Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 36

Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 36
Lárus Jónsson: Mannfjöldaþróun og almenn byggðastefna á Norðurlandi Þróun byggðar á íslandi næstu ár og áratugi veldur miklu um efnahagslega og félagslega vel- ferð þjóðarinnar, bæði þeirra, sem búa úti um land, og einnig ekki síður þeirra, sem búa í þétt- býli höfuðborgarinnarog nágrenni hennar. Hagstæð byggðaþróun hefur í för með sér minni þörf á fjárfestingu í mannvirkjum og atvinnutækjum til betri nýtingar á auðlindum og landgæðum heldur en sú þróun byggðar, sem er fyrirsjáanleg, ef ekki verður leitazt við með þjóðfélagslegum aðgerðum að stýra henni inn á æskilegar brautir. Félagsleg vel- ferð þjóðarinnar er einnig mjög komin undir hagfelldri byggða- þróun. Byggðaþróun á íslandi næstu áratugi Á meðfylgjandi yfirlitsmynd er sýnd hver áhrif fólksflutningar hefðu á byggðaþróun í landinu næstu áratugi (1965—85), ef ekki verður beitt nýjum þjóðfélags- legum aðgerðum til þess að stjórna þessari þróun á svipaðan hátt og gert er við hagstjórn yf- irleitt. Efnahagsstofnunin hefur gert spá um fólksfjölgun árabils- ins 1965—85. Niðurstöðurnar eru sýndar á mynd nr. I, og er þá miðað við, að engir fólksflutning- ar eigi sér stað milli þeirra byggðasvæða, sem landinu er skipt í. Á mynd nr. II er á hinn bóginn sýnt, hver áhrif hliðstæð- ir fólksflutningar þeim sem áttu sér stað í raun milii 1960—65 hefðu á þessa þróun. Þessi mynd sýnir, að tii viðbótar því að f jölga ætti á Rvík/Reykjanessvæðinu um tæplega 48.000 manns, má bú- ast við aðflutningi rúmlega 14.000 manns þangað utan af landi, ef hefðbundin afskipti af þessari þróun eru látin duga, og myndi því aðeins fjölga annars staðar á landinu um tæplega 20.000 manns þetta tímabil. Þessi þróun hefði í för með sér ofvöxt og ofþenslu á höfuðborgarsvæðinu, sem nú þegar er nægilega mann- margt og öflugt sem miðstöð vís- inda, mennta, verzlunar og iðnað- ar fyrir landið allt. Þar þyrfti að byggja fleiri brýr yfir umferðar- hnúta og fleiri bifreiðastæði á mörgum hæðum, svo dæmi séu nefnd um óhagræðið, sem af hlytist. Á hinn bóginn fylgdi stöðvun í kjölfar þessarar þróun- ar á byggðasvæðum úti um land ásamt vannýtingu auðlinda og mannvirkja. Síðast en ekki sízt hefði þessi þróun fólginn í sér ennþá meiri misvöxt í fjarlægari framtíð, vegna þess að fólkinu fjölgar auðvitað meira þar, sem fleira fólk er fyrir, og öll skilyrði verða þar sífellt betri til áfram- haldandi vaxtar á öllum sviðum. Atvinnuþáttaskil valda vaxandi röskun Á síðustu tveimur árum hafa orðið þáttaskil í atvinnusögu þjóðarinnar. í stað þess að ein- staklega háar tekjur frá útgerðar- bæjunum úti um land höfðu mikil örvunaráhrif á byggð á viðkom- andi landssvæðum, stafa nú öfl- ugu9tu tekjustraumar í þjóðar- búskapnum frá stórframkvæmd- um á Suðvesturlandi. Þessi at- vinnuþáttaskil valda augljóslega auknum röskunaráhrifum á byggð, þótt þau eigi rætur að rekja annars vegar til óviðráðan- legs síldarbrests og hins vegar til brýnna framkvæmda, sem eru þjóðarbúinu í heild til heilla. Þegar þessi auknu röskunaráhrif eru höfð í huga, liggur í augum uppi, að ennþá brýnni ástæða er fyrir velferð þjóðarbúsins, að gripið sé til nýrra og öflugra aðgerða til þess að stýra byggða- þróun landsins inn á æskilegar brautir. Sérstaða Norðurlands Norðurland hefur mikla sér- stöðu í byggðaþróun landsins, eins og fram kemur á mynd nr. II. Þaðan kemur helmingur af því flutningsfólki, sem flyzt til Rvík/Reykjanessvæðisins um- rætt tímabil, eða jafnmargt fólk og frá Vesturlandi, Vestfjörðum, Austfjörðum og Suðurlandi til samans. Jafnframt eru á Norður- landi ákjósanleg skilyrði til þess að hafa róttæk áhrif til uppbygg- ingar og vaxtar og þar með djúp- tæk áhrif á alla byggðaþróun landsins. Þar er mesta þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins, og þar er almenn iðnaðarreynsla komin lengst á veg úti um land. Þessi sérstaða Norðurlands hef- ur að sjálfsögðu orðið ennþá þýð- ingarmeiri við þau atvinnuþátta- skil, sem orðið hafa í atvinnu- sögu þjóðarinnar og áður er iýst. Efling atvinnulífs á Norðurlandi, sem þar er grundvallarvandi, hefur því sérstaka þýðingu fyrir heildarhag þjóðarbúsins. Með örvunaraðgerðum í atvinnulífinu á Norðurlandi er unnt að hafa mestu og varanlegustu áhrif á byggðaþróun alls landsins, sem í sjálfu sér verður sífellt mikilvæg- ari við þær aðstæður, sem skap- azt hafa síðastliðin ár. Þessi nið- urstaða veldur því, að veruleg fjárfesting þjóðfélagsins í vaxtar- aðgerðum á Norðurlandi verður að teljast bæði nauðsynleg og hagkvæm þjóðarbúinu í heild. Nauðsynleg atvinnuþróun Norðurlands Síðastliðin tuttugu ár, eða nán- ar tiltekið árabilið 1945—65, hafa fólksflutningar frá Norðurlandi valdið því, að þar er nú rúmlega 11.000 manns færra en annars hefði raun á orðið, ef engir brottflutningar hefðu átt sér stað. Orsakir þessara brottflutn- inga eru margvíslegir, en felast þó að langmestu leyti í hægum vexti atvinnulífsins á Norður- landi samtímis því, sem atvinnu- lífið á vaxtarsvæði landsins hef- ur blómgazt og oftast skort mann- afla, m. a. við miklar hernaðar- mannvirkjaframkvæmdir, marg- háttaða þjónustustarfsemi, iðnað o. fl. Til þess að stöðva fólks- flutningana frá Norðurlandi þyrftu atvinnuvegirnir þar að geta tekið við fimm sinnum fleira nýju starfsfólki á ári heldur en verið hefur um skeið. Þar þyrftu að vera til um 250—300 ný at- vinnutækifæri á ári í stað þess að reynslan hefur orðið sú, að þau hafa einungis orðið nálægt 50 síðustu ár. Augljóst er, að þessi mikla stökkbreyting atvinnulífs- ins getur ekki orðið jöfn í hin- um ýmsu atvinnugreinum og byggðarlögum. Landbúnaðurinn mun ekki taka við auknum mann- afla að ráði. Afkastaaukning hans byggist á vélvæðingunni. Mjög svipað er að segja um fiskveiðar. Á hinn bóginn geta fiskiðnaður og annar iðnaður tekið við tals- verðum mannafla og þjónustuat- MYND I Mynd I: Fólksfjölgun á sex byggðasvæðum 1965—1985, án fólksflutninga (allt landið 81.430). Mynd II: Flutningsáhrif 1965—1985 sam- kvæmt reynslu áranna 1960—1965. Raunveru- leg fjölgun er mismunur á mynd I og II. Mynd III: Áhrif staðarvals stóriðju á mann- fjöldaþróun Norðurlands: Tilvik A: Fyrirtæki hliðstæðu við álverið í Straumsvík valinn staður við Eyjafjörð. Tilvik B: Sama fyrirtæki valinn staður á Suðvesturlandi. MYND II 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.