Samvinnan - 01.12.1969, Page 41

Samvinnan - 01.12.1969, Page 41
1 \ Álbrœöslan i Straumsvík og i baksýn þéttbýlissvœðin kringum Reykjavík. eftir að fasteignamatið 1942 tók gildi, er byggt á sömu reglum og það mat byggðist á. Má því fara nærri um hve raunhæft það mat er, þegar hafðar eru til hliðsjón- ar þær stórkostlegu hækkanir, sem orðið hafa á byggingakostn- aði, eftir að þær reglur voru sett- ar. En nú er unnið að nýju fast- eignamati og mun það verk nú vel á veg komið. Hinn 1. maí 1957 gekk í gildi samræmt fasteignamat byggt á lögum nr. 39/1955. Hækkaði þá allt fasteignamat, en mjög mis- jafnlega mikið eftir landshlutum og sveitarfélögum. Á því mati hefur innheimta fasteignagjalda síðan verið byggð. Samkvæmt lögum nr. 28/1963 skal aðalmat fasteigna fara fram fimmtánda hvert ár. Reynsla síð- ustu áratuga sýnir, að raunveru- legt verð fasteigna getur marg- faldazt á því tímabili, og er þá skattheimta samkvæmt matinu ekki í samræmi við rétt verð fasteignarinnar, né réttlætis- kennd manna. Úr þessum ágalla er bætt með því ákvæði í lög- unum, sem ekki var í eldri lög- um, að á fimm ára fresti skuli yfirfasteignamatsnefnd kanna, hvort fasteignaverð hafi breytzt verulega á tímabilinu, og reynist svo, getur ráðherra ákveðið breyt- ingu á fasteignamati til samræm- is við það. Tekjur sveitarfélaga af fast- eignaskatti eru mjög misjafnar eftir því hvaða sveitarfélag á í hlut. Þar sem fasteignamat er miðað við það gangverð, sem lík- legt er að fasteignir hefðu í kaup- um og sölum, er matsverð jafn- dýrra fasteigna — og þar með fasteignaskattur — miklu — svo ekki sé sagt margfalt — lægra í einu sveitarfélagi en öðru. Hæst eru fasteignir metnar í Reykja- vík, og litlu lægra í sumum öðr- um sveitarfélögum. í höfuðborg- inni eru líka flestar helztu stór- byggingar landsins, sem eðlilegt er, en af þeim greiðast háir fast- eignaskattar. Fyrir Reykjavík og allmörg sveitarfélög önnur er fasteignaskattur drjúgur og ör- uggur tekjustofn, en í mörgum öðrum sveitarfélögum skipta þessir skattar tiltölulega litlu máli fyrir tekjuöflun sveitarfé- laganna. Nokkuð hefur bólað á þeirri skoðun í röðum sveitarstjórn- armanna, að breyta ætti tekju- öflun sveitarfélaganna í það horf, að hún yrði að mestu eða öllu í formi fasteignagjalda, en ríkinu látnir eftir tekjuskattar. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta með öllu óhugsandi, nema þá að undangenginni mjög rót- tækri breytingu á allri skatt- heimtu í landinu og allri verk- efnaskiptingu milli ríkis og sveit- arfélaganna til samræmis við þá breytingu, sem yrði á tekjuöflun þeirra. Því er ekki að neita, að tekju- öflun í formi fasteignaskatta hef- ur einn mikinn kost: Tekjur sveitarfélaganna yrðu ekki háðar þeim sveiflum, sem nú eiga sér stað, vegna breytilegra tekna þegnanna frá ári til árs. Sú tekju- öflun mundi gera sveitarfélögum fært að gera — og standa við — langtímaáætlanir um fram- kvæmdir, en eins og málum nú er háttað, eru framkvæmdaáætl- anir meginhluta sveitarfélaganna í landinu gjörsamlega marklaus- ar, nema frá ári til árs (fjárhags- áætlanir) vegna þess, hve tekjur þeirra eru óvissar og breytileg- ar. Þetta er þó því aðeins hægt, að verðlag í landinu sé stöðugt, því ella gleypir verðbólgan sívaxandi hluta þess fjár, sem til fram- kvæmda væri ætlað. En þrátt fyrir þennan kost eru þau rök, sem á móti mæla, svo mörg og sterk, að mér sýnast allar bollaleggingar um að miða tekjuöflun sveitarfélaga við fast- eignaskatta eingöngu eða að mestu, að engu hafandi. Skal ég 41

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.