Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 45
Nokkurra ára gömul vetrarmynd frá Egilsstöðum.
einstaklinga í sveitarfélaginu og
víðar, var stofnað síðastliðinn
vetur og tekur væntanlega til
starfa snemma á næsta ári. Mun
það geta veitt fjörutíu til fimm-
tíu manns atvinnu.
Ef vel tekst til um rekstur
þessara fyrirtækja, er óhætt að
fullyrða að þau verða mikil lyfti-
stöng fyrir atvinnulíf staðarins
og vonandi vísir að miklu meiri
iðnaði. Það mun gilda hér sem
annars staðar, að iðnaðurinn
verður að taka við fólksfjölgun-
inni, því ekki er rúm fyrir mjög
aukið starfslið í öðrum atvinnu-
greinum. Ég mun þó minnast á
annan þátt, sem nokkrir starfa
þegar við, en gætu orðið fleiri,
en það eru samgöngur og þjón-
usta við ferðamenn.
Egilsstaðakauptún er þannig í
sveit sett, að það er þegar orðið
miðstöð samgangna á Austur-
landi, bæði í lofti og á landi.
Vegir milli staða innan fjórðungs
liggja hér um, svo sem frá Borg-
arfirði, Seyðisfirði og Vopna-
firði til Reyðarfjarðar, Eskifjarð-
ar, Neskaupstaðar og suðurfjarða.
Einnig leiðin til Suðausturlands-
ins um Breiðdalsheiði eða Öxi
og aðalvegurinn norður yfir Hóls-
fjöll til Norðurlands og Reykja-
víkur. Hér er aðalflugvöllur fyr-
ir Austurland og flugferðir milli
Reykjavíkur og Egilsstaða eru
daglega yfir sumartímann og alla
virka daga yfir veturinn. Skipu-
lagðar ferðir til flugvallarins eru
frá nærliggjandi kauptúnum og
kaupstöðunum tveim. Venjulega
er vegum til þessara staða haldið
opnum yfir vetrartímann, en sé
það ekki hægt, eru snjóbílar not-
aðir og raunar mestallan vetur-
inn á Fjarðarheiði til Seyðis-
fjarðar. Mikinn hluta vetrar er
vegurinn um Oddskarð til Nes-
kaupstaðar ófær, en þar er ekki
hægt að koma snjóbílum við
vegna bratta. Eru þeirra sam-
göngumál leyst með beinum flug-
ferðum til Reykjavíkur þann
tíma.
A síðastliðnu ári var tekin í
notkun ný flugstöðvarbygging á
Egilsstaðaflugvelli. Er þar nú
komin góð aðstaða fyrir starfs-
fólk og ferðafólk. Veitingasala
hefur verið rekin í Valaskjálf frá
því húsið var tekið í notkun árið
1966, og á næsta ári verður kom-
ið upp gistiaðstöðu í sambandi
við það. Einnig rekur Sveinn
bóndi á Egilsstöðum gistihús, og
á sumrin er skólunum á Eiðum
og Hallormsstað breytt í hótel.
Kaupfélag Héraðsbúa rekur sölu-
skála — ferðamannaverzlun —
þar sem verzlað er með flest það
sem ferðamenn þarfnast.
Þegar er því komin nokkur
starfsemi í kauptúninu í sam-
bandi við samgöngur og ferða-
menn, sem vonandi á eftir að
stóraukast. Til þess að svo verði,
væri áhrifaríkast að leiðin sunn-
an jökla opnaðist, en með til-
komu hringvegar í kringum land-
ið mundi ferðamannastraumur til
Austurlands verða mjög veruleg-
ur. Líta Egilsstaðabúar, ekki síð-
ur en aðrir Austfirðingar, vonar-
augum til þeirrar framkvæmdar.
Kauptúnið er tiltölulega mjög
barnmargt. Má í því efni helzt
líkja því við Kópavog og úthverfi
Reykjavíkur. Þetta leiðir til þess
að sífellt þarf að bæta við skóla-
húsnæði, og stendur til að hefja
byggingu við skólann næsta sum-
ar, ef fjármagn fæst til þess. Nú
í vetur eru í skólanum um 140
nemendur á skyldunámsstigi.
Ekki hefur enn reynzt kleift að
koma upp íþróttahúsnæði eða
sundlaug, en unnið er að bygg-
ingu íþróttavallar. Mörgum finnst
sú stefna forráðamanna íþrótta-
sjóðs hæpin að neita að styrkja
byggingu ódýrra íþróttamann-
virkja, t. d. skemma, þar sem vit-
að er að hvorki íþróttasjóður né
fámennari hreppsfélög ráða við
að byggja dýrar og miklar hallir
fyrir slíka starfsemi.
Undanfarin tvö ár hefur verið
unnið að byggingu kirkju, sem
er komin undir þak. Samþykkt
hafa verið lög um menntaskóla
á Austurlandi og fé verið veitt
til hans á fjárlögum. Hins vegar
hefur skóla þessum ekki enn ver-
ið valinn staður. Aðallega hefur
verið rætt um þrjá staði í því
sambandi, Egilsstaði, Eiðar og
Neskaupstað. Verði Egilsstaðir
fyrir valinu, eins og mjög mörg
rök mæla með, yrði það mikil
lyftistöng fyrir kauptúnið.
Árið 1966 var tekið í notkun
Héraðsheimilið Valaskjálf. Standa
að byggingu þess allir hreppar á
Fljótsdalshéraði, og er hlutur Eg-
ilsstaðahrepps 50% á móti hin-
um. Einnig hafa þessir sömu
hreppar haft samstarf um bygg-
ingu og rekstur sjúkraskýlis og
læknabústaða fyrir Héraðið. Von-
ir standa til að hér verði byggð
á næstunni læknamiðstöð; bygg-
ing elliheimilis, sem mörg sveit-
arfélög standa að, er í undirbún-
ingi. Fjármunir sveitarsjóðs hafa
að miklu leyti farið til þess að
koma upp hinum mest aðkallandi
þjónustukerfum, svo sem vatns-
veitu, skólpveitu, vegum og fram-
antöldum byggingum. Ekki hefur
reynzt kleift að leggja götur úr
varanlegu efni, en það eru mjög
fjárfrekar framkvæmdir.
Undanfarin ár hafa verið mikil
uppgripaár í sögu þjóðarinnar.
Mikil atvinna og peningaráð fólks
hafa leitt til þess, að það sezt
yfirleitt að þar sem mestir mögu-
leikar eru til kaupa á þjónustu,
skemmtunum og öðru, sem menn
sækjast eftir fyrir þá fjármuni
sem ekki þarf til venjulegs lífs-
framfæris. Nú þegar að þrengir
er annað, sem mestu ræður um
hvar menn velja sér búsetu, en
það eru atvinnumöguleikarnir.
Ef vilji er fyrir því hjá stjóm-
völdum að hafa áhrif á að dreifa
búsetu manna um landið, mun
tækifærið einmitt nú, þegar að
þrengir með atvinnu. Með því að
beina fjármagni til atvinnuupp-
byggingar út á landsbyggðina er
hægt að snúa þeim straumi við
sem legið hefur til höfuðborgar-
svæðisins. Staðir eins og Egils-
staðakauptún, byggðarkjarni mitt
í blómlegu landbúnaðarhéraði og
í hiarta Austurlands, mundu hafa
þar stóru hlutverki að gegna.
Atvinnulíf Egilsstaða mun í
framtíðinni byggjast á iðnaði,
ýmiss konar þjónustu og sam-
göngum. Ef tekst að tryggja
þessum þáttum eðlileg vaxtarskil-
yrði, er hægt að líta björt-
um augum á framtíð kauptúnsins.
Magnús Einarsson.
45