Samvinnan - 01.12.1970, Side 38

Samvinnan - 01.12.1970, Side 38
þeim mun meira verður geng- isskráningin að miðast við af- komu iðnaðarins. Gengið má því nota til að veita iðnaðinum réttláta vernd, brautargengi, ef svo mætti segja. Iðnrekendur minnast þess, að gengisskrán- ingin var komin svo úrskeiðis 1966, að hún „át upp“ toll- verndina á stundum. Minnk- andi gengisvernd kom út eins og gengishækkun eða tolla- lækkun gagnvart viðkomandi heimaiðnaði, sem sýndi mikla aðlögunarhæfni í sumum til- vikum, t. d. í innréttingasmíði og fatagerð. 2) Hið aukna innflutnings- frelsi, sem orðið hefur síðan 1960, og tollalækkanir, sem áttu sér stað 1963 og síðar, hafa sennilega haft meiri áhrif á samkeppnisaðstöðu íslenzkra iðnfyrirtækja en EFTA-aðildin. 3) íslenzkur iðnaður er lítt samofinn, þ. e. fátítt er að inn- lend iðngrein byggi tilveru sína á afurðum annarra innlendra fyrirtækja. Flest eru fyrirtæk- in opin út á við, hvað aðföng snertir. Þar af leiðandi var bágt að sjá, að um smitandi keðjuáhrif til hins verra yrði að ræða. Þetta er jafnframt veikleiki, að þvi er varðar hraða í uppbyggingu iðnaðar á breiðum grundvelli. 4) Verulegur hluti starfsliðs í tollvernduðum iðnaði er kon- ur, eða 65—70%. Þessi hái „kvenstuðull“ bendir til þess, að verndaðar iðngreinar hafi yfir- leitt ósérhæfðum mannafla á að skipa, sem eigi tiltölulega auðvelt með að aðlaga sig breyttum aðstæðum, ef ekki er krafizt alltof mikillar tækni- þjálfunar. 5) Fjárbinding á mannár — og er þá miðað við bókfært verð — er áætluð allmiklu minni í tollvernduðum en í lítt sem ekki tollvernduðum grein- um: 437 þús. í þeim fyrri á móti 835 þús. í þeim síðari árið 1968. Einnig þetta bendir til tiltölulega lítillar sérhæfingar. 6) Tölur um starfsmanna- hald tollverndaðra iðngreina eru athyglisverðar, ekki sízt fyrir þá sök, að áætlað er, að einungis um 4,8% starfandi fólks í landinu hafi þar at- vinnu sina, eða 3500—4000 manns. Er þá skinna- og leður- iðnaði, ásamt innréttingasmiði og fjarlægðarvernduðum grein- um, sleppt. Áætlað er, að um 50% starfsliðs hafi unnið hjá sama fyrirtæki í a. m. k. 5 ár. 7) Ef litið er á þróun fram- leiðslumagns, aðfangakostnað- ar og ágóða eftir skatt í toll- vernduðum greinum, kemur i ljós, að aukning ágóðans 1967 og 1968 stafaði — þegar á heildina er litið — einkum af því, að fyrirtækin gátu hækkað verðið og minnkað framleiðsl- una. Minnkun framleiðslunnar má að sjálfsögðu rekja að nokkru leyti til versnandi efna- hagsafkomu alls almennings, en það væri engu að siður ákaflega erfitt að hækka verð á kostnað minnkandi sölu- magns í harðri samkeppni. Þetta bendir til þess, að summ- an af „gengisvernd" og toll- vernd hafi verið orðin allhá — í sumum greinum a. m. k. — þannig að þær ættu að þola lækkun tolla. Áætlanir fyrir 1969 benda til þess, að ágóðinn hafi haldið áfram upp á við og að ofangreind niðurstaða um hæð tolianna hafi haft við rök að styðjast. 8) Greina má, að verð hefur ekki hækkað eins ört í þeim greinum, sem átt hafa í sam- keppni við erlenda framleiðslu, t. d. í skógerð og teppagerð. Fyrirspurnum um áhrif EFTA-aðildar á þróun verðlags hef ég yfirleitt svarað á þá leið, að ég gerði ekki ráð fyrir verulegum áhrifum til lækkun- ar við niðurfellingu tolla, vegna þess að ekki væri ólík- legt, að erlendir framleiðendur og umboðsmenn hérlendis hefðu haldið verðinu niðri til að klífa tollmúrinn, en aðildin yrði til að draga úr verð- hækkunum til langs tíma. 9) Aukna áherzlu þarf að leggja á sölustarfsemi. Oft er unnt að ná góðum árangri með því að einbeita sér að sérstök- um hópum kaupenda. Fyrir okkur ætti að borga sig betur, að öðru jöfnu, að selja merki- vörur til tiltölulega vandláts kaupendahóps en gína yfir öll- um markaðnum. Framleiðslu- einingar eru hér heldur ekki stærri en svo, að fjöldafram- leiðslu á borð við þá, sem gerist meðal stórþjóða, verður seint við komið. 10) Lítil hætta virðist á „dumpun“ erlendra fyrirtækja hér. 11) Sérákvæði er í samningi fslands við EFTA um „hvítvoð- ungsvernd", þ. e. heimilt er að setja á tolla til verndar nýrri iðngrein fyrstu ár aðlögunar- tímabilsins, að því tilskildu, að þeir verði niður fallnir 1. jan. 1980. 12) Réttindi annarra EFTA- landa til atvinnurekstrar á ís- landi eru af mjög skornum skammti, en um rétt til þrenns konar starfsemi er aðallega að ræða: a) Þjónustustarfsemi við sölu EFTA-vöru, b) dreifing EFTA-vöru á heild- sölustigi, c) framleiðsla á vöru til út- flutnings til annarra EFTA- landa. Auk þess þarf samþykki ráð- herra að koma til, og við höf- um eftir sem áður leyfi til að stjórna gjaldeyrisyfirfærslum til og frá landinu. 13) Ástæðulaust er að loka augunum fyrir innlendum vandamálum iðnaðarins, svo sem skorti á eigin fé, vanmetn- um afskriftum, skattahömlum á samruna fyrirtækja o. fl., en verið er að bæta úr í þessum efnum. MILLISPILIÐ Hefst þá millispilið. Við er- um komnir í EFTA. Það er okk- ar að nota tímann sem bezt næstu árin til eflingar fram- leiðni og útflutningi. Erfitt er að meta þá reynslu, sem þegar hefur fengizt af inngöngunni í EFTA, einkum vegna þess að hin hagstæðu áhrif hennar blandast saman við áhrif gengisbreytinganna 1967 og 1968. Auk þess var leit- azt við að halda „hreinni toll- vernd“ sem næst óskertri fyrstu 4 árin, þannig að end- anleg áhrif á samkeppnisað- stöðu á heimamarkaði eru ó- komin fram. Allt bendir hins vegar til þess, að iðnaðurinn hafi blómstrað á heimamark- aði, frandeiðsluaukning orðið 8—9% árið 1969 (án áls, kísil- gúrs og sláturafurða) og að mikill vöxtnr verði einnig á bessu ári. Líklegt er að sam- fara framleiðsluaukningunni sé framieiðnivöxtur, einkum vegna betri nýtingar afkasta- getu. Talsvert hefur áunnizt í útflutningi, en veigengnin hef- ur áreiðanlega orðið til þess, að útflutninei hefur verið sinnt minna en ella. Brýnasta verkefnið hiýtur einmitt að vera úttekt á út- flutningstækifærum með vfir- iitckönnun á eriendum mörk- uðum. En bað er ekki nóg að hafa tækifærin. Við verðum að kunna að seh'a vöruna eigi síð- ur en framleiða hana. f skvrslu um íslenzka niður- suðuiðnaðinn, sem gerð er af kanadísku ráðgiafafv>-i'-tæki2) fvrir reikning Iðnbróunar- stofnunar Sameinuðu bióð- anna í Vín, kemur glöggt í ljós, að miög er áfátt hjá okkur á söluhliðinni (í þessari iðn- 2) Sales Prnmotio" of Inelandic Fish Processina Industry. Steven- son & Kellogg, Ltd., 1970. grein). Hins vegar telja skýrsluhöfundar, að fram- leiðslugeta og framleiðsluhæfni sé okkur ekki Þrándur í Götu. Þótt ýmislegt megi um skýrsl- una segja, verður það ekki gert hér. En margt má af vinnu- brögðunum læra — jafnt fyrir niðursuðuiðnað sem annan iðnað. SÖLUHLIÐIN Ég vil enda þessi skrif á nokkrum orðum um söluhlið- ina og þá hugarfarsbreytingu, sem ég tel þurfa að verða í þeim efnum. Samkvæmt eldri siðareglum var byrjað á að framleiða vör- una, en síðan streitzt við að koma henni út. Samkvæmt nýrri skilgreiningu markaðs- hugtaksins er hinn endanlegi neytandi í miðpunkti og at- hyglin beinist að markaðnum fremur en framleiðslunni. Sennilega er unnt að ná sömu sölu, á hvorum endanum sem byrjað er, en líklegt er, að kostnaðurinn við að byrja á framleiðsluendanum verði meiri en þegar forkönnun er gerð á þörfum neytenda. Með því að gefa nægilegan gaum að því, sem gerist á markaðnum, lærist stjórnendum fyrirtækj- anna, að þarfir neytenda eru undirstaða vöruvals. Með þessu móti verður fyrirtæki fvrr vart við smekkbreytingar og eygir fyrrnýja möguleika. Sölukostn- aður verður og minni en ella. Kostnaður vegna hugsanlegra skakkafalla við að byrja á framleiðsluhliðinni verður að öllum líkindum meiri en sá aukakostnaður, sem er sam- fara örum breytingum á vali framleiðslutegunda. Því hefur einnig verið haldið fram, að sölukostnaður sé til- tölulega meiri við að afla sér nýrra viðskiptavina en bæta við afbrigði af þegar fram- leiddri vörutegund, en dýrast sé þó að hasla sér völl á er- lendum markaði. Það er ekki óeðlilegt, að fyrirtæki skirrist við að hefja sölu á erlendum markaði, nema það búist við að auka sölutekjur sínar meira en sem nemur þeirri aukningu beins og óbeins kostnaðar, sem því er samfara. En íslenzkur iðnaður verður aldrei öflugur, ef hann lætur sér nægja heimamarkaðinn. Hann hefur fengið gullið tækifæri til að sýna, hvað í honum býr: toll- frjáls aðgangur að erlendum markaði opnast ekki á hverj- um degi. íslenzkur iðnaður má ekki láta tækifærið ganga sér úr greipum. Guðmundur Magnússon. 38

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.