Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 40
ar. Margar iðngreinar þarfn- ast hins vegar langtum hærra hitastigs en fæst með jarðhita. Loks má nefna breytingu hita- orkunnar i raforku með þvi að nota jarðgufuna til þess að knýja rafal. Ef það er gert beint, er sú nýting hins vegar mjög léleg. Ýmsa aðra notkun jarðhit- ans mætti nefna. Jafnframt verður þó að hafa i huga, að nýting hinna ýmsu jarðhita- svæða takmarkast mjög af ýmsum aðstæðum, eins og t. d. legu þeirra. Langsamlega stærsta jarðhitasvæðið á land- inu er talið vera Torfajökuls- svæðið. Það liggur hins vegar fjarri sjó og mannabyggðum og í yfir 700 m hæð. Líklega verð- ur þetta svæði helzt nýtt til raforkuframleiðslu. Sviþað má segja um svæðið í Kerlinga- fjöllum og fleiri háhitasvæði. Notagildi jarðhitasvæðanna er því mjög mismunandi eftir legu þeirra. HVAÐA IÐNAÐUR? Sþurningin er nú, hvaða stóriðja kemur til greina við þær aðstæður, sem að framan hafa verið taldar. Meðal verkefna Rannsókna- ráðs rikisins er að beita sér fyrir athugun á nýtingu nátt- úruauðæfa landsins til nýrra atvinnuvega og atvinnugreina. Að þessu verkefni hefur verið unnið i vaxandi mæli. Bæði einstaklingar og stofnanir hafa verið fengnir til þess að starfa að rannsóknum á þessu sviði. Þær iðngreinar, sem likleg- astar virðast, eru taldar í töfl- unni, sem fylgir hér með. Eins og þar sést, eru langflestar þeirra orkufrekar, þ. e. a. s. þær krefjast annað hvort mik- illar hitaorku eða raforku. Stofnkostnaðurinn er í flest- öllum tilfellum mikill, en starfsmannaþörfin lítil. Flest er þetta þvi stóriðja, sam- kvæmt þeirri skilgreiningu, sem ég hef notað. Mun ég hér á eftir reyna að lýsa þessum iðngreinum í stuttu máli. 1. Sjóefnaiðjan hefur verið í athugun undanfarin 4—5 ár. Baldur Líndal verkfræðingur átti fyrstur hugmyndina, sem byggist fyrst og fremst á sér- stæðu jarðhitasvæði á Reykja- nesi. Það er háhitasvæði, sem veitir ekki aðeins mikla gufu, heldur einnig saltvatn, sem nefnt hefur verið jarðsjór. Þetta er eina j arðhitasvæðið á landinu, þar sem jarðsjór fæst. Efnainnihald jarðsjávarins er töluvert frábrugðið venju- legum sjó. Að nokkru leyti staf- ar þetta af því, að með guf- unni fer að sjálfsögðu mikið vatn úr jarðsjónum, og hann verður þvi ríkari að hinum ýmsu söltum. Þetta skýrir það til dæmis, að i jarðsjónum er u. þ. b. 40% meira af venjulegu salti en i sjó. Jafnframt hafa átt sér stað efnaskipti neðan- jarðar, með þeim afleiðingum að i jarðsjónum er t. d. 6—7 sinnum meira af kalsíum og kali en i sjó, töluvert meira af brómi, um 80 sinnum meira af lithium, en hins vegar hafa sum önnur efni, eins og t. d. magnesium, fallið út að mestu. Sjóefnaiðjan byggist i grund- vallaratriðum á þvi að nota jarðgufuna til þess að eima jarðsjóinn og fella út söltin. Auk þeirra 250 þús. tonna af venjulegu salti, yrðu einnig framleidd 58 þús. tonn af kalsí- um-klóriði, 25 þús. tonn af kalí, 700 tonn af brómi og 500 tonn af lithíum. En það er ekki nóg að fram- TAFLA Nokkrar stóriðjugreinar sem líklegar gætu verið hér á landi. Iðngrein Hugsanl. stærð tonn/ári Stofn- kostn. m. kr. Gufu- þörf tonn /klst. Raf- afls- þörf kW Starfs- manna- fjöldi Athugasemdir 1. Sjóefnaiðjan: 1.1 Saltverksmiðjan Salt Kalsíum-klóríð Kalí Bróm Lithíum 250.000 58.000 25.000 700 500 1.200 250 2.500 120—130 Rannsóknum lokið á árinu 1071 1.2 Magnesíum-klóríð og sódi 107.000 120.000 1.600 450 2.500 50 Rannsóknum lokið á árinu 1971 1.3 Magnesíum-málmur og klór 24.000 65.000 2.100 60.000 300 1.4 Vítissódi og klór 100.000 90.000 1.400 40.000 100 Sundurgreining á salti með raf- orku 1.5 Klórsambönd 200.000 2.500 90.000 400 M. a. plastefnaiðnaður með efn- um frá olíuhreinsunarstöð 1.6 Titanmálmur 10.000 4.000 40.000 400 Byggt á hjálparefnum frá sjó- efnaiðjunni og innfluttum hrá- efnum 2. Álbræðsla 240.000 20.000 410.000 1200 Háð markaði og ódýrri raforku 3. Silisíumbræðsla 10.000 ? 5—20.000 ? Tiltölulega nýr málmur í allörri þróun. Athuga þarf hráefni 4. Fosfór 45.000 2.250 70.000 100 Háð flutningskostnaði, markaði og raforkuverði 5. Þungt vatn 400 6.300 570 40.000 120 Nú eða aldrei 6. Olíuhreinsunarstöð 3.000.000 4.500 Tiltö lí lulega tið 300 Stór stöð getur verið mikilvæg fyrir efnaiðnað í tengslum við sjóefnaiðjuna 7. Samræmd nýting jarðhitans ? ? ? ? ? Samtengdar ýmsar hitaorku- frekar iðngreinar, hitun og ræktun 45.850 1270 775.000 3100 leiða hin ýmsu sölt. Framleiðsl- una verður að sjálfsögðu að selja. Nokkrar markaðsathug- anir hafa farið fram. Tiltölu- lega auðvelt virðist vera að losna við alla framleiðsluna nema helzt hið almenna salt. Framleiðslukostnaður þess yrði að vísu aðeins um 350—400 kr. tonnið, sem er afar lágt verð fyrir það mjög hreina iðnaðar- salt, sem þarna yrði framleitt. Af 250 þús. tonna framleiðslu mundu 50 þús. tonn verða not- uð i íslenzkum sjávarútvegi. Hafa tilraunir sýnt, að salt þetta er, með smávægilegum endurbótum, ágætt til fisk- vinnslu. Það sem eftir er, 200 þús. tonn, mætti flytja út, t. d. til Norðurlanda, sem kaupa mikið iðnaðarsalt frá Hollandi, en flutningskostnaður yrði hár, og er það á mörkum, að saltið sé samkeppnisfært, þegar þangað kemur. Venjulegt salt er mjög mikið grundvallarhráefni í margs konar efnaiðnaði. Á undan- förnum tveimur árum hafa rannsóknir því einkum beinzt að hugsanlegri nýtingu þess til iðnaðar hér á landi. í þvi sam- bandi kemur margt til greina, eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti. Það yrði alltof langt mál að lýsa ýtarlega þeim þremur framleiðsluleiðum, sem sýndar eru á myndinni. Lauslegt yfir- lit verður að nægja. í fyrstu beindist athyglin einkum að leið nr. 3. Vítissódi er mikilvægt efni til þess að hreinsa alúmínium-leir. Við framleiðslu á honum fæst einnig mikið af klóri, sem er undirstöðuefni í margs konar iðnaði, m. a. með efnum sem fást frá oliuhreinsunarstöðv- um, í hinum ört vaxandi plast- iðnaði, eða svonefndum olíu- efnaiðnaði. í ljós kom hins vegar að oliuhreinsunarstöð þurfti að vera nokkuð stór til að framleiða hin nauðsynlegu efni á samkeppnisfæru verði. Einnig virðist plastiðnaðurinn orðinn nokkuð viðsjárverður vegna afar mikillar samkeppni. Athyglin hefur því einkum beinzt að leið nr. 1, þ. e. a. s. framleiðslu á magnesíum- málmi. Baldur Líndal verk- fræðingur hefur unnið sleitu- laust nú á annað ár að því að endurbæta aðferð, sem mundi henta sérstaklega vel til fram- leiðslu á magnesium-klóríði úr sjó hér á landi, en það er hrá- efnið fyrir magnesíum-málm- inn, sem er framleiddur með rafgreiningu svipað og ál. Gert er ráð fyrir því að niðurstöður 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.