Samvinnan - 01.12.1969, Side 66
Árið 1917 er þáttaskilaár í sögu styrj-
aldarinnar. Tvo viðburði ber hæst á þessu
ári: þátttöku Bandaríkjanna í stríðinu og
byltinguna í Rússlandi. Nú fyrst varð þessi
Evrópustyrjöld að heimsófriði í orðsins
fyllsta skilningi. Pámennur hópur manna
taldi umskiptin í Rússlandi upphaf heims-
byltingar. Á þessu viðburðaríka ári birtast
einnig nýir menn í sviðsljósi styrjaldarinn-
ar, búnir úrslitavaldi. Lloyd George er ný-
orðinn forsætisráðherra Bretlands, þegar
árið 1917 gengur í garð. í ágústmánuði
tekur háaldraður stjórnmálamaður, Clem-
enceau, við aktaumum Frakklands. Báðir
voru þessir menn ráðnir í að berjast, unz
unninn væri fullur sigur á Miðveldunum.
Báðir voru þeir hlaðnir óbilandi starfsorku,
enski forsætisráðherrann gæddur óvenju-
arinnar; ári síðar steyptu þeir honum, og
kanslarastöðuna hlaut Michaelis, alls óþekkt-
ur maður utan prússneska embættiskerfis-
ins, en herstjórninni virtist hann vikalipur.
Öll styrjaldarárin hafði Bethman Hollweg
kanslari aldrei sleppt augum af þeim stríðs-
markmiðum, er hann hafði túlkað við upp-
haf ófriðarins, en vegna embættis síns, af
pólitískum ástæðum bæði af innlendum og
erlendum toga, varð hann að orða þessi
markmið opinberlega með þeim hætti, að
margir sem frekastir voru í kröfum grun-
uðu hann um undanlátssemi. Sjálfur hafði
hann í æ ríkara mæli orðið að láta undan
vilja herstjórnarinnar og braut þar þá reglu,
sem Bismarck gamli hafði sett og framfylgt:
að leyfa ekki hernum að marka stjórnar-
stefnuna. Járnkanslarinn hafði jafnan haft
rætast. Saga hálfrar aldar hefur einnig
dæmt þá drauma hismið tómt.
Því hefur fyrr verið lýst, að þýzka stjórn-
in hafði fi'á upphafi styrjaldarinnar stundað
mikinn áróður meðal hinna sundurleitu
þjóða og þjóðarbrota rússneska keisaradæm-
isins og jafnvel ekki hikað við að tendra
þar e!da þjóðfélagslegrar byltingar. Þegar
þessi bylting brast á í marzmánuði 1917,
mátti þegar frá upphafi greina þar pólitískt
tvíveldi: borgaralega bráðabirgðastjórn, sem
sprottin var úr skauti rússneska þingsins,
dúmunnar, og verkamanna- og hermannaráð
Pétursborgar. Pétursborgarráðið varð frum-
mynd þeirra sovéta, sem risu af grunni um
allt hið heilaga Rússland. Lenín, sem stadd-
ur var í Sviss þegar byltingin hófst, skildi
þegar í stað, að hér var um að ræða tví-
Sverrir Kristjánsson: 1N| UM
Þegar STRÍÐSMARKMIÐIN
í HEIMSÓFRIÐNUM
skýjaborgírnar nBBN'ÉÍlPffe' fjHBpL JUKiHSr 1914—18
hrundu ííí®.,'.v: tfgriV, ■ III
legu hugmyndaflugi, hinn frakkneski maður
búinn ólmum ástríðum foringjanna frá
tímum hinnar miklu frönsku byltingar, og
sjálfur raunar síðborinn sonur hennar. En
í vestri reis hin nýja stjarna Bandaríkjanna
hátt á himni, Wilson forseti, og ætlaði sér
ekki minni hlut en að frelsa heiminn. Lloyd
George segir um hann í endurminningum
sínum, að Wilson hafi verið líkastur heið-
ingjatrúboða, sem hafi ætlað að fá Evrópu-
menn til að hverfa frá villu sinni og brenna
sín gömlu og grimmu goð. Og þegar hann
bar þá saman, þessa samverkamenn sína í
heimsstríði og friðargerð, sýndist honum
ekki betur en Clemenceau hafi talið sig vera
Napóleon mikla, en Wilson ætlað sig lík-
astan Jesú Kristi. Slíkir voru forustumenn
Bandamanna, er báru að lokum sigur úr
býtum og náðu að vísu sumum þeim mark-
miðum, er þeir höfðu sett sér, ýmist leynt
eða ljóst, á stríðsárunum.
Á Þýzkalandi urðu einnig mannaskipti á
hæstu stöðum árið 1917. í júlímánuði er
Bethman Hollweg kanslara vikið frá völd-
um. Flestir flokkar ríkisþingsins höfðu þá
snúið við honum baki, en þó hefði það eitt
ekki nægt til að bola honum úr sessi; reglur
þingræðisins ríktu ekki í þeirri stjórnlögun,
er Bismarck hafði gefið Þýzkalandi. En hitt
skipti öllu, að þýzka yfirherstjórnin heimt-
aði höfuð þessa stríðskanslara á silfurfati,
og keisarinn varð við kröfunni. Þessi yfir-
herstjórn Þýzkalands er í þýzkri sagnfræði
kölluð Þriðja æðsta herstjórnin — die dritte
Oberste Heeresleitung — kennd við tvi-
stirnið Hindenburg og Ludendorff. Að vísu
var Hindenburg bara goðsagan, Ludendorff
raunveruleikinn. Að ætt, uppruna og eðli
var Hindenburg tákn hins gamla herskáa
og dálítið vitgranna prússneska júnkara-
aðals, Ludendorff fulltrúi hinnar þjóðernis-
sinnuðu þýzku borgarastéttar á öld imperíal-
ismans. Bethman Hollweg hafði lyft báðum
þessum mönnum í æðsta valdasess herstjórn-
herinn að tæki til að framkvæma stjórnar-
stefnu sína, en hann hafði bannað honum
sjálfvirkar pólitískar athafnir. Raunar var
það æði torvelt að fylgja þessari reglu í
þýzka keisararíkinu svo sem það var að
þjóðfélagslegri og pólitískri skipan, og Bis-
marck háði marga harða glímu við herinn
í þessum efnum. En árið 1917 var svo kom-
ið, að þýzki herinn og herstjórn hans höfðu
náð alræðisvaldi í ríkinu: keisarinn áhrifa-
laust og aðgerðalaust núll og ríkisþingið
valdalaus umræðuklúbbur, sem kvaddur var
til funda þegar greiða þurfti atkvæði með
nýjum stríðslánum. Herstjórnin hafði barið
fram þá ákvörðun að hefja ótakmarkaðan
kafbátahernað í byrjun febrúar 1917 á
sömu stundu og Wilson leitaðist við að bera
klæði á vopn stríðsaðila. Þýzka flotastjórn-
in lofaði því, að Bretland yrði bugað innan
fárra vikna, ef skotin yrði í kaf hver ein-
asta kæna sem flaut á sjó. Bethman Holl-
weg hafði lengi verið tregur til að sam-
þykkja ótakmarkaðan kafbátahernað; hann
hafði þann grun, sem nálgaðist fulla vissu,
að Bandaríkin færu þá samstundis í stríðið.
Grunur hans reyndist réttur.
Það ber vitni furðulegri pólitískri nesja-
mennsku, að Þýzkaland, sem stefndi í átt
til heimsveldis, botnaði hvorki upp né niður
í þeirri staðreynd, sem heitir Bandaríkin.
Það er engu líkara en þýzkir valdamenn í
her og ríkisstjórn hafi ekki gert sér neina
grein fyrir ævintýralegri framleiðsluorku
Vesturheims né þeim hernaðarmætti, sem
þar var falinn. Þeir vanmátu með öllu
stríðsmátt Bandaríkjanna og skildu ekki, að
með þátttöku þeirra í styrjöldinni höfðu
orðið hin miklu vatnaskil.
En öðru máli gegndi um annan hófuð-
viðburð ársins 1917: rússnesku byltinguna.
Þar eygðu valdhafar Þýzkalands hið gullna
tækifæri til að snúa allri rás heimsstyrj-
aldarinnar og sjá djörfustu drauma sína
skipt ríkisvald, annars vegar bráðabirgða-
stjórnina, sem setzt hafði í gamalt bú, hins
vegar vísi að nýju ríkisvaldi verkamanna
og bænda. Hann leit ekki á marzbyltinguna
sem orðinn hlut, er ekki tæki breytingum.
Hann leit á hana sem ferli í flaumi sög-
unnar og baráttan ein mundi skera úr um
það, hvort ráðin, sovétin, þessi vísir að al-
þýðlegu ríkisvaldi, yrði allsráðandi og
fleytti byltingunni áfram að sósíalískum
markmiðum og yrði upphafsþáttur þeirrar
heimsbyltingar, er hann taldi vísa og hið
eina rétta andsvar við heimsstyrjöld imper-
íalismans. Valdataka bolsévikaflokksins i
nóvember 1917 var fyrsti áfanginn í fram-
kvæmd þessara pólitisku hugmynda Leníns.
Viðbrögð Þýzkalands við rússnesku bylt-
ingunni voru öll mörkuð vonum valdhaf-
anna um sérfrið í austri og ráðagerðum um
hve langt mætti seilast til yfirráða og
þýzkrar drottnunar í Austur-Evrópu. Það
var frá upphafi ljóst, að hin borgaralega
bráðabirgðastjórn Rússlands var ófáanleg
til að bregðast Bandamönnum og semja sér-
frið við Þjóðverja. Hins vegar kvað við
annan tón í ávarpi Pétursborgarráðsins 27.
marz, sem stílað var hvorki meira né minna
en til „alls heimsins". Þar var hvatt til frið-
ar „án landvinninga og skaðabóta“ á grund-
velli sjálfsákvörðunarréttar þjóðanna. Það
varð því brátt rík tilhneiging hjá þýzku
stjórninni að styðja hin róttækustu öfl rúss-
nesku byltingarinnar til að ná völdum, þá
menn sem gengu fremst í kröfum um frið
þegar í stað. Undir kjörorðinu „brauð og
friður“ sópuðu bolsévikar að sér fylgi fólks-
ins, og daginn eftir sigur byltingarinnar í
Pétursborg, hinn 8. nóvember, birti hin nýja
stjórn friðarályktun, sem Lenín hafði sam-
ið og beint var til allra stríðandi þjóða og
ríkisstjórna þeirra. í ályktuninni var þess
krafizt, að gerður yrði „réttlátur, lýðræðis-
legur friður án landainnlimunar eða skaða-
bóta, friður sem grundvallast á sjálfs-
66