Samvinnan - 01.12.1969, Side 62
Erlendur Einarsson:
PRIR ÐflGflR
I ÚZBEKISTflN
Það var miðnætti þriðjudaginn 19. ágúst.
Plugvélin átti að leggja aí stað írá Moskvu
klukkan eitt um nóttina; við höfðum nýlokið
móttökukvöldverði miklum á Hótel Úkraínu.
Það var hellandi rigning og brottför seink-
aði um þrjár klukkustundir. Við biðum í ný-
tízkulegum biðsal flugstöðvarinnar. Þetta var
biðsalur fyrir gesti og háttsetta Sovétborg-
ara. Það eru fimm flugvellir í Moskvu, og
þessi völlur var miðstöð fyrir flug til og frá
Asíu.
Perðinni var heitið til Tasjkent, höfuðborg-
ar Úzbekistans, eins af 15 Sovétlýðveldum,
en land þetta er í suðausturhluta Sovétríkj-
anna. Við vorum hér þrjú — ferðalangar frá
íslandi — Margrét kona mín, Guðröður
Jónsson, kaupfélagsstjóri á Norðfirði, og sá
sem þetta ritar. Við vorum gestir Samvinnu-
sambands Sovétríkjanna, Centrosoyus. Far-
arstjórinn okkar var einn af framkvæmda-
stjórum Centrosoyus, félagi Sergei Gornó-
staév. Og ekki má gleyma henni Natösju,
túlknum okkar, sem talar fyrirmyndarensku,
þótt hún hafi aldrei stigið fæti útfyrir Sovét-
ríkin. Nafnið hennar minnti mann á sögu
Tolstojs, „Stríð og frið“, en þar heitir ein
sögupersónan Natasja. Hún Natasja okkar
var líka með dökkt hár og brún augu og
hafði stóran, vellagaðan munn, eins og Nat-
asja Tolstojs.
Hvert sæti í flugvélinni, sem var hrað-
skreið skrúfuþota af Illjúsíngerð, var
fullskipað. Við biðum góða stund í vélinni,
áður en lagt var af stað. Það kom í ljós, að
gömul kona og lítil telpa, sem með henni
var, virtist ekki hafa ferðaskjöl sín í lagi.
Konan var leidd grátandi út úr vélinni með
litlu telpuna sér við hlið.
Það var niðamyrkur og úrhellisrigning,
þegar við fórum í loftið. Ég var svo lánsam-
ur að sofa alla leiðina. Sama var ekki hægt
að segja um Margréti og Guðröð. Þeim kom
ekki dúr á auga.
Tasjkent
Klukkan var um 11 árdegis að staðartíma,
þegar flugvélin lenti á vellinum í Tasjkent.
Hér var klukkan þremur stundum á undan
tímanum í Moskvu. Við vorum komnir á 70°
austlægrar lengdar. Bombay á Indlandi lá
næstum beina línu í suður, og í norðvestur
1% tíma flug frá Tasjkent er Baíkonúr í
Kazakhstan, geimskotastöð þeirra Sovét-
manna.
Það var glampandi sólskin í Tasjkent, og
heita golu lagði á móti okkur, þegar við
stigum út úr flugvélinni.
Forystumenn samvinnusambandsins í Úz-
bekistan tóku á móti okkur á flugvellinum.
Forseti þess er félagi M. Kasanov, Úzbeki að
þjóðerni, myndarlegur og glaðlegur maður,
með augljós ættmót Asíubúa.
Það var fyrir okkur íslendingana sérstök
tilfinning að vera komin austur í Mið-Asíu.
Ég hafði óskað eftir því, áður en lagt var af
stað frá íslandi, að við fengjum að heimsækja
Úzbekistan, og gestgjafar okkar urðu við
þessari ósk. í ríki þessu er hin fornfræga
borg Samarkand, og þangað var ferðinni
einnig heitið.
Mið-Asía geymir aldagamla menningu, já
sumir segja að menningin eigi þar uppruna
sinn. En landsvæðin hér austur frá geyma
einnig sögu um endalausan ófrið á milli
þjóða og ríkja. Hér áður fyrr voru landa-
mærin í þessum hluta heimsbyggðarinnar á
stöðugri hreyfingu, eftir því hver drottnaði
á hverjum tíma. Úzbekistan á margar Sturl-
ungaaldir að baki, stærri þó í sniðum en
okkar á íslandi, enda leiksviðið hér stærra og
mannfjöldinn meiri. Úzbekistan er staðsett
mitt í stærsta landsvæði veraldar.
Fyrir einni öld, eða um 1886, komst Úzbe-
kistan undir yfirráð Rússaveldis, en þá var
landið talið hluti af Túrkestan. í október 1924
varð Úzbekistan sérstakt lýðveldi innan Sov-
étríkjanna. Rikið byggja margir þjóðflokkar,
en um 60% af þjóðinni eru Úzbekar, Asíubú-
ar með kolsvart hár og Ijósbrúnir á hörund.
Ekki leynir sér, að á liðnum öldum hefur
mongólsk blóðblöndun átt sér stað hjá hluta
þjóðarinnar. Úzbekar eru myndarlegt fólk,
frjálsmannlegir í framkomu, glaðværir og
viðmótsþýðir.
Loftslag í Úzbekistan er þurrt meginlands-
loftslag, úrkoma mjög lítil, meðalhiti í janúar
um frostmark og neðan við frostmark í norð-
urhluta ríkisins, en í júlí er meðalhitinn um
32° á Celsíus í suðurhluta landsins, en nokkr-
um stigum lægri í norðurhlutanum. Fyrir
kemur að hitastig i suðurhluta landsins í
júlí fer upp í 50 stig á Celsíus, sem er heitara
en í hitabeltinu, en loftið er mjög þurrt og
hitinn því ekki eins tilfinnanlegur.
Áður fyrr var stór hluti landsins eyðimerk-
ur, en grösugir dalir og vinjar meðfram ám
og vötnum. Tvær stórár renna um landið,
Amú-Darja og Sýr-Darja. Á síðustu áratugum
hafa verið gerðar stórkostlegar áveitufram-
kvæmdir í landinu og stórum landsvæðum
breytt í akurlendi. Ennþá er þó ein af meiri-
háttar eyðimörkum heims í Úzbekistan, Ký-
zýl-Kúm-eyðimörkin. Villt dýralíf er allfjöl-
skrúðugt í landinu; dádýr, snjóhlébarðar
(hæstu fjöll eru þakin snjó og eru allt að
7000 metra há), birnir, villigeitur, refir, úlf-
ar og tígrisdýr. Eðlur, slöngur og skjaldbökur
lifa í eyðimörkunum. Því miður gafst ekki
tími til þess að skoða dýralífið.
Þegar rætt er um dýralífið, má ekki gleyma
Karakúl-sauðfénu, sem ræktað er í stórum
stíl í landinu. Stór hluti af hinum dýrmætu
persnesku lambskinnum (Persian lamb) kem-
ur frá Úzbekistan, en Sovétríkin eru lang-
stærsti framleiðandi þessara dýrmætu skinna
í heiminum. Sovézka samvinnusambandið
fær flest þessara skinna til sölumeðferðar.
Ræktað land í Úzbekistan er mjög gróður-
ríkt. Árnar bera með sér frjóa leðju. Stórárn-
ar eru jökulár og minna á skaftfellsku ámar
á íslandi, alltaf að breyta um farvegi, þegar
þær renna um eyðimerkurnar, en að sjálf-
sögðu miklu vatnsmeiri en árnar okkar. Mik-
il baðmullarrækt er í landinu, og er það æva-
forn atvinnuvegur. Um 90% af allri baðm-
ullarframleiðslu Sovétríkjanna kemur frá Úz-
bekistan. Ávaxtarækt er og mikil í landinu.
Melónurnar í Úzbekistan eru heimsþekktar;
þær ná allt að 30 kg þyngd.
Stutt móttökuathöfn var á flugvellinum í
Tasjkent, en síðan var ekið á lítið, nýlegt
hótel rétt utan við borgina. Okkur var tjáð,
að hér hefðu búið Indverjar, þegar friðar-
samningarnir fóru fram milli Indlands og
Pakistans í janúar 1966. Sjastri, þáverandi
forsætisráðherra Indlands, lézt hér 11. jan.
það ár, degi eftir að hann undirritaði friðar-
samningana.
Við höfðum þetta hótel að mestu fyrir okk-
ur. Þetta minnti reyndar meira á klúbb en
hótel. Við ferðafélagarnir höfðum öll „svít-
ur“ (tveggja herbergja íbúðir).
Þegar við höfðum komið okkur fyrir á hót-
elinu, var farið í létt föt. Hér var allt annað
loftslag en í Moskvu.
Hádegisverður beið í matsal hótelsins. Fé-
lagi Kasanov borðaði með okkur ferðafélög-
unum fimm. Hann hvatti okkur mjög til matar
og drykkjar. Hér fengum við fyrst að bragða
úzbekiskan mat, þar á meðal einn helzta
þjóðarrétt þeirra Úzbekanna, „Plov“. Þetta
er hrísgrjónaréttur með kindakjöti. Við feng-
um einnig að bragða mjólkurrétt, sem var
nánast alveg eins og okkar íslenzka skyr.
Ósjálfrátt datt inanni í hug, hvort skyrið
væri virkilega upprunnið austan úr Asíu.
Ávextirnir vöktu þó einna mesta athygli okk-
ar, þessi fjöldi tegunda af melónum, og vín-
berin voru betri en ég hafði áður bragðað.
Það er ekki að ástæðulausu, að ávextirnir í
Úzbekistan eru frægir víða um lönd.
62