Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 51

Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 51
gerðu það óstarfhæft á sama hátt og flokks- kerfið. Á flokksþinginu í vor var ákveðið að hefj- ast handa að byggja kommúnistaflokkinn upp á ný frá rótum, en ekki er að sjá að farið sé óðslega að framkvæmd þess verk- efnis. Kann nokkru um að valda að gamlir flokksmenn, sem fengið hafa að kenna á kárínum rauðra varðliða, eru ekki ýkja fúsir að eiga aðra eins meðferð á hættu i annað skipti. Svo mikið er víst, að í opin- berum málflutningi er mikið kapp lagt á að hvetja reynda menn, sem urðu fyrir barð- inu á menningarbyltingunni en teljast ekki fylla flokk „ófreskja og afturgangna“, til að hverfa til ábyrgðarstarfa á ný. Ekki flýtir það heldur fyrir að flokkskerfið skríði sam- an á ný, að áköfustu maóistar í nýju flokks- forustunni vilja fyrir hvern mun búa svo um hnútana að menn sem þeir telja ósætt- anlega andstæðinga sína séu útilokaðir með öllu. Rauðu varðliðarnir, áhlaupasveitir maó- ista á fyrsta skeiði menningarbyltingarinnar, hafa verið illa leiknir eftir að forustan ákvað að markmiðinu með uppsteit þeirra væri náð og þeir væru til meiri trafala en gagns. Flokkadrættir komu snemma upp meðal mismunandi hópa rauðra varðliða, sem bjuggu um sig í ýmsum stofnunum, áttust illt við innbyrðis og töldu sig hverjir um sig hina einu sönnu menningarbylting- armenn. Varð það úr að verkamönnum var boðið út til að jafna um óstýriláta varðliða- hópa og hrekja þá úr vígjum þeirra. Síðan var ungmennunum smalað saman og þau send út á landsbyggðina í útlegð úr borg- unum, í sveitirnar að vinna bústörf, til fjalla að græða skóg eða út á eyðimerkur í vegavinnu. Flestir hafa varðliðarnir verið vistaðir meðal bænda. Þar með þykjast valdhafarnir slá tvær flugur í einu höggi, losna við frið- spilla úr borgunum og knýja hóp sem áður var ómagi á framleiðslunni til að rækta mat sinn sjálfur. Bændur hafa víða tekið þess- um óboðnu gestum fálega, og kvartað er yfir að unglingarnir noti fyrsta tækifæri til að strjúka aftur til borganna. Að vísu er manngrúi mikill í Kína, en merkilegt má heita ef þessi svikna kynslóð á ekki eftir að láta frá sér heyra í einhverri mynd þó seinna verði. Maódýrkun þessara ungmenna var hagnýtt til að láta þau rífa sig upp frá námi, og þau síðan notuð um tíma til pólitískra skítverka. Svo þegar dá- lætið stígur þeim til höfuðs og þau láta ekki lengur að stjórn, eru þau látin sæta svipaðri meðferð og óvinirnir sem þau voru upphaflega send að hrekja úr valdastöðum. Ekki bætir úr skák að í sumum sveita- héruðum Kína hefur menningarbyltingin leitt til ástands sem stappar nærri stjórn- leysi. Bændur hafa séð hvernig yfirvöld tóku við hvert af öðru eftir því hver ofaná var í valdabaráttunni í fylkinu í það og það skiptið. Endaði með því að bændur sáu að þeir gátu í rauninni komizt af yfirvalda- lausir. Ekki er að sjá að hér sé um vopn- aðar uppreisnir bænda að ræða enn sem komið er. Það auðveldar að leysa þennan vanda, að ákveðið var á flokksþinginu í vor að dreifa verulega ákvörðunarvaldi í atvinnumálum. Verður stefnt að því, að mynda efnahags- legar einingar sem eru sjálfum sér nógar um brýnasta varning, borg og sveit saman. Slík er vinnusemi Kínverja og dugnaður, að þrátt fyrir umrót menningarbyltingar- innar hefur ekki orðið mjög tilfinnanlegur samdráttur í iðnaðarframleiðslu, þótt eðli- legri aukningu hafi verið fórnað. Talið er að uppskera í haust hafi verið með betra móti, svo ekki sé hætta á matvælaskorti. Kommúnistar komust til valda í Kína, vegna þess að á áratugnum 1935—1945 tóku þeir forustu fyrir kínversku þjóðbyltingunni, sem hófst þegar síðasta keisaranum var steypt af stóli 1911. Markmið þjóðbylting- arinnar var tvíþætt, að ráða bót á neyð kínversks almennings og hrinda ásælni framandi heimsvelda. Þrátt fyrir mistök eins og stóra stökkið og viðskiptastríð af hálfu Bandaríkjanna, og Sovétríkjanna einnig síðari áratuginn í sögu Kínverska alþýðu- lýðveldisins, hafa orðið stórfelldar fram- farir í atvinnumálum og kjör alþýðu manna batnað verulega, þótt þar sé ekki hægt um vik sökum örrar fólksfjölgunar. í fólksfjölg- unarmálum hafa yfirvöldin verið tvístíg- andi, ekki komið sér til að reka eindreginn áróður fyrir getnaðarvörnum, heldur reynt að ná svipuðum árangri með því að hvetja ungt fólk til að draga það sem lengst að stofna til hjúskapar. Út á við hefur markmiðum kínversku byltingarinnar fleygt fram skjótar en ætla mátti. í öndverðu gerði kommúnistastjórn- in þar veruíega tilslökun. Til að ná banda- lagi við Sovétríkin voru þeim veitt forrétt- indi og ítök í Mansjúríu. Endi var bundinn á þau eftir dauða Stalíns, og aldrei viður- kenndu kínversku kommúnistarnir afdrátt- arlaust forræði Sovétríkjanna. Til vinslita dró með kommúnistisku stórveldunum, þeg- ar Krústjoff gerði sig líklegan til að ganga til víðtækra samninga við Bandaríkin upp á eigin spýtur án þess að taka tillit til að- stöðu og hagsmuna helzta bandamanns síns. Kínverjar neituðu að láta skipa sér skör lægra en öðrum stórveldum, og síðan hef- ur úlfúð aukizt jafnt og þétt, unz hún náði hámarki með vopnaviðskiptum á landa- mærum Sovétríkjanna og Kína í vor og sumar. Meðan menningarbyltingin stóð sem hæst lá utanríkisstefna Kína í rauninni í dvala. Sendiherrar voru kallaðir heim frá fjölda landa, þjarmað var hvað eftir annað að er- lendum sendiráðum í Peking og Sén Ji utan- ríkisráðherra átti um langt skeið fullt í fangi að verjast árásum rauðra varðliða á ráðuneyti sitt og sjálfan sig. Nú eru slíkar truflanir úr sögunni, og jafnframt eykst hættan á alvarlegum af- leiðingum deilunnar við Sovétríkin. Um það er engum blöðum að fletta, að bollalegg- ingar hafa verið uppi í hópi ráðamanna i Moskvu um kjarnorkuárás á Kína til að leggja í rústir stöðvar í norðvesturhluta landsins, tiltölulega skammt frá sovézku landamærunum, þar sem framleidd eru kjarnakleyf efni og smíðuð kjarnorkuvopn. Með slíkri árás gætu sovézkir hershöfðingj- ar gert sér von um að stöðva kínverska kjarnorkuhervæðingu, áður en hún er kom- in á það stig að Kínverjar séu færir um að gjalda í sömu mynt. Víst er að sovézkir talsmenn könnuðu hugmyndir sem gengu í þessa átt við suma fulltrúa á heimsráðstefnu kommúnista- flokka í Moskvu í sumar, og þær voru einn- ig settar fram í bréfum til nokkurra flokka í haust. Að einhverju leyti hefur auðvitað verið þarna um taugastríð að ræða í von um að skjóta Kínverjum skelk í bringu, en hernaðarviðbúnaður Sovétmanna við kín- versku landamærin er slíkur að þeim er ekkert að vanbúnaði að gera alvöru úr hót- unum sínum. Þótt kjarnorkuyfirburðir Sovétríkjanna gagnvart Kína séu miklir, er ekki þar með sagt að Kínverjar séu berskjaldaðir. í ófriði er vel líklegt að þeim tækist að rjúfa Síber- íujárnbrautina, og einangra þannig Kyrra- hafshéruð Sovétríkjanna frá öðrum hlutum ríkisins hvað varðar samgöngur á landi. Ekki er vafi á að sovézk leifturárás myndi sameina Kínverja til varnar, og þótt sovét- herinn sé betur búinn en sá kínverski er mannafli Kínverja fjórfalt meiri. Nú er komið á daginn að þeir hafa enn yfirhöndina á báða bóga sem afstýra vilja vandræðum. Fundur forsætisráðherranna Kosygins og Sjá Enlæ í flugstöðini í Peking hefur borið þann árangur, að sovézk samn- inganefnd er komin til höfuðborgar Kína. Fyrir henni er Kúsnetsof aðstoðarutanríkis- ráðherra, snjallasti samningamaður sovét- stjórnarinnar. Meginumræðuefnið í samningunum verð- ur að sjálfsögðu landamæradeilan. í raun- inni virðist ekki torvelt að leiða hana til Júnnan-búar fagna úrslitum niunda flokksþingsins og sigri þeirra Maós og Lins Piaós. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.