við vænta þess að þeir hafi tilhneigingu til að nota aðferðir sem eru ekki út af eins grófar og dæmið um skólavaxtar- miðstöðvarnar í Noregi er, en þó eitthvað í þá áttina. Við megum líka vænta þess að þeir sýni til- hneigingu í þá átt að treysta hver á annan, og að þá geti auð- veldlega farið svo, að það liggi við að segja megi: Jón sagði mér, en ég hafði áður sagt honum. í skýrslu embættismanna Príverzl- unarbandalags Evrópu, sem ný- lega hefur borizt út, segir að efling vaxtarmiðstöðva sé heppi- leg leið í byggðamálum, — og er þar vitnað til meðal annarra norskra embættismanna, — og að íbúafjöldi slíkra vaxtarmiðstöðva verði að vera 30.000 íbúar. Það var skemmtileg tilviljun að þarna skýtur upp kollinum sama tala og í Noregi. Það er því ekki þægilegt verk sem þeir hafa fengið sem eiga að segja til um og ákveða hvaða staðir eru lífvænlegir, nema í þeim löndum þar sem valdamenn eru hafðir yfir og óháðir gagn- rýni almennings. Skilyrði fyrir árangursríkri skipulagningu sem stefnir að því að mismuna mark- visst byggðarlögum er því að völdin séu sem minnst hjá al- menningi. Skipulagning sérrétt- inda tókst að nokkru á tímum hinna fyrstu dönsku einvalda á sautjándu og átjándu öld, þegar komið var á hinum svokölluðu bæjarsérréttindum í nýlendunni Noregi, en hefur að mestu mis- tekizt í Noregi síðustu árin, þrátt fyrir aukin áhrif stjóraveldisins. Tvenns konar vaxtarmiðstöðvar Vaxtarmiðstöðvum má skipta á grófan hátt í tvo hópa eftir því hvort vöxtur þeirra verður til þess að efla upplandið og gera það lífvænlegra eða hvort hann er orðinn til fyrir arðrán á upp- landinu. Dæmi um uppbyggilegar vaxtarmiðstöðvar eru mörg hér á landi. Þar ber mest á vinnslu- og viðskiptamiðstöðvum sveit- anna. Uppbygging Egilsstaða hef- ur verið studd fjárhagslega og á annan hátt af íbúum allra hreppa Fljótsdalshéraðs, svo að einn staður sé nefndur. Dæmi um hið gagnstæða er heldur ó- hægara að nefna hér á landi frá síðustu árum. Ég spái því hins vegar, að mjög auðvelt sé að spilla fyrir vexti slíkra miðstöðva eins og Egilsstaða, ef menn taka upp á því að tengja vöxt og við- gang Egilsstaða því, að þangað sé dregin þjónusta neðan af fjörðum. Ef farið verður að nota vöxt Egilsstaða sem afsökun fyrir því að dregið er úr lífsskilyrðum á fjörðunum, er ekkert eðlilegra en að fólk á fjörðunum ekki að- eins láti hagsmuni Egilsstaða lönd og leið, heldur beinlínis sjái þann kost vænstan að vinna gegn þeim. — Á Norðfirði eru nokkrar stofnanir og fyrirtæki sem þjóna öðrum byggðarlögum á Austfjörðum. Á meðan Norð- firðingar gera ekki kröfu til að njóta sérréttinda umfram aðra útgerðarstaði á Austurlandi um aðgang að fiskimiðum og lánsfé til atvinnuuppbyggingar, mega þeir miklu frekar en ella gera sér vonir um stuðning fólksins á hinum fjörðunum við eflingu þeirrar þjónustustarfsemi sem vísir er að í kaupstaðnum. Skipulagning sérréttinda- miðstöðva Þó að þéttbýli hafi lengi verið í vexti yfirleitt hér á landi, eru þess nokkur dæmi að þéttbýlir staðir hafi lagzt í eyði. Nýleg dæmi um þetta eru Hesteyri í Sléttuhreppi og Skálar á Langa- nesi. „Góðviljaðir" menn vilja sumir að „þjóðfélagið“ komi í veg fyrir að fólk glæpist á að festa fé og binda sig við slíka vonlausa staði. Fremsta nauðsyn er að sjálfsögðu á því að upplýsa fólk um þau lífsskilyrði sem bjóðast því og þá þurfa þeir sem upplýsa eiga fólk að vera upplýstir sjálf- ir. Verra er að átta sig á því hvernig „þjóðfélagið" á að geta í eitt skipti fyrir öll sagt við fólk: Þessi staður fær upp frá þessu enga opinbera fyrir- greiðslu. Þetta er af því að íbúar þeirra staða sem um ræðir eru hluti af þjóðfélaginu, og á meðan þeir hafa hagsmuna að gæta á sínum stað, munu þeir væntan- lega verja þá og treysta eftir föngum, bæði atvinnu og hús- næði. Það er sá hluti þjóðfélags- málanna sem við látum okkur mestu varða, hvert á sínum stað. Þar sem lífsvon hvers staðar er meira eða minna teygjanleg, er aðeins unnt í þjóðfélagi þar sem völd og áhrif íbúanna eru hverf- andi lítil að veita loforð til fram- búðar einhverjum hluta íbúanna um að ekki verði tekið tillit til óska þeirra. Slíkir skipulagserfiðleikar í landi með nokkru almennings- valdi koma enn betur fram, ef taka á upp þá stefnu almennt að efla sérréttindavaxtarmiðstöðvar. Það er nefnilega engin leið að skera úr því endanlega og til frambúðar, hvaða staður hljóti að verða vaxtarmiðstöð í tiltekn- um landshluta. Hvernig er það til dæmis með vestanvert Norð- urland? Ef Húnvetningar, Skag- firðingar og Siglfirðingar gera ráð fyrir því að aðeins einn staður í þessum landshluta eigi að vaxa og það á kostnað núver- andi atvinnu og þjónustu á öðr- um stöðum, má búast við lang- varandi skæruhernaði um fjár- veitingar og fyrirgreiðslu í lands- hlutanum, þar til augljóst verður og óumdeilanlegt, hver ber sigur úr býtum. Togstreita milli nágrannastaða um atvinnutæki og stofnanir er svo sem engin nýlunda. Sjaldnast eða aldrei hefur þó verið um að ræða líf eða dauða einstakra staða hér á landi í slíkri tog- streitu. Ef tekin yrði upp sú stefna að efla vaxtarmiðstöðvar með því að draga úr atvinnu- og þjónustuskilyrðum nágrannastað- anna, yrði togstreitan um miklu alvarlegri hluti. Á meðan ekki hefur verið endanlega ákveðið, hvaða staður skuli verða vaxtar- miðstöð, — og í landi þar sem almenningur hefur talsverð völd, verður það seint, — verður á- kvörðun um uppbyggingu hvers einstaks atvinnufyrirtækis eða stofnunar ekki aðeins spurning um þá atvinnu og þá þjónustu sem viðkomandi fyrirtæki eða stofnun mun veita, heldur vita menn að tilvera hvers nýs fyrir- tækis og hverrar nýrrar stofnun- ar er vog á lóðarskálina, þegar meta á hvaða staður skal verða vaxtarmiðstöð, og því getur slík ákvörðun verið spurning um framtíð allra þeirra atvinnufyrir- tækja og stofnana sem fyrir eru. Þegar málið er orðið svo alvar- legt, er hætt við-að menn skirrist einskis í baráttunni og standi fyrir fjárfestingu sem ekki hefði þótt koma til greina, ef allir vissu að ekki væri stefnt að því að dæma þá úr leik algerlega. Það verður ekki vitað fyrr en á reyn- ir, hvað slíkur stríðskostnaður verður mikill. Hvernig verða málefni Akureyrar landsmál? Óánægja fólks utan Reykjavík- ur, og að einhverju leyti Reyk- vikinga einnig, með vöxt Reykja- víkur og nágrennis er gömul. Nú seinustu árin hefur aukizt nokkuð umtal um að vænlegt væri að efla svo Akureyri til vaxtar að meira af fólksfjölguninni hafn- aði þar í stað þess að hafna í Reykjavík og nágrenni. Málið hefur stundum verið flutt þannig, að það væri ekki gott fyrir þjóð- lífið á neinn hátt að meirihluti þjóðarinnar safnaðist fyrir á ein- um stað og heilbrigðara jafnvægi kæmist á, ef Akureyri næði að vaxa myndarlega. Ég dreg það ekki í efa, að slíkt sé mælt af heilum hug af þeim sem svo tala, en mér þykir næsta ólíklegt að það séu slíkar hugmyndir um einhverja „heilbrigða“ dreifingu fólksfjöldans um landið, sem kyndi mest undir óánægju al- mennings með fólksfjölgunina í Reykjavík og nágrenni, eins og hún birtist í tali fólks um „Reykjavíkurvaldið" til dæmis. Hér er heldur um að ræða sjálfs- bjargarviðleitni fólks víða um land, sem vill verja og treysta atvinnu sína og sinna, eignir og þann félagsskap sem það á heima í. Hvort íbúar Reykjavíkur og ná- grennis eru 50 eða 55% þjóðar- innar skiptir minna máli en undir- stöðulífsskilyrði fólksins í hverju byggðarlagi. Það er því næsta ólíklegt að Rangæingar, Húnvetn- ingar eða Norðmýlingar sjái sér mikinn hag í því að fórna miklu af áhrifum sínum á þjóðmál til þess að efla Akureyri, ef efling Akureyrar er gerð að sérstöku máli, en leiðir ekki af almennum ráðstöfunum til eflingar atvinnu og bættrar þjónustu utan Reykja- víkursvæðisins Samkynja sveitarfélög Það má segja að atvinnulíf landsins sé ekki ósvipað veður- farinu, óstöðugt, jafnvel svipti- vindasamt, og útlitið oftast ó- tryggt þó að yfirleitt fari ekki illa. Allur atvinnurekstur, og þá ekki sízt öll útgerð og fiskverk- un, er alltaf annað veifið háður því að sérstakar ráðstafanir séu gerðar til að standast áföllin eða komast hjá þeim. Vegna þessara sviptivinda vill stöðugt koma upp ósamræmi rnilli getu atvinnufyr- irtækja og skuldbindinga þeirra. Stundum nær slíkt misræmi til alls landsins, en oft einungis til einstakra byggðarlaga eða at- vinnufyrirtækja. Til þess að draga úr misræininu hefur oftar og oft- ar farið svo, að íbúar viðkom- andi byggðarlaga hafa tekið á sig sameiginlega aukna ábyrgð á atvinnurekstrinum. Hefur þetta orðið með ýmsum hætti. Stund- um hafa sveitarfélögin tekið á sig alla ábyrgð af atvinnurekstr- inum. Dæmi um það er bæjar- útgerðin í Reykjavík. Stundum hafa hreppsfélögin verið aðaleig- endur í útgerðar- og fiskverkun- arhlutafélagi eins og á Stokks- eyri, og oft ábyrgjast sveitarfé- lögin lán til atvinnureksturs. Á flestum útgerðarstöðum hefur það því farið svo að sveitarfélög- in hafa fleytt atvinnurekstrinum áfram með einhverjum ráðum, þegar nauðsyn hefur krafið. Þetta hefur ekki orðið fyrir markvissa stefnu að ofan í þessa átt, held- ur fyrir það að hér hefur verið til stjórntæki, sem íbúarnir gátu notað til að leysa vanda sinn á eigin ábyrgð. Aðrar leiðir til að ná samræmi milli skuldbindinga 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.