Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 55

Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 55
Evrópa öll og Asíu-hluti Sovétríkjanna, Ástralía og Nýjasjáland. íbúar þessa heirns eru tæpar 950 milljónir. Hinn heimurinn kallast ekki heldur fátæki heimurinn að ástæðulausu. Hann er að finna í Asíu, Afríku og Rómönsku Ameríku. íbúar hans eru um 2550 milljónir. Hlutur ríka heimsins í heims- tekjunum eykst og hlutur fátæka heimsins minnkar, á sama tíma og íbúum fátæka heimsins fjölgar að tiltölu meir en íbúum ríka heimsins. Tekjuaukning rika heimsins er meiri en sem svarar fólksfjölgun hans. Ríki heimurinn verður því stöðugt ríkari og fátæki heimurinn stöðugt fátækari. Ríki heimurinn er ríkur og verður stöðugt ríkari m. a. vegna þess að hann arðrænir fátæka heiminn og hefur gert það öldum saman. Kröfur fátæka heimsins um réttlátari skipt- ingu auðæfanna verða æ háværari. Hann heimtar það sem honum ber. Hann berst fyrir efnahagslegu sjálfstæði. Takist honum að ná því verður ríki heimurinn ekki eins ríkur og áður og stórveldin ekki þau stór- veldi sem þau eru í dag. Er hægt að búast við að fátæki heimurinn nái efnahagslegu sjálfstæði á þann hátt að ríki heimurinn viðurkenni óréttlætið og afsali sér með fús- „Lögreglukór Reykjavíkur." Lögregluaðgerðir i Miinchen. Uni vilja þeim auðlindum sem hann hefur lagt eignarhald á í fátæka heiminum? Er sennilegt að stórveldin, ef við tökum mið af atferli þeirra í dag, hafi siðferðisþroska til að skerða eigin auð og völd af tillitssemi við fátæka heiminn? Er ekki öllu líklegra að þau beiti valdi sínu til að halda órétt- lætinu við og jafnvel auka það? Stuðningur Sovétríkjanna við andspyrnu- hreyfingar víða um heim er meiri í orði en verki og oft einkar eigingjarn. Þau hafa hag af því að valdahlutföllum sé raskað Bandaríkjunum í óhag. Þau eiga sjálf von um að ríki sem brjótast til efnahagslegs sjálfstæðis lendi á áhrifasvæði þeirra. (Tak- markaður vilji.þeirra til að styðja sjálfstæð- isbaráttu undirokaðra þjóða sést bezt í Róm- önsku Ameríku. Þær skæruliðahreyfingar sem þar hafa barizt við ofurefli hafa ekki fengið annan stuðning en kaldar kveðjur. Aftur á móti gera nú Sovétríkin hvern við- skiptasamninginn á eftir öðrum við herfor- ingjastjórnirnar í þessum löndum og styrkja þær með því í sessi.) Sovétríkin hafa meiri áhuga á að auðgast á fátæka heiminum en að hjálpa honum til byltingar og sjálfstæðis. Bandaríkjastjórn fer ekki leynt með þá Berlin: „Ég grátbœni ykkur, lemjið ekkir — „Snautaðu heim til mömmu þinnar, vœlupoki.“ skoðun sína að allar andspyrnuhreyfingar, hvar sem er í fátæka heiminum og hverju nafni sem þær nefnast, séu stofnaðar til að vinna gegn „frelsi og lýðræði“ og þarmeð Bandaríkjunum. Þau hafa herlið útum all- an heim til að gæta hagsmuna bandarískra auðhringa og styðja við bakið á leppstjórn- um sínum. Þau hika ekki við að beita vopna- valdi ef hagsmunir þeirra eru í hættu. Og enginn kemur auga á væntanlega afstöðu- breytingu Bandaríkjastjórnar í þessu máli. Allt bendir til að stórveldin muni samein- ast í baráttu gegn fátæka heiminum um leið og hann verður nógu öflugur til að ógna hagsmunum þeirra. Þegar má sjá merki um þessa sameiningarviðleitni. Þau munu líta á sérhverjar þjóðfélagsbreytingar í fátæka heiminum sem byrjun á uppreisn gegn þeim. Þeim mun ekki ganga erfiðlega að réttlæta fyrir sjálfum sér nauðsyn ofbeldis til að kæfa þessar þjóðfélagsbreytingar í fæðing unni. Þau munu m. a. vafalítið grípa til samskonar raka og hvíti minnihlutinn í Suð- ur-Afríku og Ródesíu: Ef við sleppum tak- inu á þeim, gleypa þeir okkur. Stórveldin hafa þegar orðið sér útum réttari skilning á fátæka heiminum en hann hefur sjálfur. Þau eru æðri en hann. Við þetta bætist sú staðreynd að ríki heimurinn byggist nær einvörðungu af hvítu fólki, en sá fátæki af fólki með annan hörundslit. Þarsem kynþáttafordómar eru þegar fyrir hendi hjá stórveldunum, þá má gera ráð fyrir að þegar á herðir heyrist raddir um kynþáttayfirburði. Ríki heimurinn verður ekki einungis máttugur og ríkur, heldur líka hvítur, og fátæki heimurinn ekki einungis máttlítill og fátækur, heldur líka svartur, brúnn og gulur. Fasisminn verður án efa ekki minni við þetta. Einhvern kann að undra að ég geri ráð fyrir að ríki heimurinn sameinist allur gegn þeim fátæka. Er ekki von til að Norður- lönd, svo dæmi sé tekið, finni til sam- kenndar með fátæka heiminum? Ef við höf- um í huga hvernig þýzka borgarastéttin, kannski sú menntaðasta sem þá var uppi, leitaði skjóls hjá Hitler, þó hagsmunum hennar væri ekki ógnað neitt í líkingu við það sem ríki heimurinn á eftir að finna frá þeim fátæka, þá verður að teljast harla ó- sennilegt að nokkurt ríkt og hvítt smáríki hafi siðferðilegt bolmagn til að fara sinu fram í blóra við nánasta umhverfi sitt. ís- lendingar munu ekki kaupa vopn og senda svertingjum í Afríku að gjöf. Þeir munu ekki heldur gefa Bjaframönnum skreið um alla framtíð. Þeir munu halla sér að þeim sem eiga lengstu byssustingina og mesta efnalega velferð. 5 Til að átta sig á pólitísku ástandi er nauð- synlegt að kanna merkingu þeirra hugtaka sem stjórnarvöld og fjölmiðlunartæki nota yfir þetta sama ástand. Til að losa sig úr pólitískum blekkingavef getur verið nauð- synlegt að blása nýrri (eða ný-gamalli) merkingu í hugtök sem orðin eru velkt og slitin af misnotkun. Til að gera okkur grein fyrir hvorumegin byssuhlaupsins við komum til með að standa, þá er nauðsynlegt að blása skýrri merkingu í hugtak sem hægt er að nota yfir það pólitíska ástand er leitt getur til meira ofbeldis en sagan hefur hingaðtil getið um. ♦ 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.