Samvinnan - 01.12.1970, Qupperneq 46
Hjalti Kristgeirsson:
Állinn og gállinn
i.
Öfugmæli verða einatt að
sannmælum séu þau höfð til
lýsingar á auðvaldsskipulaginu
enda eru gerðir þess oft á tíð-
um andstæðar allri skynsemi,
þeirri er tekur mið af raun-
verulegum hagsmunum al-
mennings. „Úr eitri er bezt að
eta graut“ kvað Bjarni borg-
firðingaskáld, og svipað segja
þeir víst ráðamenn iðnþróunar
í landinu við þeim meinlegum
álgufum er nú leggjast að
mesta þéttbýli landsins. „Allir
hafa elsku á þjóf“ muldra þeir
líklega í barm sér þegar upp-
lýsist að álverið fær raforku
undir kostnaðarverði. Og í
þann mund sem leðjan af botni
Mývatns hefur eytt töfrum
byggðarlags og náttúrufars þar
nyrðra geta þeir fært þetta
fram sér til málsbóta: „Skurn
úr tjöru skerpir sjón/skít vil ég
framar sméri“.
Þessi öfugmæli auðvaldsins
ber að hafa ríkt i huga er for-
mælendur þess heyrast gefa
fyrirheit um iðnþróunarstefnu
sína. Þá leggja þeir að jöfnu
velferð landsbúa og iðnvæðing-
una og lita í kringum sig þótta-
fullir: Er einhver á móti fram-
förunum? En hér er ekki allt
sem sýnist. Einu er hampað en
yfir öðru þagað, og þess gætt
sem vendilegast að ekki sé
ljóstrað upp um raunhæfa val-
kosti. Áherzla er lögð á nauð-
syn einstefnu en ekki horft til
allra átta. Æ fleiri leiðir standa
nú opnar til frelsis og lífsfyll-
ingar — svo er þróun mann-
legrar hugsunar fyrir að þakka
— en hér er tíðum látið líta svo
út sem kostirnir séu sifellt að
þrengjast. Fólki er talin trú um
að „bakhliðin“ á framförunum
sé eins konar náttúrulögmál
sem það verði að sætta sig við
eða að missa af þeim ella. Hið
sanna er vitaskuld að aukin
tæknivæðing og afkastameiri
framleiðsluferli geta komið
allri alþýðu manna til skjótra
hagsbóta. Sé svo ekki, er um að
kenna skipulagsgöllum i þjóð-
félaginu. Á svipaðan hátt er
það ekki vísindunum að kenna
þegar stundargróði auðhrings
vinnur varanlegt og jafnvel
óbætanlegt tjón á landsnytjum.
Þá eru þj óðf élagslögmál að
verki sem vissulega er hægt að
ná tökum á, hafi menn dug og
djörfung til.
Kapítalískt þjóðfélag er
þrungið innri mótsögnum sem
gera athafnir manna tvíráðar
og fálmkenndar eins og dæmin
isanna. Árangur af atvinnu-
.starfsemi er oft allur annar en
ætlazt er til eða boðaður er, og
hagþróun gengur ekki snurðu-
laust heldur með rykkjum og
skrykkjum. Hér verður ekki
nema rétt tæpt á orsökunum.
Einkaeign á framleiðslutækjum
elur af sér annars vegar ósætt-
anlegar stéttarandstæður
verkalýðs og kapítalista, hins
vegar vöru- og þjónustumark-
:að þar sem sjálfstæð tilvera
peninganna tekur ráðin af
mannlegri forsjá. í þessum
tveimur atriðum eru í frum-
;gerð sinni fólgnar flestar þær
télagslegu meinsemdir sem
hrjá alþýðu manna og valda
raunar einnig stjórnvitringum
borgarastéttarinnar ýmsum
höfuðverki. Og hér er einnig
að finna efnislegan grundvöll
að öfugmælavísum nýrri tíma.
Alkunnugt er að auðvaldið
hefur þróað framleiðsluöflin
uppá hærra stig en áður þekkt-
ist í sögunni. Efling iðnaðar
renndi þeim stoðum undir
borgarastéttina að hún komst
til pólitísks forræðis og bolaði
fyrri forréttindastéttum til
hliðar. Sósíalistar hafa löngum
rennt heldur hýru auga til nú-
tíma verksmiðjuiðnaðar. Hvort
tveggja væri að hann stækkaði
verkalýðsstéttina og efldi
þannig ríkiserfingjann, en
einnig þýddi hann aukin yfir-
ráð yfir náttúrunni sem væru
aftur forsenda þess að náð væri
tökum á hreyfilögmálum þjóð-
félagsins og þau sveigð undir
hagsmuni vinnandi fólks. Með
þessum rökum voru sósíalistar
yfirleitt sammála borgarastétt-
inni um það að telia hvers kyns
iðnvæðingu til ótvíræðra fram-
fara.
Nú er ekki ástæða til að neita
því að öflugur atvinnugrund-
völlur sé keppikefli okkar ís-
lendinga, hvort sem við stönd-
um til hægri eða vinstri. En af
því leiðir þó alls ekki að lands-
menn eigi áhyggjulítið og af-
skiptalaust að horfa uppá þá
iðnvæðingu sem íslenzk borg-
arastétt keppir nú að í samráði
við erlenda hollvini sína. Mál-
ið er ekki svo einfalt að iðn-
væðing landsins yfirleitt sé
góðra gjalda verð, þar eð með
henni sé kapítalisminn að
grafa sína eigin gröf, og öll
þessi gæði falli síðar meir sós-
ialismanum í skaut og komi
til góða við uppbyggingu hans.
Rökin fyrir því að taka verður
núverandi iðnþróunarstefnu til
dóms þegar í stað eru bæði af
tæknilegum og félagslegum
toga spunnin, en forsendurnar
liggja vitanlega í sjálfri þjóð-
félagsgerðinni.
II.
Ekki þarf lengur að hafa
orðin tóm til marks um það,
hver sú atvinnuþróunarstefna
er sem stýrt hefur verið eftir
á síðustu árum og ráða skal
framvegis, ef ekki verður fljót-
lega einhver meiri háttar upp-
stytta í pólitíkinni. Stefnan er
til sýnis í Straumsvík, örfáum
kílómetrum sunnan Hafnar-
fjarðar, en þar reis á tveim ár-
um stóriðjuver til vinnslu á
alúmíni. Það tók til starfa fyrir
rúmu ári en byggingum er
haldið áfram án afláts, því að
iðjuverið á að tvöfaldast á
næstu tveim árum og eftilvill
stækka enn frekar síðar.
Forsvarsmenn atvinnu- og
iðnaðarmála í landinu keppast
við að lýsa fögnuði sínum yfir
álbræðslunni og telja hana
mesta afrek sitt og fyrirmynd
að því er koma skal. í yfirlýs-
ingum þeirra hverfur sjávar-
útvegur, fiskvinnsla og annar
hefðbundinn iðnaður gersam-
lega í skuggann af bræðslunni,
að ekki sé minnzt á vandræða-
börn einsog landbúnað. Ég er
samdóma þessum fagnandi
mönnum um það að telja ál-
verið þýðingarmestu fram-
kvæmd áratugarins, en að öðru
leyti eru hughúfin ekki sam-
bærileg.
Álbræðslan er byggð af al-
þjóðlega auðhringnum Alu-
suisse sem hefur aðsetur í
Sviss. Angar hans teygja sig
um víða veröld, meðal annars
starfrækir hann álbræðslur í
Noregi. Súrálið, sem er aðal-
hráefnið til vinnslu hér á landi,
er sótt til Nígeríu, en álið sjálft
er svo flutt héðan til margra
landa, m. a. til frekari vinnslu
i verksmiðjum auðhringsins.
Fyrirtækið hér er því aðeins
hluti af miklu stærri fram-
leiðslu- og viðskiptaheild sem
er algerlega hulin sjónum okk-
ar íslendinga.
Þar sem álbræðslan er erlent
fyrirtæki staðnæmist ágóði
hennar ekki hér á landi held-
ur rennur til útlanda. Hún er
ekki skattlögð eins og íslenzk
fyrirtæki heldur nýtur veru-
legra fríðinda. Allt byggingar-
efni til hennar var undanþegið
tollum og söluskatti. Og síðan
greiðir bræðslan fast fram-
leiðslugjald, en íslenzk skatt-
yfirvöld hafa enga heimild til
að kynna sér raunverulega af-
komu hennar eða fjárreiður
auðhringsins. Álbræðslan er
ekki einu sinni undir íslenzku
dómsvaldi frekar en hún sjálf
vill. Og með hótunum um
ihlutun i sjálfræði verkalýðs-
hreyfingarinnar hefur bræðsl-
an kúgað verkalýðsforingja til
að fallast á sérákvæði við
kjarasamninga sem svipta
vinnulýð hennar verkfallsrétt-
inum að mestu.
Það er látið í veðri vaka að
raforkusalan til álbræðslunnar
sé einhver mesti happadráttur
sem nokkru sinni hefur verið
dreginn hér á land. Öfugmæli
er það. Fyrirtækið fær rafur-
magn á lægra verði en nokkur
annar aðili og raunar á verði
sem nemur nálægt helmingi
núverandi framleiðslukostnað-
ar. Er þó orkan frá þeirri virkj-
un sem einna hagkvæmust er
talin allra hugsanlegra virkj-
ana. En svissnesku álmennirn-
ir eru kampakátir yfir því að
hafa komizt hér yfir ódýrari
orku heldur en þeir hafa feng-
ið aðgang að annars staðar.
Útlendingarnir völdu ís-
lenzkan mann í stöðu fram-
kvæmdastjóra og völdu vel:
mann sem eytt hafði 10 fyrstu
starfsárum sínum í þjónustu
bandaríkjahers suður á Mið-
nesheiði. Og þeir hafa kosið sér
liðsemd fleiri manna úr þeim
herbúðum: Stj órnarf ormaður
þess félags sem rekur — og
telst eiga — álbræðsluna er
þekktur arkitekt og „athafna-
maður“ meðal eyjarskeggja en
ekki síður þekktur meðal gisti-
vina þeirra í herstöðinni, þar
sem hann hafði um 15 ára
skeið átt aðild að umfangs-
miklum verktakasamsteypum.
íslenzkir menn sitja að meiri-
hluta í stjórn rekstrarfélagsins
þótt auðhringurinn Alusuisse
(kannske yfirgnæfandi banda-
rískur að fjármagni?) sé eini
eigandi höfuðstólsins i því.
Tveir stjórnarmanna eru full-
trúar ríkisstjórnarinnar, en
fulltrúar hvers eru hinir tveir
fslendingarnir? Auðvitað full-
trúar hins alþjóðlega auð-
magns sem þeir eiga sjálfir
ekkert í. Ekki er að furða þótt
vanda þurfi valið á slíkum
mönnum. í álsamningnum
sjálfum eru að vísu engin af-
dráttarlaus bönn við því að ís-
lendingar geti eignazt hluta-
bréf í rekstrarfélaginu, en ekki
er vitað til að neinir hafi orðið
til að setja aura sína í sjóði
hinna svissnesku (eða banda-
rísku?) auðjöfra, enda þurfa
þeir síðarnefndu ekki á ís-
46