Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 35
Akranes, Akrafjall og reykháfur Sementsverksmiðjunnar.
og getu voru ekki færar fyrir ein-
stök byggðarlög, svo sem að
lækka fiskverðið, lækka forstjóra-
launin, verkalaun eða vexti og
álagningu.
Eitt aðaleinkenni á sveitarfé-
lögum þeim, sem útgerðarstaðir
hér á landi eru í, er að þau eru
samkynja atvinnulega séð. Ósam-
kynja sveitarfélög með útgerðar-
staði með meira en 300 íbúa á
útgerðarstaðnum og meira en 200
íbúa utan hans eru ekki til hér
nema Vopnafjarðarhreppur og
Ölfushreppur með Þorlákshöfn.
Á öllum öðrum útgerðarstöðum
hefur allur þorri íbúanna haft
samstæða hagsmuni af því að út-
gerð og fiskvinnsla gæti haldið
áfram, og það hefur verið tiltölu-
lega augljóst að þau útgjöld sem
sveitarfélagið kynni að verða fyr-
ir af þátttöku sinni og ábyrgð í
atvinnurekstri þýddu fyrir flesta
íbúa staðanna að tekið væri úr
einum vasanum og látið í hinn.
Raunar á það einnig við um
Vopnafjarðarhrepp að hagsmunir
íbúanna eru ákaflega samstæðir,
þar sem byggðarlagið er afar ein-
angrað og atvinnulífið talsvert
samfléttað milli sveitarinnar og
byggðarinnar á Tanganum, en at-
vinnurekstur Þorlákshafnar er til
orðinn á sérstakan hátt, byggður
upp af Kaupfélagi Árnesinga og
Árnessýslu.
Norskur maður, Ottar Brox,
sem hér var á ferð í vor og kynnti
sér atvinnumál í fámennum sjáv-
arbyggðum, furðaði sig á þeirri
grósku og þeim lífskjörum sem
hann þóttist sjá í þeim, einkum
þegar hann bar íslenzkar sjávar-
byggðir saman við jafnfámennar
sjávarbyggðir í Norður-Noregi og
á Nýfundnalandi. Annað þótti
honum merkilegt, en það var
sjálfsforræði og ábyrgð íbúanna
í atvinnumálum, sem notuðu
hreppsfélögin til að leysa vand-
ann. Hann minntist þess, þegar
hann var að alast upp í litlu
þorpi í Norður-Noregi eftir síð-
asta stríð, að faðir hans, sem var
oddviti þar, þurfti að nota mik-
inn tíma til að eyða deilumálum
milli þorpanna í hreppnum, en
þau voru ein 8—10, og fólks-
fjöldinn líkur og í Suður-Múla-
sýslu. Hins vegar hefðu engin
tækifæri gefizt til að nota hrepps-
félagið til að efla atvinnulífið í
hreppnum, því að hagsmunir íbú-
anna voru ekki samstæðir. Þetta
máttleysi stafaði ekki, þóttist hann
sjá, af því að ósamstæðir hrepp-
ar hefðu verið sameinaðir, heldur
af því að þessi hreppur hafði frá
upphafi verið of stór út frá at-
vinnulegum þörfum héraðsins.
Það sem hafa þótt sjálfsagðir
hlutir hér á landi, verða merki-
legir hlutir í augum útlendings,
sem þekkir vel ástandið í sjávar-
byggðum í Norður-Noregi, Ný-
fundnalandi og eyjunum við
Skotland. Það er því fyllsta á-
stæða til að ræða málið nánar.
Hér er það ekki spurningin um
mannfjölda í einstökum hrepp-
um, heldur hvaða áhrif það hef-
ur þegar hreppsfélag nær yfir
fleiri byggðarlög, þar sem fólk
sækir vinnu og á heimili hvert
í sínu þorpi. Atvinnubætur á ein-
um stað hafa því takmarkað gildi
í hinum þorpunum. Þegar þörf
verður fyrir fyrirgreiðslu hrepps-
ins á einum stað, getur hending
ráðið því hvort þörf er fyrir
nokkra fyrirgreiðslu á hinum
stöðunum. Þar sem þær kvaðir,
sem fyrirgreiðslan getur lagt á
hreppinn, koma samkvæmt eðli
hreppsfélagsins á íbúana án tillits
til þess, hvort þeir búa á þeim
stað sem fyrirgreiðslunnar nýtur,
má alltaf búast við því, að full-
trúar þess fólks, sem ekki hefur
beina hagsmuni af málinu, beiti
sér gegn því. Hin leiðin er þó til,
að leita að málum sem þjóna
öðrum hlutum hreppsins. Reynir
þar á stjórnlist manna, en ólík-
legt er að svo standi á að þarfirn-
ar fyrir fyrirgreiðslu komi
fram samtímis eða sé yfirleitt
hægt að vega á sömu metaskál-
arnar. Það er þá hætt við því að
lausn málsins verði sú að ekkert
er gert. Á hverjum tíma kann
það að vera einungis minnihluti
íbúanna, sem hefur hagsmuni af
því að fyrirgreiðsla hreppsfélags-
ins sé hagnýtt, og þessi minni-
hluti hefur sjaldnast aðstöðu til
að gera samninga sem meirihlut-
inn getur treyst, um að styðja
aðra minnihlutahópa, þegar þeir
þurfa á því að halda, enda verður
það oft ekki séð fyrir hér á landi,
hvaða mál muni koma upp né
heldur hvaða minnihlutahópar
muni myndast.
í yfirliti því um sveitarfélög,
sem Unnar Stefánsson hefur gert
og lagt hefur verið fyrir Alþingi,
eru atvinnumálin sniðgengin.
Hugmyndir þær sem hann hefur
um verksvið sveitarfélaga virðast
teknar frá löndum, þar sem ann-
að hvort eru ekki þær sveiflur
í atvinnuskilyrðum, sem flest
byggðarlög búa við hér á landi,
eða frá löndum, þar sem mönn-
um hefur hreinlega mistekizt
uppbygging atvinnulífsins í þeim
byggðarlögum, sem búa við lík
skilyrði og þorri íslenzkra út-
gerðarstaða. Það eru allar ástæð-
ur til að ætla að skipan landsins
í umdæmi, þannig að grunnein-
ingarnar verði ósamkynja sveit-
arfélög, yrði hinn mesti fjötur
um fót framförum í atvinnumál-
um. Hitt er annað mál, að engin
ástæða er til að ætla Stöðvarfirði
eða Stokkseyri sömu verkefni
sem sveitarfélög og Siglufirði eða
Reykjavík, enda er það ekki gert,
og mætti ef til vill greina enn
betur þar á milli. Það sem skiptir
mestu í atvinnulegu tilliti er
möguleiki íbúanna á hverjum
stað til að taka á sig þær skuld-
bindingar, sem þeir sjá sér hag í,
án þess að eiga það á hættu að
verða stöðvaðir af fólki, sem ekki
á samstæða hagsmuni með íbú-
unum.
Það verður því að koma í veg
fyrir að fólki, sem ekki á alveg
samleið í atvinnumálum, sé flækt
saman í sveitarfélög, um leið
og vinna verður að því að til séu
þau samtök sveitarfélaganna,
hverju nafni sem samtökin nefn-
ast, sem geta leyst þau verkefni,
sem byggðarlögin eiga samleið
um. Skilyrði fyrir vel heppnuðu
samstarfi byggðarlaga að sameig-
inlegum hagsmunamálum er með-
al annars það, að skipti þeirra
séu á hreinu í þeim málum, þar
sem hagsmunirnir eru ekki sam-
stæðir. Skilyrði fyrir vel heppn-
aðri uppbyggingu Iandsbyggðar-
innar er því að hvert byggðarlag
hafi það fjárhagslegt sjálfsfor-
ræði, sem fylgir því að vera
hreppur eða kaupstaður.
Björn Stefánsson.
35