Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 45
langt umfram það, sem nú er gert. Mikilvægi umbúð- anna er miklu meira held- ur en margir gera sér ljóst, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Það get- ur sem bezt verið ómögulegt að selja ágæta vöru, bara af því að umbúðirnar eru ljót- ar og leiðinlegar. Ég hef séð kanadiskan saltfisk i verzl- un i New York, útvatnaðan og tilbúinn í pottinn, seldan í svo fallegum umbúðum, að þær hlutu að vekja athygli, sömuleiðis ost frá Noregi og Finnlandi, síld frá Dan- i mörku og Hollandi i sér- stökum umbúðum. Er ekki kominn timi til, að íslend- ingar geri sér ljóst, að um- > búðir eru ekki bara til að vera utan um vöruna, held- ur líka — og ekki síður — til að varan seljist betur? Þessi þrjú atriði eru að mínu mati giundvallaratriði, sem allir framleiðendur, er hugsa í alvöru um útflutning á vörum sínum, verða að hafa í huga. Ef þessara atriða er ekki gætt, held ég, að tómt mál sé, í mörgum tilvikum, að hugsa urn útflutning. Að sjálfsögðu á þó ekki það sama við um allar vörur. EFTIRLIT, VAL, ÞJÁLFUN Þá langar mig til að ræða nokkuð urn þau önnur atriði, sem hafa þarf í huga, þegar rætt er um útflutning á ís- lenzkum iðnaðarvörum. Ég hef áður rætt um nau'ðsyn gæða- eftirlits og um þörf þess, að fyrirtæki vinni saman að út- flutningsmálum sínum. Ég held, að nauðsynlegt sé að stofna til einhvers konar sölu- miðstöðvar fyrir ýmsar smærri iðngreinar sameiginlega. Með þeim hætti væri hægt að gera miklu stærra átak varðandi markaðsþekkingu, sem til er í landinu, og þau sambönd, sem þegar hefur verið stofnað til. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að starfsmenn ís- lenzkra sendiráða geta veitt og veita íslenzkum iðnrekendum mjög mikla aðstoð í markaðs- málum, og væri vissulega hægt að efla þetta samstarf veru- lega. Þýðingarmikið atriði varð- andi sölustarfsemi erlendis er samstarfið við viðkomandi verzlanir og/eða umboðsmenn. Þessa aðila þarf að velja af mikilli nákvæmni og eftir rækilega athugun. Eftir val slíkra aðila er nauðsynlegt, að framleiðendur standi rækilega á bak við sölu-aðilana, með auglýsingum, myndum, filmum o. fl. Eftir því sem slík starf- semi er meiri, verður áhugi seljendanna meiri, til gagns fyrir framleiðendurna. Þá er auðvitað alveg nauð- synlegt að vinna skipulega að bví að þjálfa ungt fólk sérstak- lega í þeim málefnum, sem varða útflutning iðnaðarvara. Kemur þar til bæði markaðs- þekking, sölutækni og vöru- Nokkrar útjlutningsvörur SambandsverksmiSjamia á Akureyri. þekking. Slíkt starfsfólk myndi geta orðið ómetanlegt til starfa fyrir þá, sem ætla sér að fram- leiða vörur til útflutnings. Enn má nefna það atriði, sem margir aðilar nota mikið, en það er beinn og óbeinn stuðningur við þá, sem annast söluna, svo sem með auglýsing- um, blaðagreinum og myndum með dálitlum duldum áróðri. Þetta eflir verulega áhuga þeirra, sem annast söluna, og þarf i flestum tilfellum ekki að kosta mjög mikið, ef rétt er að unnið. Þau atriði, sem hér hafa ver- ið nefnd, eru aðeins fá af þeim, sem til greina koma til eflingar útflutnings á iðnaðarvörum. Mest um vert er, að það fólk, sem á endanlega að selja vör- urnar til notenda, sé sjálft sannfært um gæði þeirra — þekki vörurnar — og geti þess- vegna mælt með þeim af eigin sannfæringu. INNLEND VANDAMÁL Þegar rætt er um útflutn- ingsmál iðnaðarins, verður ekki hjá því komizt að ræða nokkuð um þau vandamál, sem við er að fást innanlands, í sjálfu sér óskyld sjálfri útflutningsher- ferðinni. Fyrir utan þau atriði, sem ég hef nefnt áður, tel ég, að fjárhagsleg málefni iðnað- arins beri hæst — sem ætti að vera hægt að leysa án alltof mikilla erfiðleika. Það er vissulega við næga erfiðleika að etja, ef í alvöru á að efla útflutningsiðnað ís- lendinga, þó ekki bætist við alls konar vandamál fjárhags- legs eðlis. Auðvitað verður að krefjast þess fyrst af öllum framleiðendum, að þeir viti sjálfir, hvort framleiðslan gefi arð. Slíkt er auðvelt með til- hlýðilegu bókhaldi (cost-ac- counting). Mér hefur oft fund- izt, að menn leggi meira upp úr að hafa bókhald sitt í lagi gagnvart skattayfirvöldum, en minna gagnvart því höfuð- atriði, hvort þeir eru að tapa eða græða á framleiðslu tiltek- innar vörutegundar. Ég geng út frá því, að auðvelt sé að koma þessum málum í lag. Samt sem áður þarf iðnaður til útflutn- ings á ýmiss konar fyrir- greiðslu að halda, sem bankar eða opinberir aðilar einir geta veitt. Menn, sem leggja fram al- vöru-áætlanir um framleiðslu á vörum til útflutnings og hafa skipulagt starfsemina í því augnamiði, ættu að fá fyrir- hafnarlítið aðstoð til nauðsyn- legra vélakaupa. Lánastofnan- ir ættu sjálfar að hafa starfs- menn, sem gætu metið þessar beiðnir hverju sinni. Ekkert getur orðið úr framleiðslu, nema. nauðsynleg tæki séu til staðar. Ég veit, að þessi lán eru nú veitt eftir ákveðnum regl- um, en mér finnst, að kaup á vélum til framleiðslu á vörum til útflutnings ættu að hafa forgang og vera veitt sérstök athygli. FYRIRGREIÐSLA OG FJÁRHAGSAÐSTOÐ Þegar eitthvert fyrirtæki hefur framleitt vörur, sem ætl- aðar eru til útflutnings og verulegar líkur eru á að muni seljast, þá þarf framleiðandinn nauðsynlega að geta fengið fjárhagslega fyrirgreiðslu. Mætti hugsa sér, að hann fengi t. d. 40% af útflutningsverð- mætinu þá þegar. Slík fyrir- greiðsla myndi hjálpa fram- leiðandanum verulega. Auðvelt ætti að vera fyrir lánastofnun- ina að fylgjast með framleiðsl- unni. Sé pöntun frá erlendum að- ila fyrir hendi í tilteknar vör- ur, ætti framleiðandinn að geta fengið hækkaða fyrir- greiðslu, t. d. 70%, út á þá vöru sem pöntuð var. Slík fyr- irgreiðsla myndi hjálpa mörg- um framleiðendum mjög veru- lega. Loks má nefna, að mjög væri gagnlegt fyrir framleiðendur, ef þeir vissu fyrirfram, að þeir gætu fengið selda víxla fyrir vörum, sem seldar væru til út- landa C.A.D. (greiðsla gegn pappírum) eða með allt að 90 daga greiðslufresti. Myndi það styrkja mjög starfsemi manna, sem vilja framleiða vörur til útflutnings. Væri þá afgreiðsla til útlanda jafngóð og kontant- sala, en það er einmitt það, sem flestir framleiðendur þurfa á að halda. Það er áreiðanlega stað- reynd, að fjárhagsleg aðstoð er mesti hvatinn, sem hægt er að veita ' íslenzkum iðnfyrirtækj - um til þess að vekja áhuga þeirra fyrir framleiðslu til út- flutnings. Ómögulegt er enn að segja, hvaða vörur verða vin- 'sælastar. Til þess hefur of lítil markaðskönnun enn átt sér stað. Hitt má fullyrða — og það skulu verða mín síðustu orð í þessari stuttu grein — að það verður alltaf markað- urinn, sem segir til um það, hvað eigi að framleiða, hvernig verðlag þurfi að vera, og hvort kaupendur séu fyrir hendi. Reynslan ein getur skorið úr um þessi atriði. Pétur Pétursson. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.