Samvinnan - 01.12.1970, Side 5
Notið íslenzkt
Borðið nýtt kex
Kexverksmiðjan ESJA h.f.
Þverholti 11—13, Reykjavík
Símar 13600 — 15600 - Pósthólf 5244 - Símnefni Esja
Höfn 30. október 1970.
Kæri Sigurður:
Þetta bréf er sundurlausir
þankar; ástæður fyrir því ýms-
ar; ein sú að þú hefur kvartað
yfir fáum lesendabréfum og ert
jafnvel farinn að skrifa þau
sjálfur. Önnur ástæðan er sú,
að ég ligg andvaka af próf-
skrekk. Þriðja er löngunin til
að láta i sér heyra, og það að
blaðið er komið svo vel á legg
eftir endurfæðinguna, að mér
finnst enginn vera maður með
mönnum nema hann hafi
skrifað í það. Ég lýsi hérmeð
ánægju minni yfir hvernig
hefur tekist (skrifa ekki z!) til,
tel það lífsnauðsyn að halda
blaðinu sem lengst og best á
gangi og auka útbreiðslu þess.
Ýmislegt, t. d. Velvakandi, seg-
ir mér, að margir hefðu gott af
að glugga í Samvinnuna. Þetta
er líklega alvarlegust tilraun
sem gerð hefur verið til þess
að koma af stað „kúltúrdebatt“
og þjóðfélagsgagnrýni á ís-
landi. Ennfremur virðist það
vera gert hlutlaust, á þann
hátt að allar hugsanlegar skoð-
anir kveðja sér hljóðs. Merki
um það er, að annarsvegar
koma fram skoðanir, sem eiga
ekki uppá pallborðið hjá þeim
sem ráða fjölmiðlum á íslandi,
hvorki flokkspólitískum né
öðrum, skoðanir sem er lífs-
nauðsyn að breiða út heima, ef
við eigum ekki að verða að
geirfuglum í þjóðernislegum
skilningi, og hinsvegar skoðan-
ir sem fá PH í maganum á mér
til að lækka um heila fjóra. Og
allt þar á milli.
Einu ætlaði ég að koma að
viðvíkjandi vali á málefnum,
nefnilega hve mismikilvæg þau
hafa verið og hljóta að vera.
Rétt ályktun af þessu væri að
taka þau mikilvægustu fyrir
hvað eftir annað, en ég hef eitt
sérstaklega í huga, nefnilega
skólakerfið. Það tel ég eðlilegt
að sé í rauninni sífellt á baugi.
Bæði held ég að mönnum sjá-
ist yfir hversu geysimikla þýð-
ingu það hefur, svo og að til-
tölulega lítið hefur verið rætt
um neðri stigin. Mönnum sést
einnig yfir þýðingu þeirra, þó
að auðvitað sé gott og blessað
að ræða um hlutverk háskól-
ans í framtíðarþjóðfélaginu.
Skoðun mín á málinu er í
hnotskurn sú, að skólakerfið
einsog það er í dag sé að festa
stéttaþjóðfélagið í sessi, eyða
þeim vísi að stéttleysi sem varð
vegna einu byltingarinnar sem
dunið hefur yfir okkur.
Þá er ein fyrirspurn. (Viltu
hnýta svarið aftanvið bréfið ef
þú birtir það?) Hver skrifar um
VIÐ FRAMLEIÐUM:
HELLU- ofna úr bezta plötustáli, í tveim þykktum, 55 og 82
mm. Þrýstiþol 8 kg/sm2. 34 ára reynsla hérlendis.
AL- ofna, bökunarlakkaða og innpakkaða. Þrýstiþol 12
kg/sm2, fyrir einfalda og tvöfalda lögn.
VASKA og margskonar annan búnað úr ryðfríu stáli.
SKAPA og hillubúnað úr plötustáli, bökunarlakkað í tveimur
litum.
Spyrjið þá sem reynsluna
hafa, og okkur um verðið.
ýfOFNASMÍÐJAN
EINHOLTl '10'— SlMI 21220
5