Samvinnan - 01.12.1969, Side 52

Samvinnan - 01.12.1969, Side 52
lykta. Kínverjar segjast fáanlegir til að við- urkenna landamærin sem keisarastjórnir landanna sömdu um á síðustu öld, enda þótt þar hafi verið um að ræða ójafnaðarsamn- inga af Rússa hálfu. Á móti fara þeir fram á að sovétstjórnin viðurkenni að þarna hafi verið um ójafnaðarsamninga að ræða, svo þá beri nú að gera að nýju á jafnréttis- grundvelli, og þar að auki vilja þeir að Sovétmenn láti af hendi svæði sem þeir halda framyfir samningsákvæðin gömlu, og er þar ekki um ýkja víðlenda skika að ræða. Þrátt fyrir það að svona lítið beri á milli í raun og veru, er allsendis óvíst að núver- andi valdhöfum í Kreml reynist auðvelt að brjóta odd af oflæti sínu að því marki sem þarf til að saman geti gengið. Það þýddi í fyrsta lagi að þeir viðurkenndu stórveldis- aðstöðu Kína sem ríkis, og í öðru lagi að þeir afsöluðu sér tilkalli til forræðis fyrir öllum öðrum ríkjum undir kommúnistiskri stjórn, en með því fóðruðu þeir innrásina í Tékkóslóvakíu í fyrra. Þrátt fyrir allt eru þó meiri líkur á að samkomulag í einhverri mynd takist en að í odda skerist. Ástæðan er meðal annars, að svo er komið að Bandaríkin veita Kín- verjum óbeinan stuðning í deilu þeirra við Sovétmenn. Eftir reynsluna í Vietnam eru bandarískir valdhafar gersamlega afhuga frekari hernaðarævintýrum á meginlandi Asíu, og það þýðir að þeir hljóta að miða við að jafna ágreining við Kína friðsam- lega þegar tímar líða. Þar að auki gætu Bandaríkin átt á hættu að dragast inn i átökin í Asíu, sem samfara yrðu friðslitum milli Sovétríkjanna og Kína. Nú sést því hilla undir það að Kína verði í verki viðurkennt eitt af þrem meginstór- veldum heims. Það bauð Bandaríkjunum byrginn í Kóreu og hrakti her þeirra frá landamærum sínum. Það hefur nú sýnt að það glúpnar ekki fyrir hótunum Sovétríkj- anna, og eins og er virðast horfur á að deilum við þau um landamæri verði ráðið til lykta með samningum á jafnréttisgrund- velli. Eftir slík málalok væri náð að fullu því markmiði að hrinda af Kína til fram- búðar ágangi og yfirtroðslum framandi ríkja; önnur meginvon frumkvöðla kínversku bylt- ingarinnar, sem fyrir sex áratugum hófu merki kínverskrar endurreisnar, hefði rætzt. Öðru máli gegnir um horfurnar fyrir draum Maó Tsetúngs um að Kína taki við af hinu úrkynjaða byltingarríki Sovétríkj- unum sem miðstöð og merkisberi heimsbylt- ingarhreyfingar. Hafi sú hugmynd nokkurn tíma átt sér lífsmöguleika, fóru þeir for- görðum í menningarbyltingunni. Á fyrsta skeiði erjanna við Sovétríkin naut Kína yfirlýstrar samúðar eða eindregins stuðn- ings þó nokkurra kommúnistaflokka sem máli skipta, svo sem flokkanna í Norður- Víetnam, Norður-Kóreu, Kúbu og Japan. Eftir að menningarbyltingin hófst breyttist þetta. Kínverjar reyndu að flytja menning- arbyltinguna út bæði til Norður-Kóreu og Norður-Víetnam, nágrannaríkja sinna, með þeim einum árangri að stjórnir beggja landa gerðust hlutlausar í deilu Kína og Sovétríkjanna, jafnframt því sem þær gerðu ráðstafanir til að reisa skorður við kín- verskri íhlutun um sín mál. Til opinberra orðahnippinga kom milli Kína og Kúbu. þegar Kínverjar gerðu sig líklega til að hefja áróðursherferð á eigin spýtur meðal Kúbumanna. Afstaða kommúnista á Indlandi til Kína er kafli út af fyrir sig. Þegar Kínverjar fóru sigursæla refsiherferð gegn Indverjum í Himalajafjöllum, klofnaði Kommúnista- flokkur Indlands út af afstöðunni til Kína. Það flokksbrotið, sem ekki vildi fordæma aðgerðir Kínverja, reyndist hafa verulega fótfestu í Vestur-Bengal, og eftir síðustu fylkisþingskosningar þar tók það þátt í myndun fylkisstjói'nar ásamt hinum komm- únistaflokknum og öðrum vinstrimönnum. Við það klofnaði úr flokknum lítil flís manna, sem vildu taka sér til fyrirmyndar kínverska kommúnista í menningarbylting- arham, og Pekingmenn voru ekki seinir á sér að lýsa þessa þýðingarlausu flokksnefnu hinn sanna kommúnistaflokk á Indlandi. Svipuð hefur raunin orðið annars staðar. Meðan rauðir varðliðar léku lausum hala, hneigðust stjórnleysingjahópar í nokkrum löndum Evrópu og Rómönsku Ameríku til fylgis við fámenn samtök maóista, en eftir að agi varð aftur boðorð dagsins í Kína skildu leiðir á ný. í ýmsum löndum Afríku hafði Kína aflað sér áhrifa með hefðbundn- um diplómatiskum aðferðum, en þau fóru víðast forgörðum, þegar reynt var að færa hófleysi og tillitsleysi menningarbyltingar- innar út á svið milliríkjasamskipta. Enn er ógetið stríðsins í Víetnam, sem um skeið náði allt að landamærum Kína og dregið hefur að sér athygli heimsbyggð- arinnar öllum öðrum atburðum fremur síð- ustu árin. Afstaða Kína upp á síðkastið til viðureignar nágrannaþjóðar sinnar við stríðsvél hins blóðþyrsta, bandaríska her- valds sannar svo rækilega sem verða má grunnfærni þeirra bandarísku valdhafa, sem þóttust sjá einn anga kínverskrar út- þenslustefnu í frelsisbaráttu víetnömsku þjóðarinnar og eru nú vel á veg komnir að baka Bandaríkjunum fyrsta verulega ósig- urinn í hernaðarsögu þeirra. Því fer svo fjarri að Víetnamar séu peð Kínverja, að þeir hafa þvert á móti gert lýðum ljóst að þeir eru staðráðnir í að varð- veita sjálfstæði sitt og ákvörðunarrétt fyrir nágrönnum sínum í norðri engu síður en öðrum. Er það í fyllsta samræmi við víet- namska þjóðarhefð, sem um aldir hefur haft fyrir kjarna hetjusögur um frelsisbar- áttu gegn kínverskum yfirgangi. Áður er þess getið, að Víetnamar hafa leitt hjá sér með öllu deilur Kínverja og Sovétmanna, síðan þær hörðnuðu fyrir al- vöru með menningarbyltingunni. En það er nú nánast aukaatriði. Það sem máli skiptir og tekur af allan vafa um hvers eðlis stríðið er af Víetnama hálfu, er að þeir hafa um árabil haft að engu margítrekaðar tilraunir Kínverja til að segja þeim fyrir verkum, bæði hvað varðar sjálfan hernaðinn og af- stöðuna til samninga um frið við Banda- ríkjastjórn. Og það sem meira er, ágreiningurinn hef- ur vaxið frekar en minnkað með árunum. Enginn getur það af Maó Tsetúng og félög- um hans skafið, að þeir eru meðal snjöll- ustu skæruhernaðarforingja sem uppi hafa verið, svo þeim er naumast láandi þótt þeir hafi ekki getað setið á sér að gefa nágrönn- um sínum það sem þeir sjálfir telja góð ráð í baráttunni við yfirlýstan óvin beggja. í ræðu og riti hafa þeir hamrað á þessum ráðleggingum til Víetnama: Þið eigið að draga stríðið á langinn, heyja sígildan skæruhernað með fámennum sveitum, aldrei fórna mönnum í stórorustum, reiða ykkur algerlega á eigin ramleik og ekki þiggja mikla utanaðkomandi (les: sovézka) aðstoð. Þessi ráð Kínverja hafa Víetnamar virt að vettugi eins og þau leggja sig. Þeir hafa ýmist beitt fámennum skæruflokkum eða stórum sveitum, ekki skirrzt við að taka á sig mikið mannfall í höfuðorustum og þegið með þökkum alla hernaðaraðstoð sem Sovét- ríkin hafa viijað í té láta. Mest bar þó á milli í fyrra, þegar Víet- namar afréðu að setjast að samningaborði með Bandaríkjamönnum. Málgögn Kína- stjórnar drógu enga dul á afdráttarlausa andstöðu hennar við þá ráðabreytni, gáfu í skyn að Víetnamar væru að ganga í sovézk- bandaríska gildru, og þegar engar fortölur nægðu hættu blöð og útvarp í Kína um skeið að ræða stríðið í Víetnam, eins og það kæmi Kínverjum ekki lengur við, úr því ráð Kínastjórnar væru að engu höfð. Nú er kunnugt að það voru Víetnam og Rúmenía í sameiningu, ríki sem gætt hafa hlutleysis í deilum stórveldanna, nágranna hvors um sig, sem komu á viðræðum þeirra Kosygins og Sjá Enlæ. Sannast þar enn einu sinni, að stórveldin sjálf geta, þegar einsýn stefna þeirra hefur leitt í ógöngur, notið góðs af því, að ekki skuli allir umhverfis þau telja sér skylt að dansa eftir þeirra pípu. Þróunin í Kína næsta áratuginn veltur að sjálfsögðu fyrst og fremst á því hvernig fer í viðræðunum við Sovétríkin. Þótt þær séu hafnar er málið ekki leyst. En fari svo að árekstri verði afstýrt, er framundan langt tímabil aðlagana milli stórveldanna þriggja, Bandaríkjanna, Kína og Sovétríkj- anna, áður en jafnvægi þeirra á milli kemst á. Gangur mála heimafyrir í Kína fer mjög eftir því hvort Maó Tsetúng heldur lengi enn heilsu og kröftum. Enginn annar hefði megnað það sem hann hefur nú gert, lagt i rústir sinn eigin flokk, af því hann taldi að hann væri orðinn hindrun fyrir fram- kvæmd helzta stefnuatriðis hans, byltingar- ummyndun þjóðfélagsins í jafnaðarátt. Það er reginmisskilningur að líta á menningar- byltinguna sem einskæra valdabaráttu mis- munandi hópa. Þar var tekizt á um grund- vallarsjónarmið, hvort hið æskilega væri mögulegt, hvort setja bæri hærra skjótan ávinning eða langsæ viðhorf. Baráttuaðferð- ir Maós gegn félögum sínum hafa verið ókræsilegar, en það er ekkert lítilmótlegt við markmið hans með menningarbyltingunni, að hindra að kommúnistabyltingin í Kína fari sömu leiðina og keisaraættirnar, sem tóku við hver af annarri með alræðisvaldi, unz fólkið þoldi ekki meira, steypti vald- höfunum af stóli, en fékk í staðinn nýja sem hófu sama feril aftur. Þetta gat gerzt vegna þeirrar kínversku hefðar að beygja sig fyrir valdinu gagnrýnilaust, þangað til valdníðslan var orðin með öllu óþolandi. Komandi ár sýna, hvort menningarbyltingin mikla hefur megnað að rjúfa þennan víta- hring. ♦ 52

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.