Samvinnan - 01.12.1969, Page 44

Samvinnan - 01.12.1969, Page 44
Egilsstaðakauptún - nýr byggðarkjarni í örum vexti á Suðurlandi og Vesturlandi. Þessi samtök eru liður í að færa sveitarfélögin nær hvert öðru, stuðla að aukinni samvinnu þeirra og skilningi á því, að þau séu öll í sama bátnum — að sameiginlegt markmið þeirra sé að veita þegnunum sem mesta og bezta þjónustu. Samtök sveitarfélaga í Reykja- nesumdæmi, sem nú þessa dag- ana eru að komast á 6. árið, hafa að minni hyggju sannað, að mikil nauðsyn er á samvinnu sem þeirri, er hér var stofnað til. Ekki er ætlunin hér að rekja þau fjölmörgu mál, sem samtök- in hafa fjallað um og ráðið til lykta. Það má segja að á ýmsan hátt séu sveitarfélög samtakanna á tveimur svæðum, annars vegar Reykjanessvæðinu sunnan Hafn- arfjarðar og hins vegar höfuð- borgarsvæðinu. Þetta hefur okk- ur verið ljóst og teljum að m. a. skipulagslega og atvinnulega verði að vinna í samræmi við þessar staðreyndir. Hvað félagsmál og menntamál snertir hefur ekki gætt neinnar skiptingar, og svo er um fleiri málaflokka sem sveitarfélögin hafa með höndum. Samvinnan í samtökunum hefur verið hin ákjósanlegasta í alla staði. Á höfuðborgarsvæðinu hefur verið komið á föstum fundum forsvarsmanna sveitarfélaganna, og er það mjög til bóta. Þar eru rædd sameiginleg hagsmunamál og leitazt við að finna sem far- sælastar lausnir þeirra á sam- vinnugrundvelli. Segja má, að þetta samstarf hafi hafizt í byrjun þessa ára- tugs, þegar stofnað var til sam- vinnunefndar um skipulagsmál, sem starfað hefur síðan. Ég tel víst, að stöðugt nánari samvinna um einstaka málaflokka hljóti að aukast hér á höfuðborg- arsvæðinu. Samstarf höfuðborg- arinnar, Kópavogs, Seltjarnar- neshrepps og Mosfellshrepps um brunavarnir hefur verið með á- gætum, svo dæmi sé nefnt. í athugun er að samræma skipulagsstörf sveitarfélaga höf- uðborgarsvæðisins — einnig hafa komið fram óskir um að heilsu- gæzlan og sjúkrahúsþjónustan verði samræmd á öllu svæðinu. Augljóst er að mínu viti, að allt höfuðborgarsvæðið verður að vera eitt og sama atvinnusvæði. Um þessar mundir er verið að ganga frá samkomulagi um lög- gildingu iðnmeistara, sem gilt getur fyrir höfuðborgarsvæðið allt. Upptalning á fleiri flokkum sveitarstjórnarmála mun aðeins sanna okkur, hve þörfin á víð- tækri samvinnu og samræmingu þeirra er brýn. Hvort þetta samstarf mundi leiða til samruna sveitarfélag- anna á þessu svæði, skal ósagt látið að sinni. Þar koma til ýmsir þættir ókannaðir, en sá veiga- mestur, að mér finnst, hvað heppilegt er að ein stjórnunar- eining sé stór. Hún má ekki verða það yfirgripsmikil, að hún missi sambandið við einstakling- inn, og ekki það smá, að kostnað- urinn við stjórnunina gleypi of stóran hluta teknanna. Eftir tæplega áratugs allnáin kynni af sveitarstjórnarmálum er mér æ ljósara, að það sem helzt skiptir mönnum í hópa í sveitarstjórnarmálum er, hvaða málafiokkum þeir hafa mestan áhuga á, félagsmálum, skólamál- um eða samgöngumálum, svo eitt- hvað sé nefnt, en ekki sú stjórn- málalega skipting, sem jafnan er kosið eftir. Því miður hefur þróun sveit- arstjórnarmála mjög gengið í þá átt hérlendis, að ríkisvaldið lög- bindur stærri og stærri hluta af tekjum sveitarfélaganna, svo að ráðstöfunarfé sveitarstjórnanna sjálfra fer síminnkandi og þar með tækifæri þeirra til sjálf- stæðari stefnu í málefnum sínum. Sveitarstjórnir eru í mun nán- ari tengslum við allan almenning heldur en ríkisvaldið og hafa betri aðstöðu til að fylgjast með þörfum og kröfum borgaranna. Þess vegna er sjálfstæði sveitar- félaganna forsenda lýðræðislegra stjórnarhátta. Raunin er hins vegar sú, þegar á heildina er lit- ið, að sveitarstjórnir eru mjög háðar stefnu ríkisstjórna á hverj- um tíma. Samband ísl. sveitarfélaga hef- ur beitt sér fyrir allítarlegum til- lögum um starfsskiptingu ríkisins og sveitarfélaganna, að því er varðar þjónustu við þegnana. Innan tíðar verða þessar tillögur sendar sveitarstjórnum til um- sagnar og síðan væntanlega tekn- ar upp viðræður við ríkisvaldið um þær að fengnu áliti sveitar- stjórnanna. Á þingi alþjóðasambands sveit- arstjórna, sem háð var í Vínar- borg á liðnu sumri, kom það greinilega í ljós, að velferð þegn- anna var lengst á veg komin, þar sem sveitarstjórnir og fjárhagur þeirra var ekki um of háður rík- isvaldinu og þar sem verkefna- skipting þessara tveggja þjón- ustuaðila var skýrust. Af framanrituðu vildi ég leggja áherzlu á þrennt, sem brýn nauð- syn er á: í fyrsta lagi samruni smæstu sveitarfélaganna, í öðru lagi síaukin samvinna stærri sveitarfélaga, í þriðja lagi skýrt afmörkuð verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga sem allra fyrst. Hjálmar Ólafsson. Magnús Einarsson: Egilsstaðakauptún var stofnað með sérstökum lögum frá alþingi árið 1947, og er það því aðeins 22 ára gamalt. Við stofnun voru í hreppnum 110 manns, þáver- andi íbúar kauptúnsins og fólk það er bjó á jörðunum, sem hreppnum tilheyra. Þær eru Egilsstaðir og Kollsstaðagerði, sem áður tilheyrðu Vallahreppi, og Eyvindará, Miðhús og Dalhús, sem tilheyrðu Eiðahreppi. Nokkuð var stofnun þessa kauptúns umdeild meðal héraðs- manna. Margir óttuðust og óttast enn, að tilvera þorpsins auki fólksflóttann úr nærliggjandi sveitum, sem vissulega hefur ver- ið nokkuð mikiil. Ég tel þessa skoðun byggða á miklum mis- skilningi, og mun sanni nær að hvorugt geti án annars verið, sveitirnar án kauptúnsins eða kauptúnið án sveitanna. Egilsstaðakauptún hefur tví- mælalaust gegnt mikilvægu hlut- verki í þá átt að hamla gegn fólksflótta af Héraðinu og Aust- urlandi. Mjög margir þeir, sem flutzt hafa úr nærliggjandi sveita- hreppum til kauptúnsins, hefðu annars flutt burt af Héraðinu. Auk þess er orðinn nokkuð stór sá hópur fólks, sem flutt hefur frá Reykjavík og öðrum stöðum utan fjórðungs til Egilsstaða, en það mun vera um 22% af íbúa- fjölda hreppsins miðað við 1. des. 1968. Fjölgun íbúa hefur verið mik- il og sérstaklega hin síðari ár. Árið 1957 voru þeir orðnir tvö hundruð og átta, 1960 tvö hundr- uð og áttatíu og 1. des. 1968 sex hundruð og þrjátíu. Atvinnulíf byggðist fyrstu árin nær eingöngu á verzlun og þjón- ustu við nærliggjandi landbún- aðarhérað. Hin síðari ár hefur svo risið upp nokkuð fjölmenn stétt iðnaðarmanna í þorpinu, og einnig hafa samgöngur og þjón- usta við ferðamenn orðið nokkur þáttur í atvinnulífi staðarins. Helztu atvinnufyrirtæki í kaup- túninu eru: Kaupfélag Héraðs- búa, sem rekur, auk verzlunar, mjólkursamlag, brauðgerð, tré- smiðju og slátur- og frystihús. Brúnás hf. er byggingarfyrir- tæki, sem rekur auk þess tré- smiðju og steypugerð. Þá eru tveir aðrir byggingarverktakar, þrjú bifreiða- og vélaverkstæði, prjónastofa, hraðhreinsun, röra- steypa, raflagna- og rafvirkja- verkstæði, tvær aðrar verzlanir, útibú Búnaðarbanka íslands, að- alstöðvar Rafmagnsveitna ríkis- ins á Austurlandi, Skattstofa Austurlandsumdæmis, afgreiðsla Flugfélags íslands og Flugmála- stjórnar og Landsímans. Auk þess hafa aðsetur á Egilsstöðum tveir héraðslæknar, einn dýra- læknir og framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austur- landi. Fram að síðasta ári hefur at- vinna verið næg. Nokkuð stór hluti vinnufærra manna eru iðn- aðarmenn, og hefur atvinna þeirra einkum byggzt á uppbygg- ingu í kauptúninu og á nærliggj- andi fjörðum, auk opinberra framkvæmda, svo sem skólabygg- inga á Eiðum og Hallormsstað. Meðan síldveiðar voru miklar við Austurland, ríkti mikil spenna í öllu atvinnulífi og ekki sízt í kauptúnunum við sjávarsíðuna, og var allt vinnuafl þar bundið við vinnslu síldarinnar. Komust heimamenn þar ekki yfir að framkvæma þá uppbyggingu, bæði á vegum einkaaðila og opin- berra, sem óhjákvæmilega varð að eiga sér stað. Nú hefur orðið mikill sam- dráttur í öllum byggingariðnaði, og síld veiðist ekki lengur við Austurland. Verður því að byggja upp annan atvinnurekstur í kaup- túninu, og hefur þegar verið haf- izt handa með því að koma á fót iðnaðarfyrirtækjum. Prjónastofan Dyngja hf. hefur hafið framleiðslu á fatnaði úr ull til sölu innanlands og er nú einnig farin að flytja framleiðslu sína út. Þá er verið að vinna að byggingu iðnaðarhúsnæðis á veg- um sveitarfélagsins, sem ætlað er fyrir rekstur skóverksmiðju. Það fyrirtæki, sem er hlutafélag með almennri þátttöku félaga og 44

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.