Samvinnan - 01.12.1970, Side 33

Samvinnan - 01.12.1970, Side 33
myndunin ykist óvenju mikið fyrst í stað, eftir að þeim er aflétt. Mikil magnaukning verður í fjármunamyndun árið 1966 eða 33%. Á þessu ári eru miklar framkvæmdir við kísilgúrverk- smiðjuna, og ennfremur er fjármunamyndun í sambandi við smíði dráttarbrauta veru- leg. Stórkostleg aukning fjár- munamyndunar á sér stað árið 1967, og einnig er um mikla aukningu að ræða á árinu 1968. Hér vega mest þær fram- kvæmdir, sem hafnar eru við álbræðsluna á árinu 1967, en lítil breyting verður á fjár- munamyndun í öðrum iðnaði frá árinu áður. Á árinu 1968 er um veruleg- an samdrátt i fjármunamynd- un í hinum almenna iðnaði að ræða. Munar þar mikið um, að lokið er við fyrsta áfanga kísil- gúrverksmiðjunnar árið 1967 og framkvæmdir við hana litlar á árinu 1968. Á árinu 1968 verður hins vegar mikil aukning á framkvæmdum við álbræðsl- una, þannig að þrátt fyrir al- mennan samdrátt í fjármuna- myndun iðnaðarins, verður heildaraukning í fjármuna- myndun 40% árið 1968. Á árinu 1969 var um lítillega aukningu fjármunamyndunar að ræða, eða um 5,7%. Á því ári verður lítil breyting á fjár- munamyndun í almennum iðn- aði, en aukningin stafar aðal- lega af framkvæmdum við ál- bræðsluna. í töflunni eru tölur, sem sýna hlutdeild fjármunamyndunar í iðnaði á þessum árum í heild- arfjármunamyndun atvinnu- veganna. Þótt miklar sveiflur eigi sér stað í fjármunamynd- un í iðnaði frá ári til árs á umræddu tímabili, verða mun minni breytingar á hlutdeild fjármunamyndunar iðnaðarins í heildarfjármunamyndun at- vinnuveganna fyrst í stað. Hlutdeildin minnkar að vísu á árunum 1964 og 1965, sem staf- ar einkum af því, að ekki er um stórframkvæmdir í iðnaði að ræða á þessum árum. En ennfremur beinist fjármuna- myndunin mjög til sjávarút- vegs og fiskiðnaðar. Hin síðari ár verður aftur greinileg breyting á, og fer hlutdeild iðnaðarins í heildar- fjármunamyndun atvinnuveg- anna ört vaxandi. Vex hún úr 13,3% árið 1966 í 20,4% árið 1967 og 38,6% árið 1968, en er síðan 53,5% árið 1969. Þetta stafar í fyrsta lagi af þeim stórframkvæmdum, sem eiga sér stað í iðnaðinum á síðustu árum vegna byggingar ál- bræðslunnar, en ennfremur vegna þess að verulegur sam- dráttur á sér stað í fjármuna- myndun annarra atvinnu- greina á árunum 1968 og 1969. FJÁRMÖGNUN FJÁRMUNAMYNDUNAR Fjármögnun fjármunamynd- unar iðnaðarins má skipta í tvo meginflokka eftir uppruna fjármagnsins. í fyrsta lagi er þar um að ræða fjármagn, sem fyrirtækin leggja sjálf til fram- kvæmdanna, og í öðru lagi fjármagn, sem fengið er að láni. Fjármagni frá lánastofnun- um má aftur skipta í skamm- tíma lán og langtíma lán, þ. e. eftir því hvort það kemur frá viðskiptabönkum eða fjárfest- ingarsjóðum. Engar tiltækar upplýsingar liggja fyrir um það, hvernig fjármunamynd- unin frá ári til árs hefur verið fjármögnuð. Verður því að nægja að gefa yfirlit um sund- urliðun fjármagns iðnaðarins á ákveðnum tímapunkti, nánar tiltekið í árslok 1968. Það skal tekið fram, að í þeirri mynd er hvorki álbræðslan né kísilgúr- verksmiðjan. Samkvæmt athugunum, sem fram fóru á vegum iðnaðar- ráðuneytisins við undirbúning að inngöngu íslands í EFTA og birtar eru í svonefndri EFTA- skýrslu ráðuneytisins, voru 50% af heildarfjármagni iðn- aðarins í árslok 1968 fjármögn- uð með stuttum lánum, 25% með lánum til langs tíma og um 25% með eigin fé. Ætla má, að tölur þessar vanmeti verulega þátt eigin fjármagns í því heildarfjár- magni, sem bundið er í iðnað- inum, vegna þess að auðsætt er, að fastafjármunir eru van- metnir og raunveruleg hlut- deild eigin fjármagns því nokkru hærri en 25%. Hins vegar bendir hlutfall veltufiár- muna og lána til skamms tíma til þess, að fastafjármunir, og þar með fjármunamyndunin, hafi í of ríkum mæli verið fjár- mögnuð með lánum til skamms tíma, með öðrum orðum að skort hafi á, að iðnaðurinn hafi átt nægilega greiðan að- gang að lánum til langs tíma, miðað við bá fjármunamynd- un, sem átt hefur sér stað. Fjármagn til fjármuna- mvndunar í iðnaði hefur því, einkum á fyrri árum, í raun og veru að nokkru leyti runnið frá viðskiptabönkunum í formi stuttra lána, enda þótt tals- verður hluti þeirra hafi í revnd verið bundinn til langs tíma. Þar sem upplýsingar um fíármögnun fjármunamyndun- ar iðnaðarins eru eins og áður segir af mjög skornum skammti, eru ekki tök á að gera henni viðunandi skil hér. Skal því í þess stað gerð nokkur grein fyrir þeim lánastofnun- um, sem veita iðnaðinum lán til langs tíma. Framkvæmdabanki fslands hóf starfsemi 1953. Fljótlega eftir að hann hóf starfsemi sína, tók hann að veita nokk- urn hluta af fjármagni sínu til fjárfestingarframkvæmda í iðnaði. Hér var að vísu um fremur lítinn hluta af fjár- magni því að ræða, er bankinn hafði til ráðstöfunar. Hann veitti þó á meðan hann starf- aði mun meira fjármagni til iðnaðarframkvæmda en Iðn- lánasjóður eða samtals 434,3 millj. kr. á árunum 1953—1966, þar af 196,3 millj. kr. til bygg- ingar áburðarverksmiðju og sementsverksmiðju. Með lögum frá 1966 er Framkvæmda- banki íslands hins vegar lagð- ur niður og við tekur Fram- kvæmdasjóður íslands, og yfir- tekur hann útistandandi lán Framkvæmdabankans til iðn- aðarins. Framkvæmdasjóður veitir ekki bein lán til iðn- fyrirtækja, heldur ráðstafar hann fjármagni fyrir milli- göngu Iðnlánasjóðs. Lánveiting Framkvæmdasjóðs til Iðnlána- sjóðs nam árið 1969 18 millj. kr. Iðnlánasjóður hefur á nokkr- um árum vaxið í það að verða helzta fjárfestingarlánastofn- un iðnaðarins, þar til Iðnþró- unarsjóður kom til sögunnar. Iðnlánasjóður er stofnaður með lögum frá 1936, en var lengst af lítils megnugur við fjármögnun framkvæmda í iðnaði. Þannig má geta þess, að upphæð veittra lána frá ár- inu 1936 til ársins 1961 nemur samtals aðeins 32 millj. kr. Með breytingu á lögum um Iðnlánasjóð frá árinu 1963 verða þáttaskil í starfsemi sjóðsins. Honum er tryggður fastur tekjustofn, iðnlánasjóðs- gjald, sem lagt er á flestan iðn- að, annan en kjötiðnað, fisk- iðnað og mjólkuriðnað. Nema tekjur af því gjaldi til sjóðsins nú um 40 millj. kr. á ári, en tekjur af því gjaldi hafa farið mjög vaxandi á undanförnum árum með aukinni iðnaðar- starfsemi. Framlag ríkissjóðs til Iðnlánasjóðs er hækkað úr 2 millj. kr. í 10 millj. kr. á ár- inu 1966, og í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1971 er gert ráð fyrir, að framlag ríkissjóðs hækki í 15 millj. kr. á ári. Með lögum frá 1964 er Iðn- lánasjóði heimilað að gefa út sérstakan flokk vaxtabréfa í þeim tilgangi að breyta lausa- skuldum iðnfyrirtækja í föst lán, og hefur sjóðurinn með því móti stuðlað að bættri fjár- hagslegri uppbyggingu iðnfyr- irtækja á undanförnum árum. Samtals hafa veitt lán af því tagi numið 81 millj. kr. Með lögum frá árinu 1967 er stofnuð sérstök lánadeild veið- arfæraiðnaðar við Iðnlánasjóð, S tíflugarður B úrfellsvirkjunar. 33

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.