Samvinnan - 01.12.1969, Side 40

Samvinnan - 01.12.1969, Side 40
sveitarfélaga framt að teljast mikilvægt, að reglur þessar samræmist reglum þeim, sem ríkið setur um eigið reikningshald. Hvað um hina blönduðu mála- i'lokka í framtíðinni? A. Löggæzla Löggæzlukostnaðurinn er að hluta til í höndum sveitarfélag- anna, en ríkisvaldið fer þar með yfirstjórn svo og öll dómsmálin. Eðli málsins samkvæmt ætti rík- ið að fara eitt með öll þessi mál. Það má sýna fram á það, að gild- andi umdæmaskipting um lög- gæzlu er mjög óhagkvæm. Bend- ir margt til þess, að væri löggæzl- an í landinu endurskipulögð með hagsmuni heildarinnar í huga, þá myndu koma fram lögsagnarum- dæmi, sem engan veginn færu eftir sýslu- eða lögsagnarumdæm- um eins og þau eru í dag. Þegar tillit er tekið til stjórnunar, framkvæmdar og ábyrgðar, sem í þessu efni er allt í höndum rík- isins, þá virðist eðlilegt, að það hafi hér af einnig allan kostnað. B. Skólamál Menn eru almennt sammála um það, að framkvæmd og fjármála- leg ábyrgð, sem fari saman í einni hendi, tryggi mesta hag- kvæmni í nýtingu fjármunanna og sé betur til þess fallin að tryggja árangur starfsins. Það kemur því mjög til álita að sveitarfélögin annist í fram- tíðinni allt skyldunámsstigið, að öðru leyti en því er tekur til heimavistarþarfar, en sleppi þess í stað allri annarri framkvæmd og ábyrgð í skólamálum. Við stækkun sveitarfélaganna frá þvi sem nú er myndu skapast eitt eða tvö fræðsluhéruð í hverju sveitarfélagi í stað þess að nú eru þau flest ekki nema brot úr hagkvæmustu stærðargráðu fræðslu- eða skólahéraðs og verða að leita samvinnu við ná- grannana með misjöfnum ár- angri. C. He;lbrigðismál Um það finnast ekki ákvæði í lögum. hver skuli reisa eða reka sjúkrahús. En reynslan hefur sýnt það að sjúkrastofnanir verða ekki starfræktar nema á lands eða landsfjórðunga gnindvelli. Öðru máli gegnir um sjúkraskýli. Kostnaðurinn við stofnfram- kvæmdir á að koma frá sveitar- félögunum, en reksturinn á að vera tryggður fjárhagslega með sjúkratryggingum einum saman. Hitt er svo annað mál, hverjir greiða eiga sjúkratryggingarnar. Kemur þar án vafa gamli þrí- hyrningurinn: hinn tryggði, rík- ið og sveitarfélögin. Ýmis atriði Barnavernd, barnaheimili, heimilishjálp, málefni aldraðra svo og framfærsla, ef um bjarg- arskort er að ræða, eru allt verk- e!ni, sem sveitarfélögin væru bezt fær um að leysa ein af hendi. Hins vegar er það mjög þýðingarmikið, að hætt verði að höggva af tekjustofnum sveitar- félaga með lögbundnum framlög- um til ríkistrygginganna. Það myndi einfalda alla greiðslu- strauma mjög mikið, ef t. d. Jöfn- unarsjóður sveitarfélaga yrði lagður niður í staðinn í sinni nú- verandi mynd. Hér á undan hefur verið drep- ið á stærstu þætti verkefna, sem ríki og sveitarfélög fara sameig- inlega með. Auk þess heyrir til fjöldi smærri atriða, sem hér verða ekki talin. Þá væri full ástæða til að fjalla í þessu sambandi einnig um tekjustofna. Um þá skal ekki fjölyrt hér, en benda má á það, að í framtíðinni mun verða nauð- synlegt fyrir sveitarfélögin að ráða yfir tveimur höfuðtekju- stofnum: tekjuútsvörum og fast- eignasköittum. Þetta verður ljóst, þegar þess er gætt, hve mikill hluti útgjalda hvers sveitarfé- lags er beint tengdur velferð og þjónustu við einstaklinga annars vegar, t. d. fræðslumál, heilbrigð- ismál, íþróttir og ýmsa félags- starfsemi, og hins vegar hve mik- ill hluti er í hlutfalli við byggt svæði í þéttbýli, t. d. gatnagerð, holræsagerð, skipulagsmál, eld- varnir o. fl. Eftir sameiningu er vitað að í mörgum sveitarfélög- um verða bæði þéttbýlissvæði og strjálbýlissvæði. Þá verður nauð- synlegt að kunna að rata milli- veg í sköttum til aukins réttlætis, t. d. að íbúar í strjálbýli greiði út- svör eins og allir aðrir, en verði stórlega ívilnað í fasteignaskött- um. Tekjustofnamálin eru flóknari en svo að unnt sé að taka afstöðu til þeirra jafnframt hugleiðingum um breytt fyrirkomulag verkefn- anna. Niðurstaða: í stuttu máli má segja að stefna sveitarfélaganna sé fólgin í eftirfarandi: Á vegum sveitarfélaganna skal leitað skynsamlegra lausna um sameiningu sveitarfélaga. Sveitarfélögin eiga að annast alla þá þjónustu, sem telja má, að hlutfallslega jöfn þörf sé fyrir í hverju byggðarlagi og krefst meiri beinna tengsla við borg- arana heldur en þjónusta ríkis- ins. Sveitarfélögin fái tekju- stofna, sem samsvara verkefn- unum betur en nú er. Sigfinnur Sigurðsson. Bjarni Þórðarson: Tekjuöflun Inngangur Mér hefur verið sett það fyrir að skrifa greinarkorn um tekju- öflun sveitarfélaga. Ekki er það viðfangsefni þess eðlis, að grein um það geti orðið skemmtilestur, og ekki líklegt að aðrir leggi sig niður við lestur hennar cn sér- stakir áhugamenn um sveitar- málefni. Fyrirmæli um tekjuöflun sveit- arfélaga er að finna í lögum nr. 51/1964 um tekjustofna sveitar- félaga. Þar eru sveitarfélögunum fengnir eftirtaldir tekjustofnar: Fasteignaskattur. Aðstöðugjald (heimildarákv.). Framlag úr Jöfnunarsjóði. Útsvör. Auk þessa afla sveitarfélögin sér tekna með ýmsum öðrum hætti, svo sem vatnsskatti, hol- ræsagjaldi og hafnargjöldum. Þær tekjur eru oftast greiðsla fyrir selda vöru eða þjónustu, og oft er það svo, að tekjur af slíkri starfsemi standa ekki und- ir kostnaði við öflun þeirra, svo að t. d. vatnsveitur og hafnar- gerðir eru baggar á sveitarfélög- unum. Þá hafa fjöldamörg sveitarfé- lög efnt til áhættumikils atvinnu- reksturs á beinan og óbeinan hátt, svo sem útgerðar. Ekki er efnt til þess konar atvinnurekst- urs með gróðasjónarmið í huga, heldur fyrst og fremst eða ein- göngu af brýnni þörf til þess að viðhalda sæmilegu atvinnu- ástandi. Mörg sveitarfélög hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum af útgerð. Miklum hluta af tekjum sveit- arfélaga er ráðstafað af löggjaf- anum til ýmiss konar þjónustu við íbúana. Þær skyldur, sem sveitarfélögunum eru lagðar á herðar, eru m. a. bygging og rekstur rkóla, löggæzla, greiðsla framlaga til almanna- og sjúkra- trygginga. eldvarnir o. fl. Auk þess eru ólögboðnar skyldur, sem sveitarfélögin verða að takast á hendur — og á ég þar einkum við kaupstaði og kauptún — svo sem vegagerð, hafnargerðir, vatnsveitur, holræsagerðir, heil- brigðisþjónusta, sorphreinsun og margvísleg félags- og menning- arstarfsemi. Löggjafinn hefur algjört sjálf- dæmi um það, hvaða skyldur eru lagðar á sveitarfélögin, og hefur oft gengið lengra en góðu hófi gegnir í því að hlaða útgjöldum á sveitarfélögin, þar sem þeim er sjaldnast séð fyrir tekjum til að standa straum af auknum út- gjöldum. Hafa sveitarfélögin þá ekki átt annarra kosta völ en að auka álögur á þegna sína, eða takmarka önnur útgjöld að öðr- um kosti. Setja þyrfti hömlur á rétt löggjafans til þess að leggja ný útgjöld á sveitarfélögin, án þess að sjá þeim jafnframt fyrir auknum tekjum. Um útgjöld sveitarfélaganna mun ég ekki ræða frekar, þar sem það er utan ramma þessarar greinar. Hefði þó ekki síður ver- ið ástæða til þess að gera grein fyrir því, hvernig sveitarfélögin verja tekjum sínum, en þeirri hlið málsins, sem að tekjuöflun- inni snýr. Læt ég þá inngangi þessum lokið og sný mér að tekjuöflun- inni. Fasteignaskattur Skylt er hverju sveitarfélagi að innheimta fasteignaskatt af öll- um fasteignum innan sveitarfé- lagsins. Þó eru fasteignir, sem notaðar eru til sérstakra almanna- þarfa, s. s. skólar og sjúkrahús, undanþegnar fasteignaskatti. Fasteignaskattur er miðaður við fasteignamat og er 2% af fast- eignamati byggingalóða, 1% af matsverði húsa og annarra mann- virkja og 0,5% af matsverði túna, garða o. s. frv. Fasteignaskattur er því ekki háður verðlagsbreyt- ingum. Sveitarstjórn getur með reglu- gerð staðfestri af ráðherra á- kveðið að innheimta skattinn með allt að 200% álagi. Hafa fjölmörg sveitarfélög notfært sér þessa heimild og innheimta skattinn yfirleitt með 100% eða 200% álagi. Þau sveitarfélög munu þó fleiri, sem valið hafa hærri töl- una, og þau, sem á síðustu árum hafa farið inn á þessa braut, inn- heimta skattinn langflest með fullu álagi. Rétt er að taka það fram, að það eru ekki aðeins kaupstaðir og kauptúnshreppar, sem notfæra sér þessa heimild, heldur og fjölmargir hreinir sveitahreppar. Álagning fasteignaskatts Og annarra fasteignagjalda (vatns- skattur, holræsagjald) byggist á fasteignamatinu, sem tók gildi 1. apríl 1942, með þeirri breytingu, sem gerð var með lögum nr. 33/ 1955. Mat húsa, sem metin eru 40

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.