Samvinnan - 01.12.1970, Síða 32
spyrja. Munu þær ekki líöa
undir lok úr þvi aS sivaxandi
innflutningur á aS fá aS flæSa
hömlulaust inn í landiS? Og
þvi er til aS svara, aS þar kem-
ur hin hliS þróunar markaSs-
málanna til sögunnar, nefni-
lega útflutningur iSnaSarvara.
Sá þáttur mun eflast mjög aS
mikilvægi á næstu árum, og
eru honum reyndar gerS sér-
stök skil á öSrum staS á þess-
um vettvangi.
Hér aS framan hefur veriS
rætt almennt um væntanlega
þróun heildareftirspurnar
einkaaSila. Fleiri atriSi skipta
máli eins og áSur var vikiS aS.
Hver verSur þróun eftirspurn-
ar opinberra aSila, og hvernig
skiptist eftirspurnin milli
neyzlu og fjárfestingar? Um
fyrra atriSiS er óhætt aS full-
yrSa almennt, aS sú tegund
eftirspurnar muni fara vax-
andi og sennilega nokkru hraS-
ar en aukning þjóSartekna,
a. m. k. er þaS reynsla undan-
farinna áratuga. Þá bendir
undanfarandi reynsla einnig
til þess, aS hlutdeild fjárfest-
ingar i heildareftirspurninni
muni aukast, en hlutur neyzlu
dragast nokkuS saman. Ef þró-
unin verSur áfram á þennan
veg, hefur þaS verulega þýS-
ingu fyrir vissar iSngreinar,
einkum byggingariSnaS og
mannvirkjagerS og málmiSnaS
(framleiSslu á vélum o. þ. h.)
og skipasmíSar.
Og hvernig endurspeglast svo
sú þróun heildareftirspurnar,
sem hér hefur veriS rætt um,
í þróun einstakra iSngreina?
EINSTAKAR IÐNGREINAR
ByggingariSnaSur og mann-
virkj agerS og þjónustuiSn-
greinar njóta aS miklu leyti
staSarlegrar verndar og ættu
því aS sitja ein aS þeirri auknu
eftirspurn, sem fyrirsjáanleg er
í framtíSinni. AuSvitaS hafa
skammvinnar hagsveiflur og
breytingar á tízku og slík atriSi
stundaráhrif á þróun þessara
iSngreina, en þegar til lengri
tíma er litiS, virSist þróun
þeirra munu verSa hagstæS.
FramleiSsluiSngreinarnar eiga
hins vegar viS vaxandi erlenda
samkeppni aS etja, og munu
ýmsar þeirra vafalaust missa
talsverSan hluta innlenda
markaSarins. Þetta á t. d. viS
um húsgagnaiSnaSinn, fataiSn-
aSinn, sælgætisgerS, ýmiss kon-
ar efnaiSnaS og málmiSnaS. En
flestar þessar greinar hafa —
eSa ættu aS hafa — möguleika
á aS flytja út framleiSsluafurS-
ir sínar, og ef rétt er aS fariS,
ættu þær aS geta komizt inn á
markaSi, sem eru margfalt
stærri en sá hluti innlenda
markaSarins, sem þær missa
vegna vaxandi samkeppni. En
eitt frumskilyrSi fyrir þvi aS
hægt sé aS selja á erlendum
mörkuSum er, aS heildarfram-
leiSslukostnaSur varanna hér á
landi sé svipaSur og hann er
erlendis hjá þeim þjóSum, sem
keppt er viS. Og til þess aS svo
sé, þurfa íslenzk iSnfyrirtæki
almennt aS búa viS svipuS
skilyrSi og laga sig aS sams
konar aSstæSum og samkeppn-
isfyrirtæki búa viS í heima-
löndum sínum.
Sumum finnst allt tal um
útflutning íslenzkra iSnaSar-
vara fremur fjarstæSukennt,
FjarlægS landsins frá helztu
mörkuSum geri aS engu sam-
keppnishæfni iSnaSarins. En
dæmin sýna, aS fjarlægSin er
yfirleitt ekki ráSandi þáttur í
þvi efni. Verulegt streymi iSn-
varnings er á milli Evrópu og
Ameríku. ísland, staSsett mitt
á milli þessara tveggja stóru
markaSa, ætti þvi aS hafa góSa
aSstöSu til aS keppa á þessum
mörkuSum, ef þaS væri ekki
annaS en fjarlægSin sem þyrfti
aS yfirstíga.
NÝ VIÐFANGSEFNI
Ekki fer hjá því, aS einhverj-
ar iSngreinar líSi undir lok i
timanna rás. Hér hefur ekki
veriS drepiS á einn þátt, sem er
þó ekki sízt mikilvægur, þróun
tækninnar. Ör tækniþróun
gæti leitt til þess, aS einhverj-
ar hinna hefSbundnu iSn-
greina legSust algerlega niSur
hér á landi. En þá eins og
reyndar alltaf reynir á hugvit,
framtakssemi og þor stjórn-
enda fyrirtækjanna. Þvi skyldi
ekki vera hægt aS hagnýta
þessar tæknibreytingar hér á
landi og selja framleiSsluna úr
landi — eSa þaS af henni sem
væri umfram þarfir innlenda
markaSarins? Vafalaust koma
slík tilvik upp þegar fram
líSa stundir.
Hér hefur lauslega verið
fjallað um framtiðarþróun
hefðbundinna iðngreina. Vafa-
laust saknar einhver nákvæm-
ari útlistana á örlögum hverrar
einstakrar greinar um sig, en
rúmsins vegna er ekki hægt að
gera efninu þau skil. Hinna
hefðbundnu iðngreina bíða
margvísleg ný og áður óþekkt
viðfangsefni á komandi árum
Iðnþróunin mun þá — eins og
hingað til — að miklu leyti
mótast af því hvernig stjórn-
endur iðnfyrirtækja og vald-
hafarnir taka á þeim viðfangs-
efnum, sem upp koma á hverj-
um tima.
Otto Schopka.
Þorvarður Alfonsson:
Fjármunamyndun og
fjármögnun í iðnaði
I grein þessari verður rætt
nokkuS um fjármunamyndun
í iðnaSi á undanförnum árum.
Ennfremur verður gerð nokkur
grein fyrir fjármögnun fjár-
munamyndunarinnar eða öllu
heldur þeim lánasjóðum, sem
í dag veita iðnfyrirtækjum lán
til langs tíma. Reksturslán iðn-
fyrirtækja verða þó ekki rædd,
enda erfitt að gera þessum
málum skil í stuttri grein.
FJÁRMUNAMYNDUNIN
1961—1969
Iðnaður er fremur ung at-
vinnugrein á íslandi, boriS
saman við hina hefðbundnu
atvinnuvegi, landbúnað og
sjávarútveg. Þeir vísar að iSn-
aðarframleiðslu, sem hér risu
upp á fyrstu áratugum aldar-
innar, voru mjög með hand-
verkssniði og kröfðust tiltölu-
lega litils fjármagns. Á þetta
við um flestar greinar iðnaðar
aðrar en vinnslu sjávarafurða,
enda hefur vinnsla sjávaraf-
urða að mestu miðazt við sölu
á stórum mörkuðum, en önnur
iðnaðarframleiðsla einskorðazt
lengst af við hinn takmarkaða
markað hér innanlands.
Eftir því sem tækniþekking
og tæknikunnátta landsmanna
eykst, og ekki sízt vegna mjög
vaxandi eftirspurnar eftir hin-
um margvíslegustu vörum, sem
aukin velmegun siðustu ára-
tuga hafði í för með sér, skap-
ast smátt og smátt skilyrði og
þörf á því, að iðnaðurinn taki
tæknina í auknum mæli í
þjónustu sína. Fjármunamynd-
unin eykst.
Hér er ekki ætlunin að rekja
fjármunamyndun iðnaðarins
langt aftur i tímann, heldur
látið nægja að taka tímabilið
1961—1969. Á árunum þar á
undan var fjármunamyndunin
nokkuð hæg og jöfn, að undan-
teknum þeim árum, árunum
1952—1954, er bygging áburð-
arverksmiðjunnar stóð yfir, og
á árunum 1957 og 1958 þegar
framkvæmdir voru hvað mest-
ar við byggingu sementsverk-
smiðjunnar.
Til skýringar þeim tölum,
sem fylgja i meðfylgjandi töflu,
skal það tekið fram, að þær ná
ekki til fjármunamyndunar í
vinnslu landbúnaðarafurða, þ.
e. slátrun, kjötiðnaði og mjólk-
uriðnaði, né heldur til fjár-
munamyndunar í vinnslu sjáv-
arafurða, þ. e. frystiiðnaði,
fiskverkun, síldarsöltun, hval-
vinnslu, lýsis- og mjölvinnslu
og niðursuðu. Að öðru leyti ná
tölurnar til iðnaðar, eins og
hann er skilgreindur i atvinnu-
vegaflokkun Hagstofu íslands.
í töflunni eru í fyrsta lagi
tölur, er sýna fjármunamynd-
unina á föstu verðlagi hvers
árs. Vegna þeirra miklu áhrifa,
sem bygging álbræðslunnar i
Straumsvík hefur haft á heild-
arfjármunamyndunina i iðn-
aði, þykir rétt að tilgreina þær
tölur sérstaklega. Taflan sýnir
einnig þær magnbreytingar,
sem eiga sér stað frá ári til árs
i fjármunamynduninni. Loks
eru hlutfallstölur, er gefa til
kynna, hver hlutur iSnaðarins
hefur verið í heildarfjármuna-
myndun atvinnuveganna á því
timabili, sem taflan nær yfir.
Það er einkennandi fyrir
þetta timabil, hversu miklum
sveiflum fjármunamyndunin er
háð frá ári til árs. Stafar það
af breyttri stefnu stjórnvalda í
fjárfestingarmálum eftir 1960,
sveiflum í þjóðarframleiðslu og
áhrifum stórframkvæmda á
tilteknum árum.
Eins og áður segir, var mjög
mikil aukning i fjármuna-
myndun á árunum 1957 og 1958
vegna byggingar sementsverk-
smiðjunnar. Síðan verða ekki
verulegar breytingar frá ári til
árs fyrr en á árunum 1962, er
magnaukning nemur 24,3%, og
1963, er aukningin nemur
44,9%. Þessa aukningu er að
verulegu leyti að rekja til af-
náms á fjárfestingarhömlum
eftir 1960, að þvi er byggingar-
framkvæmdir snertir, og frjáls-
ræðis i innflutningi véla.
Aukning fjármunamyndunar
er einkum í vefjariðnaði, fata-
gerð, veiðarfæragerS, skipa-
smiði, vélsmíði, húsgagna- og
innréttingasmíði, efnagerð,
matvæla- og drykkjarvöruiðn-
aði, prentiðnaði, umbúðaiðn-
aði o. fl.
Á árinu 1964 dregur veru-
lega úr aukningunni, og árið
1965 er um samdrátt í fjár-
munamyndun að ræða, miðað
við árið áður. Þessi samdráttur
verður rakinn til þess, hversu
óvenjumikil fjármunamyndun-
in er á áiunum 1962 og 1963,
en þær fjárfestingarhömlu;,
sem áður höfðu ríkt, hlutu að
leiða til þess, að fjármuna-
32