Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 62

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 62
Erlendur Einarsson: PRIR ÐflGflR I ÚZBEKISTflN Það var miðnætti þriðjudaginn 19. ágúst. Plugvélin átti að leggja aí stað írá Moskvu klukkan eitt um nóttina; við höfðum nýlokið móttökukvöldverði miklum á Hótel Úkraínu. Það var hellandi rigning og brottför seink- aði um þrjár klukkustundir. Við biðum í ný- tízkulegum biðsal flugstöðvarinnar. Þetta var biðsalur fyrir gesti og háttsetta Sovétborg- ara. Það eru fimm flugvellir í Moskvu, og þessi völlur var miðstöð fyrir flug til og frá Asíu. Perðinni var heitið til Tasjkent, höfuðborg- ar Úzbekistans, eins af 15 Sovétlýðveldum, en land þetta er í suðausturhluta Sovétríkj- anna. Við vorum hér þrjú — ferðalangar frá íslandi — Margrét kona mín, Guðröður Jónsson, kaupfélagsstjóri á Norðfirði, og sá sem þetta ritar. Við vorum gestir Samvinnu- sambands Sovétríkjanna, Centrosoyus. Far- arstjórinn okkar var einn af framkvæmda- stjórum Centrosoyus, félagi Sergei Gornó- staév. Og ekki má gleyma henni Natösju, túlknum okkar, sem talar fyrirmyndarensku, þótt hún hafi aldrei stigið fæti útfyrir Sovét- ríkin. Nafnið hennar minnti mann á sögu Tolstojs, „Stríð og frið“, en þar heitir ein sögupersónan Natasja. Hún Natasja okkar var líka með dökkt hár og brún augu og hafði stóran, vellagaðan munn, eins og Nat- asja Tolstojs. Hvert sæti í flugvélinni, sem var hrað- skreið skrúfuþota af Illjúsíngerð, var fullskipað. Við biðum góða stund í vélinni, áður en lagt var af stað. Það kom í ljós, að gömul kona og lítil telpa, sem með henni var, virtist ekki hafa ferðaskjöl sín í lagi. Konan var leidd grátandi út úr vélinni með litlu telpuna sér við hlið. Það var niðamyrkur og úrhellisrigning, þegar við fórum í loftið. Ég var svo lánsam- ur að sofa alla leiðina. Sama var ekki hægt að segja um Margréti og Guðröð. Þeim kom ekki dúr á auga. Tasjkent Klukkan var um 11 árdegis að staðartíma, þegar flugvélin lenti á vellinum í Tasjkent. Hér var klukkan þremur stundum á undan tímanum í Moskvu. Við vorum komnir á 70° austlægrar lengdar. Bombay á Indlandi lá næstum beina línu í suður, og í norðvestur 1% tíma flug frá Tasjkent er Baíkonúr í Kazakhstan, geimskotastöð þeirra Sovét- manna. Það var glampandi sólskin í Tasjkent, og heita golu lagði á móti okkur, þegar við stigum út úr flugvélinni. Forystumenn samvinnusambandsins í Úz- bekistan tóku á móti okkur á flugvellinum. Forseti þess er félagi M. Kasanov, Úzbeki að þjóðerni, myndarlegur og glaðlegur maður, með augljós ættmót Asíubúa. Það var fyrir okkur íslendingana sérstök tilfinning að vera komin austur í Mið-Asíu. Ég hafði óskað eftir því, áður en lagt var af stað frá íslandi, að við fengjum að heimsækja Úzbekistan, og gestgjafar okkar urðu við þessari ósk. í ríki þessu er hin fornfræga borg Samarkand, og þangað var ferðinni einnig heitið. Mið-Asía geymir aldagamla menningu, já sumir segja að menningin eigi þar uppruna sinn. En landsvæðin hér austur frá geyma einnig sögu um endalausan ófrið á milli þjóða og ríkja. Hér áður fyrr voru landa- mærin í þessum hluta heimsbyggðarinnar á stöðugri hreyfingu, eftir því hver drottnaði á hverjum tíma. Úzbekistan á margar Sturl- ungaaldir að baki, stærri þó í sniðum en okkar á íslandi, enda leiksviðið hér stærra og mannfjöldinn meiri. Úzbekistan er staðsett mitt í stærsta landsvæði veraldar. Fyrir einni öld, eða um 1886, komst Úzbe- kistan undir yfirráð Rússaveldis, en þá var landið talið hluti af Túrkestan. í október 1924 varð Úzbekistan sérstakt lýðveldi innan Sov- étríkjanna. Rikið byggja margir þjóðflokkar, en um 60% af þjóðinni eru Úzbekar, Asíubú- ar með kolsvart hár og Ijósbrúnir á hörund. Ekki leynir sér, að á liðnum öldum hefur mongólsk blóðblöndun átt sér stað hjá hluta þjóðarinnar. Úzbekar eru myndarlegt fólk, frjálsmannlegir í framkomu, glaðværir og viðmótsþýðir. Loftslag í Úzbekistan er þurrt meginlands- loftslag, úrkoma mjög lítil, meðalhiti í janúar um frostmark og neðan við frostmark í norð- urhluta ríkisins, en í júlí er meðalhitinn um 32° á Celsíus í suðurhluta landsins, en nokkr- um stigum lægri í norðurhlutanum. Fyrir kemur að hitastig i suðurhluta landsins í júlí fer upp í 50 stig á Celsíus, sem er heitara en í hitabeltinu, en loftið er mjög þurrt og hitinn því ekki eins tilfinnanlegur. Áður fyrr var stór hluti landsins eyðimerk- ur, en grösugir dalir og vinjar meðfram ám og vötnum. Tvær stórár renna um landið, Amú-Darja og Sýr-Darja. Á síðustu áratugum hafa verið gerðar stórkostlegar áveitufram- kvæmdir í landinu og stórum landsvæðum breytt í akurlendi. Ennþá er þó ein af meiri- háttar eyðimörkum heims í Úzbekistan, Ký- zýl-Kúm-eyðimörkin. Villt dýralíf er allfjöl- skrúðugt í landinu; dádýr, snjóhlébarðar (hæstu fjöll eru þakin snjó og eru allt að 7000 metra há), birnir, villigeitur, refir, úlf- ar og tígrisdýr. Eðlur, slöngur og skjaldbökur lifa í eyðimörkunum. Því miður gafst ekki tími til þess að skoða dýralífið. Þegar rætt er um dýralífið, má ekki gleyma Karakúl-sauðfénu, sem ræktað er í stórum stíl í landinu. Stór hluti af hinum dýrmætu persnesku lambskinnum (Persian lamb) kem- ur frá Úzbekistan, en Sovétríkin eru lang- stærsti framleiðandi þessara dýrmætu skinna í heiminum. Sovézka samvinnusambandið fær flest þessara skinna til sölumeðferðar. Ræktað land í Úzbekistan er mjög gróður- ríkt. Árnar bera með sér frjóa leðju. Stórárn- ar eru jökulár og minna á skaftfellsku ámar á íslandi, alltaf að breyta um farvegi, þegar þær renna um eyðimerkurnar, en að sjálf- sögðu miklu vatnsmeiri en árnar okkar. Mik- il baðmullarrækt er í landinu, og er það æva- forn atvinnuvegur. Um 90% af allri baðm- ullarframleiðslu Sovétríkjanna kemur frá Úz- bekistan. Ávaxtarækt er og mikil í landinu. Melónurnar í Úzbekistan eru heimsþekktar; þær ná allt að 30 kg þyngd. Stutt móttökuathöfn var á flugvellinum í Tasjkent, en síðan var ekið á lítið, nýlegt hótel rétt utan við borgina. Okkur var tjáð, að hér hefðu búið Indverjar, þegar friðar- samningarnir fóru fram milli Indlands og Pakistans í janúar 1966. Sjastri, þáverandi forsætisráðherra Indlands, lézt hér 11. jan. það ár, degi eftir að hann undirritaði friðar- samningana. Við höfðum þetta hótel að mestu fyrir okk- ur. Þetta minnti reyndar meira á klúbb en hótel. Við ferðafélagarnir höfðum öll „svít- ur“ (tveggja herbergja íbúðir). Þegar við höfðum komið okkur fyrir á hót- elinu, var farið í létt föt. Hér var allt annað loftslag en í Moskvu. Hádegisverður beið í matsal hótelsins. Fé- lagi Kasanov borðaði með okkur ferðafélög- unum fimm. Hann hvatti okkur mjög til matar og drykkjar. Hér fengum við fyrst að bragða úzbekiskan mat, þar á meðal einn helzta þjóðarrétt þeirra Úzbekanna, „Plov“. Þetta er hrísgrjónaréttur með kindakjöti. Við feng- um einnig að bragða mjólkurrétt, sem var nánast alveg eins og okkar íslenzka skyr. Ósjálfrátt datt inanni í hug, hvort skyrið væri virkilega upprunnið austan úr Asíu. Ávextirnir vöktu þó einna mesta athygli okk- ar, þessi fjöldi tegunda af melónum, og vín- berin voru betri en ég hafði áður bragðað. Það er ekki að ástæðulausu, að ávextirnir í Úzbekistan eru frægir víða um lönd. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.