Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 64

Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 64
þetta líkast ævintýri. Þetta minnti á hug- myndir úr „1001 nótt“. Það hvíldi óvenjuleg- ur friður yfir þessum stað, aðeins kindajarm- ur og hundgá rauf kyrrðina af og til. Áin rann lygn og endurspeglaði mánaskinið. Við vorum komin langt í burtu friá skarkala nú- tímamenningar. Við urðum ósjálfrátt börn náttúrunnar, þó á ólíkan hátt og við höfð- um reynt á íslandi í fjallakyrrð bjartra vor- nótta. Hér var allt svo frábrugðið því, sem við höfðum áður kynnzt. Ef til vill vorum við komin margar aldir aftur í tímann. En þetta var dásamleg tilfinning, eins og fal- legur draumur. Það var byrjað að bera fram marga smá- rétti að sið Sovétmanna. Styrja og styrju- hrogn voru þar á meðal. Þetta var meira en fullkomin máltíð, en þetta var aðeins byrj- unin. Aðalmáltíðin var eftir — úzbeski mat- urinn. í því sambandi má ekki gleyma brauð- inu, flötum, þykkum brauðkökum. Það var varaforseti úzbeska samvinnusambandsins, sem braut brauðið á sinn sérstaka hátt og deildi því síðan út meðal gestanna. Þetta minnti okkur á frásagnir Biblíunnar. Svo komu þjóðarréttir Úzbeka, hver af öðrum: Sjúrpa, kindakjötsúpa, ólík þó þeirri er við þekkjum hér á íslandi; Plov, þjóðarrétturinn sem við fengum í hádeginu; Manti, gufu- soðnar kjötskorpukökur; Samsa, kjöt- og lauk-skorpukökur; og ekki má gleyma Sjaslyk, kindakjötsbitunum, steiktum við opinn eld á teinum, sem er þjóðarréttur í Sovétríkjun- um. Með þessu komu svo hin margvíslegustu drykkjarföng til þess að auðvelda snæðing- inn. Og svo að lokum þessir stórkostlegu, gómsætu ávextir. Já, þvílík máltíð! Þetta fyrsta kvöld okkar fslendinganna í Asíu var ógleymanlegt og við beinlínis gleymdum þvi, að við vorum þreytt og vansvefta. Margar ræður, léttar og fjörugar, settu sinn svip á þetta sérstæða borðhald. Það var gott að halla sér, þegar komið var á hótelið um 11-leytið. Daginn eftir átti að fljúga til Samarkand. Samarkand. Við lögðum af stað fljúgandi frá Tasjkent í tveggja hreyfla þotu kl. 9 að morgni fimmtudagsins 21. ágúst. Ferðinni var heitið til Samarkand, hinnar fomfrægu borgar Mið- Asíu. Félagi Kasanov bættist í hópinn og nú vorum við 6 ferðafélagar. Á móti okkur í flug- vélinni voru sænsk hjón. Þau voru á leið heim til Svíþjóðar frá Japan, en tóku sér tíma til þess að skoða Samarkand á vegum ferðaskrifstofu Sovétríkjanna, „Intourist". Flugið tók klukkutíma. Það var glampandi sól og steikjandi hiti á flugvellinum í Sam- arkand. Þegar við komum út af flugvellinum, sá ég stórt skilti sem blasti við okkur. Ég hafði lært rússneska stafrófið, áður en við lögðum upp í ferðina, og kom það sér oft vel. Nú gat ég lesið: Samarkand 2500 ára 1969. Forystumenn og kona frá samvinnusam- bandinu í Samarkand tóku á móti okkur á flugvellinum. Við byrjuðum á því að aka um borgina, heimsóttum síðan fulltrúa Sovét- stjórnarinnar í Samarkand og áttum með honum fund. Það vakti nokkra athygli okk- ar, hvað þessi myndarlegi maður hafði marg- ar gulltennur, og reyndar var það mjög al- gengt að sjá fólk í Úzbekistan með gullslegn- ar tennur. við fengum að drekka grænt te, sem er þjóðardrykkur Úzbeka, og fundarborð- ið var hlaðið ávöxtum. Síðan var farið að skoða Samarkand, hina 2500 ára gömlu borg. Boi-gin hét fyrst Mara- kanda. Alexander mikli kom hér við í herför sinni til Indlands árið 329 f. Kr. og drap þar einn af sínum beztu hershöfðingjum, Kleitos hinn svarta, fóstbróður sinn, sem frægt er. Alexander vann sér það einnig til frægðar að giftast hér hinni fögni prinsessu, Roxönu. Alexander mikli gereyddi borgina, áður en hann hvarf á braut. Sagan segir, að hér hafi Scheherazade eytt sinni 1001 nótt og bjargað lífinu með því að segja hinum grimma konungi Sjahrjar sögurnar í „1001 nótt“, sem þekktar eni um heim allan og hafa verið þýddar á flest tungumál veraldar. Samarkand kemur aftur í sviðsljósið sem menningarborg á 8. og 9. öld e. Kr. Þá eru það Múhameðstrúarmenn, sem ráða þar ríkj- um. Arabísk menning var þá mikil í borginni. Þegar Djengis Khan, hinn grimmi Mong- ólakeisari, sótti að borginni árið 1221 í her- ferð sinni vestur til Evrópu, er talið að 110 þúsund manna varðlið hafi varið borgina. Þrátt fyrir það tókst honum að ná borginni á sitt vald eftir blóðuga bardaga. Rændi hann siðan í borginni og brenndi hana. Þegar höfðinginn Tímúr (Tamerlane) kem- ur til sögunnar á 14. öld, hefst ný uppbygging í Samarkand. Tímúr lagði undir sig stóran hluta af Mið-Asíu, réð yfir einhverju stærsta ríki veraldar á þeim tíma. Timúr var fædd- ur skammt frá Samarkand og gerði borgina að höfuðborg ríkis síns. Hann safnaði að sér hinum færustu mönnum í byggingarlist víðs- vegar að. Hinar merku byggingar, sem líta má augum í dag í Samarkand, eru flestar frá tímum Tímúrs og afkomenda hans. Margt hefur þó orðið tímans tönn að bráð í ald- anna rás, en Rússar vinna nú ötullega að því að lagfæra rústir og byggja upp það sem hef- ur eyðilagzt. Við byrjuðum á þvi að skoða rústir stjörnu- rannsóknarstöðvar Úlúgs-Begs (uppi 1409— 1449). Hann var sonarsonur Tímúrs og keis- ari ríkisins. Hann vann það sér m. a. til frægðar að reisa stjörnurannsóknarstöð á hæð nokkurri í útjaðri Samarkands. Okkur voru sýndar rústir af stöð þessari, sem grafn- ar hafa verið upp. sextant einn mikill, graf- inn inn í berg, sést greinilega. Okkur var sagt, að Úlúg-Beg hefði gert það nákvæma útreikninga á gangi himintungla, að í ártíma- tali hans hefði ekki skeikað meiru en einni mínútu og 15 sekúndum. Við rústir stjörnurannsóknarstöðvarinnar hefur nú verið komið upp myndarlegu safni, sem tileinkað er Úlúg-Beg. Þá var ekið með okkur í gömlu hverfin í Samarkand. Lögregluþjónn á bifhjóli fór á undan bifreiðum okkar, og ég verð að játa, að ég fór hálfgert hjá mér vegna slíkrar við- hafnar. Við komum í Sja-i-Zinda-grafmusterin. Nafnið þýðir „lifandi keisari“. Hér eru fjölda- mörg musteri við þrönga götu, og hluti göt- unnar liggur uppi á hæð. Þar eru steyptar tröppur. Okkur var bent á, að við skyldum telja þrepin á leiðinni upp og svo aftur á leiðinni niður. Þeir sem fengju sömu tölu væru syndlausir. Þrepin voru 36, en ekki fara sögur af talningunni hjá okkur. Inni í þyrp- ingu musteranna voru litlar „moskur", bæn- hús Múhameðstrúarmanna. Sumar grafirnar í musterunum eru frá 8. öld. Musterin eru skreytt mósaík, gerðri úr sérstökum steinum í ýmsum litum, en mikið ber á bláum lit. Hér eru flestir fjölskyldumeðlimir Tímúrs grafnir. Við fórum síðan á hið forna Registan-torg, Sjír-Dar á Registan-torgi í Samarkand. 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.