Samvinnan - 01.12.1969, Síða 58
sepja þar sem jeg hefi kannaö ókunna stigu
og framandi lönd, en það er furða hvað jeg
hefi verið gisinn, næstum allt þaö fínasta
hefur sáldast í gegn um mig og jeg hefi ekk-
ert annað en grófu kornin og hismið eptir.
Ákaflega er jeg stundum hræddur um að
jeg sje ekki skáld, jeg þarf að vinna eitthvað
ærlega stórt til þess að hafa rjett til þess
að trúa því að jeg sje stór maður. Já þess
þarf jeg.
Ef jeg aðeins gœti
unnið stórar þrautir
stigið föstum fœti
fram á huldar brautir
gœti jeg rakið lífsins þúsund þœtti
þvingað gleði og sorg með orðsins mœtti
tryði jeg mínum Ijúfu leiðsludraumum.
Likt og Ijósið klífur
loptið morgunbjarta
eða ástin hrífur
óspillt meyjarhjarta
þannig eflaust ávallt skáldið kveður
orð og hugsun Jram i leiðslu treður
vœri jeg aðeins einn af þessum fáu.
Jæja Þórður minn látum oss ræða um
dýraiækningar. Jeg hefi fengið styrkinn og
fjekk þegar inngöngu á skólann; til þess að
fá hana er nægilegt að hafa 75 stig í fjórða-
bekkjar „fögum“ og 4 í dönskum stíl. Mjer
líkar vel námið. Það stysta sem gjört er ráð
fyrir að menn sjeu að lesa dýralækningar er
4% ár og var það lengur en jeg bjóst við,
en það gjörir auðvitað ekkert, fyrsta árið
lesum við „Canthusuna", hún er hjer um bil
alveg sú sama sem læknar lesa. Til þess að
vera aðeins 4% ár verð jeg að taka „Cant-
husuna" (þú fyrirgefur jeg man ekki fyrir
víst hvernig „Canthusa" er skrifað) á ári,
en það er lítið meir en helmingur sem gjörir
það, vonast jeg til að verða ekki með þeim
linari.
Styrkinn er sjálfsagt fyrir þig að sækja um
svo framarlega sem aðrir hafa eigi þegar
gleypt stykkið, áður en þú ert fær í orustuna,
en komist þú á annað borð fram á vígvöllinn
þá efast jeg eigi um að þú vinnir kransinn,
þótt fleiri vildu hafa.
Jeg veit um menn hjer sem eru að hugsa
um að sækja um styrkinn, annar er Kristján
Thejll en hinn er Siggi svarti Guð, þó er
það eigi víst og ekki skalt þú halda því mjög
á lopti.
Nei nú sný jeg við blaðinu og tek að kveða,
það er ekki að tala um annað, þú skalt fá
það eins og það kemur þó það jafnvel fari
svo að rímið sje i annarri hvorri vísu.
Ótal margt sem augun líta hjer
efni vœri í margar stórar sögur
fannst mjer ósjálfrátt er leit jeg land.
Hallir þœr sem blöstu móti mjer
mörkin dökka og rafurljósin fögur
voru líkt og tálfrítt töfraband.
Svo gekk jeg í land og var glaður í hug
hjer gat jeg þó sjeð einhver spor eptir dug
hver einasti steinn bar þess órœkan vott
aö aflmikið þrek hafði raðað þeim niður
úr fjarlœgum stað var hver fluttur brott
mjer fannst sem jeg skildi hvað þjóðirnar
styður.
Mjer fannst jeg horfa á handleggsvöðva
stinna
er hreifðu i lyptivjelum þunga steina
mjer fannst jeg skylja aö það eina, eina
sem allir þurfa er holl og gagnleg vinna.
í lystigarðinum Ijek jeg mjer
sem lifsglaður fuglinn í greinum háum
jeg sá hversu fagurt í Edinborg er
og ósjálfrátt gleimdi jeg sjálfum mjer
mjer fannst sem jeg liði mót himninum heim.
Hefur þú sjeð á degi sumarbjörtum
sólroðna stöðutjörn er augað kœtir
hver sá er aldrei o’ní vatnið gœtir
aldrei sjer það er hylst á botni svörtum.
Líkt fór mjer augað aðeins gylling sá
afvanur rökkri þoldi’ eg naumast birtu
steinskreyttar hallir alla innsjón girtu
allt það sem veggir geimdu hulið lá.
En auga mitt vandist við birtuna brátt
og birtan varð hismi er hallaði af degi
og hálfnöktu börnin á helköldum vegi
lijartanu sögöu að lífiö var eigi
hreint (hátt) jafnt sem íslenzka heiðloptið
blátt.
Og þegar jeg sá þetta skinandi skraut
þá skildi jeg að margur i glœpum sekur
þá skildi’ eg að hatur og hefndargirnd rekur
hungraða veslinga á lastanna braut.
Uppá haugum rósir rauðar tœrast
i rot'ni moldu sprettur sjaldan lilja
það er ekki œtíð nóg að vilja
eldur bjartur þarf a) lopti að nœrast.
Það er Ijett að kœfa kvisti veika
kuldabyljir margar fjólur taka
hitinn getur lœknað blómrós bleika
blíðan hatrið þýtt sem eigló klaka.
Eins og kramin blóm til Ijóssins langa
langar vinum fyrrta í bliðu hót
því er skylda að þerra af votum vanga
vinur sjerhvert tár er skín oss mót.
Þegar jeg minnist allra aumra og grœtta
óðar tendrast bál í sálu minni.
Nóg hefi jeg talað, mjer er mál að hœtta
mundu’ að skrifa langt í nœsta sinni.
Þinn vinur Jóhann Sigurjónsson.
Kaupmannahöfn 6. febr. 1900.
Old fellow.
I am very sorrow for that X did not get a
lettre with the last „Steamer“ and I am
angry, dit Bæst. Ich will dir nur ein sehr
kurz Brief schreiben et tua neglectio causa
est. J’ai bon appetit et je suis bien. Fanden
gale mig, Satan portere mig, nu snakker jeg
norsk osos, tosos, posos. Nú held jeg að þjer
líki gárunginn þinn, mannstu eptir því þegar
þú skrifaðir mjer frá Sveinstöðum, og jeg vesa-
lingur varð að sitja með sveittann skallann
yfir rammsnúnum latínuklausum. Um líðan
mína getur þú sjeð í frönskunni! Jeg er orð-
inn heldur þjettur í þeirri vísindagrein, meira
að segja jeg byrjaði að lesa skáldsögur á því
skáldamáli, en jeg er ekki búinn með meira
5 og 3/4 blaðsíður enn. Það er mikil guðs-
blessun að pappírinn er vel strikaður svo að
jeg get skrifað það allt fyrir ofan, sem jeg
sleppi úr, án þess að það verði línuskakkt.
Hvað viltu fá að frjetta? Nú er jeg auð-
vitað moderne andatrúarmaður og nú er jeg
búinn að senda sálu þinni skeyti, bráðum
kemur víst svar; bíddu nú við, jeg legg aptur
augun — þankastrik.
Mig þyrstir að heyra eitthvað hjartnœmt
frá þjer
œ hrœr þú við strengjunum þínum
OG SEND ÞÚ NÚ VINUR MINN SÁLUNNI
í MJER
því sífellt hún hrekst upp við boða og sker
einhverja lœkning við óróa sínum.
Ekki vantar það skáldlegt er það og skjall
er það, en djeskoti skalf i þér röddin þegar
þú varst að tala um boða og sker.
Mjer er sem jeg sjái hann Kossuth það er
að segja þig, nei þetta dugar ekki lengur,
nú ert þú orðinn mátulega hýrður af reiði
til þess að brenna brjefið áður en þú ert á
enda kominn, en það vil jeg einmitt helzt,
það er þjer mátulegt letidraugur, auðvitað
er jeg engu betri en jeg fjekk skammarbrjef
frá svo mörgum með seinasta pósti fyrir leti
að það gildir einu þó þú fáir ögn líka, enda
verð jeg að hella þeirri súru misu, sem er í
minni andans kollu (getur nokkur annar en
skáld mælt svo viturlega?) yfir hauskúpuna
á einhverjum, því annars verður hún með
tímanum að tómri miglu. Orður og titlar o.
s. frv. Steingrímur Þorsteinsson (ef þú vilt
getur þú breytt Þ í Th) Dannebrogskross eða
riddarakross?
Þú sjerð að jeg held upp á fá orð og mikið
efni, það er nútímans skáldskapur. Jæja
Þórður, jeg er annars í alvöru að tala allur
að úthverfast, en hvað gjörir það þó að sæ-
pylsu sje snúið við, þá verður maginn að húð,
húðin að maga og þær lifa jafngóðu lífi
eptir sem áður.
í þetta sinn færðu ekki meir.
Líði þjer vel.
Þinn einlægur Jóhann Sigurjónsson.
Kaupmannahöfn 13. okt. 1900.
Kæri vinur.
Beztu þökk fyrir brjefið þitt, jeg fjekk það
í gærkvöldi. Það gladdi mig að heyra að þú
fjekkst færi á að ferðast um fyrir útlent
fjelag, það er að mínu áliti skemmtilegt að
ferðast og getur verið mjög gagnlegt, jeg
frjetti það snemma í vor að það væri fyrir
„Stead" enska ritstjórann. Þú varst heima
hjá mjer, það var jeg líka búinn að frjetta
í brjefi frá mömmu, hún sagði að sjer hefði
fallið vel að tala við þig og var glöð yfir
því að við skyldum vera vinir. Þú biður mig
að spyrja að því sem jeg helzt vilji vita,
það er fleira en eitt og fleira en tvennt.
Fyrst og fremst langar mig til þess að vita
hvernig þjer líður, jeg meina hvað þú hugsar
og hvort þú ert iðinn við það starf, sem þú
einu sinni hafðir hugsað þjer að gjöra að
lífsstarfi, verða íslenskur skáldsöguritari, ís-
lenskt prósaskáld. Hefur þú skrifað mikið og
hverskonar efni hefur þú helzt valið þjer?
Það eina sem þú segir mjer er að þú búist
við að standa í andófi úti á útlenskum höf-
um í einhverju bátskrifli, þegar jeg borði
kindaskyr og kúarjóma. Um skólann langar
mig ekkert sjerlega mikið að frjetta, en vildir
þú segja mjer eitthvað af furðusögunni þinni
og þeim áhrifum sem mest hafa gripið huga
þinn þær stundirnar væri jeg innilega þakk-
látur. Það kemur stundum yfir mig ónotaleg
sannfæring um það, að þó einhver vildi hrópa
heima á fróni, fengi hann aldrei annað en
dautt bergmál til baka, og þó að einhver vildi
(anda burt hélurósunum) pissa á klaka-
klumpana, þá frysu þær jafnharðan aptur.
Jæja vinur, þú sjerð að blekiö mitt er dauft,
jeg held að það sje vatnsblandað, því gæti
jeg að minnsta kosti bezt trúað. Værir þú
kominn hingað myndi margt bera á gómana,
aldrei hefi jeg verið eins og jeg er nú, mað-
urinn breytist svo fljótt að undrum sætir,
mjer blöskrar, lífið er naumast samhangandi
einu sinni í þessu lífi, hvað skyldi þá verða
þegar lengra sækir fram, jeg veit það ekki,
jeg held næstum að jeg freistist til þess að
segja:
Að hver sá sem hrópar himnum mót
og hjálpar grátandi biður
hann finnur að gráturinn gagnar ei hót
því guð ei þann veika styður,
og hvernig fer svo á endanum, köld og dauð
sveimar jörðin í rúminu sem stór auður leg-
staður kvalar og gleði uns hún aptur verður
glóandi og síðar meir þunguð lífi, sem aptur
deyr og svo koll af kolli, og hvað er svo unn-
ið? Taktu lifandi skynjandi veru, taktu bráð-
gáfaðan mann og skertu heila hans, stykki
eptir stykki getur þú tekið burt og hver gáfan
hverfur á fætur annarri, tilfinning, heyrn,
mál, sjón et cetera. Skaplyndi hans getur þú
breytt eptir vild, gert hann hægan og blíðan
eða grimman og uppstökkan, og hvað verður
svo af sálinni, er hún leyndur kraptur á bak
við allt þetta undra samspil af millionum
lifandi smávera eða er hún aðeins einkenni-
58