Samvinnan - 01.12.1970, Page 49
lykilstöðum undanfarinn ára-
tug er forustusveit islenzkrar
borgarastéttar. Þessi forustu-
sveit hefur dregið sina lær-
dóma af stéttabaráttunni í
landinu og með hliðsjón af
heildarhagsmunum auðvalds-
ins hefur hún sett sér pólitisk
markmið til langs tíma. Kjör-
orð hennar er aldrei aftur
vinstri stjórn — með smá við-
bót í hálfum hljóðum: — fyrr
en Alþingi og ríkisstjórn ís-
lands eru orðnar svo valdalitl-
ar stofnanir að pólitiskur
meirihluti skiptir ekki lengur
máli fyrir auðvaldsskipulagið i
landinu. Þetta er pólitískt inn-
tak þeirrar iðnvæðingar er
kenna má við joðin þrjú — JJJ.
Efamál er hvort valdastétt
nokkurs lands í víðri veröld
hefur nokkru sinni sett sér vit-
andi vits þvílik markmið! Hún
ofurselur sig af fúsum vilja
nirvana alþjóðlegrar auð-
magnstilveru, svo mjög hrýs
henni hugur við þegnum sínum
frjálsum og sjálfráða.
Iðnþróun JJJ er ekki óum-
flýjanleg eða örlögbundin. Hún
er einn af þeim valkostum iðn-
væðingar sem fyrir hendi eru.
En hún er versti kosturinn,
enda hrein og óblandin auð-
úyggja sem að henni stendur.
Þessi dómur er ekki aðeins
felldur vegna þeirrar valdatil-
færslu er áður getur. Á heims-
mælikvarða er kapítalískur
iðnaður í sjálfheldu vegna
markaðsþrenginga, náttúru-
mengunar og umhverfisspella.
Frá sjónarhóli mannlegra
þarfa verða annars vegar fá-
nýti hans, hins vegar illvirki
æ ljósari. Á skömmum tíma
gæti óheftur kapítalismi er-
lendra risa gert viðkvæmt land
einsog ísland litt eða ekki
byggilegt. En á sama tíma er
þróunin að stíga yfir iðnaðar-
þjóðfélag auðhyggjunnar og
setja það á skarnhauga forsög-
unnar.
Ýmsir beztu menn borgara-
stéttarinnar eru ekki myrkir í
máli um ávirðingar auðvalds-
skipulagsins. í þeirra munni
heitir það reyndar „nútíminn“,
„iðnaðurinn“ o. þ. h., en hvar-
vetna skín í gegn að hin eign-
bundna gróðahyggja er böl-
valdurinn. Ekki eru sizt athygl-
isverð ummæli nokkurra þeirra
fræðimanna er gerst ættu að
þekkja gangverk hagkerfisins.
Hinn frægi bandaríski pró-
fessor Galbraith hefur þungar
áhyggjur af þvi hve kapítal-
ismanum gengur illa að full-
nægja félagslegum þörfum.
Hins vegar sé honum ekkert
ómáttugt hvað það snertir að
uppfylla þarfir markaðarins og
raunar sprengja þar alla skyn-
samlega ramma. En mikið af
mannlegum þörfum liggur ut-
an markaðarins, og þar hefst
sú fátækt sem kapitalisminn
ræður ekki við. Galbraith tel-
ur 25 stunda vinnuviku full-
komlegú mögulega í Banda-
ríkjunum, en raunverulega er
vinnutimi ekkert stýttri þar en
i Evrópu þrátt fyrir helmingi
meiri framleiðni, og „hvar er
þá nokkuð sem vinnst"?
Sænski næringarfræðingur-
inn Georg Borgström, nú pró-
fessor vestanhafs, leggur á-
herzlu á það að matur er mesta
hörgulvara heimsins. Samt
eykst matvælaframleiðsla ekki,
hún heldur ekki velli i mark-
aðsþjóðfélaginu miðað við iðn-
aðarframleiðslu fyrir mettaða
markaði. Gera þarf eggjahvít-
una að mælikvarða ágóðans í
staðinn fyrir dollarann, segir
Borgström. Ella er tortiming á
næsta leiti.
Enski hagfræðingurinn Ezra
Mishan, mikilsvirtur fyrirlesari
við London School of Econo-
mics, hefur nýlega ritað tvær
bækur um þær fórnir sem
færðar eru fyrir hagvöxtinn.
Hann bendir á, að þarfir
manna og þarfir tækninnar
geta reynzt ósættanlegar. Hann
telur að reikna þyrfti inni verð
iðnvarnings fullkomnar bætur
fyrir allar þær búsifjar er
framleiðslan veldur almenn-
ingi i reyk, skit, hávaða og
ljótleika, og hann sannar með
aðferðum borgaralegrar hag-
fræði að „æskilegt jafnvægi
milli hagræðis og óhagræðis“
kemst ekki á nema með slikri
verðmyndun. í ritdómi um verk
hans hefur meginatriðum
kenninga hans verið lýst svo-
felldum orðum: „Trúið ekki
hagfræðingunum! Þeir fást við
skiptimynt hagfræðilegra
vandamála í stað höfuðstólsins.
Þessar „framfarir" sem þeir
kalla svo snerta aðeins auka-
atriði tilverunnar. Það sem
hefur verulega og raunsanna
þýðingu geta þeir ekki mælt
með kvörðum sinum og þá ekki
heldur látið i ljós neitt álit á.
En það sem þeir geta tjáð sig
um, nefnilega aukningu í
framleiðslu, kemur aukningu
mannlegrar velferðar ekkert
við“.
Sameiginlegt er öllum þess-
um gáfuðu mönnum að þeir
sjá enga undankomuleið útúr
velferðarkreppu kapítalismans.
En kapítalisminn berst ekki
aðeins við mótsagnir eigin
þjóðfélags og við þann helm-
ing mannkyns sem hann held-
ur i svelti. Röskun á liffræði-
legum skilyrðum lofthjúps,
sjávar og jarðvegs er tekin að
ógna tilveru mannkyns með
þvílíkum hætti, að heimsslitum
er spáð i náinni framtið ef
framleiðsluferlum og lifnaðar-
háttum í hinum auðugu iðnað-
arlöndum verður ekki ger-
breytt. Hér er skammsýni kapi-
talismans í fullri sök, en einka-
gróðanum er um megn að yfir-
yinna sjálfan sig. Hann þolir
ekki þau miklu útgjöld til
mengunarvarna sem nú væru
nauðsyn.
Innanríkisráðherra Vestur-
Þýzkalands talaði digurbarka-
lega í vor áður en fjárveitingar
komust á dagskrá: „Sé ekki
brugðið skjótt við, verða barna-
börn mín að setja upp gas-
grímur, þegar þau fara út að
leika sér. Verndun umhverfis-
ins hlýtur að kosta milljarða
marka“. En þegar til átti að
taka hafði vestur-þýzka rikið
ekki ráð á nema nokkrum tug-
um milljóna fyrir næstu árin.
Tími gasgrimanna færist þvi
nær þar í landi.
En við hér á íslandi höfum
allt til þessa haft til umráða
óspillta náttúru og mikil við-
erni; loft og vatn svo tær að
sliks eru fá dæmi. Nú er svo
komið að slikt eru ekki lengur
talin óyggjandi einkenni
aumkunarverðrar vanþróunar,
heldur þvert á móti merki um
auðlegð. Auðlegð sem við höf-
um ekki siðferðilegan rétt til
að taka frá niðjum okkar. Við
getum tekið undir með sænska
hagfræðingnum Dahmén er
hann spyr: Hvað eru lífskjör?
Eru þau einvörðungu fólgin i
hátekjum, einkabíl, sjónvarpi
og raðhúsi? Eru þar ekki lika
innifalin ferskt loft og hreint
vatn, liffræðilega rétt og vin-
samlegt umhverfi, og síðast en
ekki sízt sífelld og óheft um-
gengni við dásemdir náttúr-
unnar? — En sú umgengni
verður að bera einkenni þeirr-
ar nærgætni er tengir barn við
foreldri. „Svo traust við ísland
mig tengja bönd/ei trúrri binda
son við móður“. ísland hefur
einna viðkvæmast náttúrufar
allra byggðra landa og þolir
ekki að harkalega sé á því
troðið.
Fátt er varhugaverðara en
að ganga fram i þeirri dul að
auðvaldsskipulagið sé eilift og
óumbreytanlegt. í rauninni er
það á hverfanda hveli. Á ytra
borði er það sterkt, með ógur-
legt hervald og nákvæma
skipulagstækni. En hið innra
er það feyskið og rotið, því
sundurleysandi öfl mótsagn-
anna orka stöðugt sterkar gegn
samloðuninni. Auðvaldið hefur
ekki lengur óskorað athafna-
frelsi um heimsbyggðina. Rúm-
ur milljarður manna hefur los-
að sig undan oki þess, en ná-
lega helmingur mannkyns,
„þriðji heimurinn“, engist í
klóm þess heyjandi við það
baráttu sem sumpart er blóð-
ugt stríð. En i höfuðstöðvunum
sjálfum er sivaxandi órói og
upplausn. Menn finna æ betur
til kúgunareðlis auðvaldsins og
vantrú manna á skynsemi auð-
hýggjunnar fer í vöxt; hjá
æskulýðnum er þessi vantrú
almenn. Á krampakenndan
hátt leitast auðvaldið við að
tryggja hagsmuni sina sem
lengst, með trylltum vigbúnaði,
með útfærslu markaða, með
ómennskum áróðri. En það býr
við gálgafrest sem það veit vel
af sjálft.
Á þessum tímum fallvaltleik-
ans er það meira en litil
glæframennska hjá dvergþjóð
að hengja sig viljalaust aftani
auðvaldssamsteypur vestrænna
iðnaðarvelda og grafa samtím-
is undan möguleikum sínum til
að standa á eigin fótum. ís-
land, sundurgrafið af vatns-
flutningaskurðum og garðað
jarðvegsstiflum i þágu
heimskulegrar auðvaldsfram-
leiðslu, yrði okkur vesæll sama-
staður og útlendingum verðugt
vorkunnar- og aðhlátursefni.
En það ísland, sem af hugviti
og með eigin tækni ynni við
skynsamlegt hóf úr si-endur-
nýjunarhæfum hráefnum láðs
og lagar i þágu sveltandi
heims, það þyrfti ekki að ör-
vænta um sinn hag og það
uppskæri virðingu og þökk í
samfélagi frjálsra þjóða. Og þá
erum við einnig frjálsir að því
að byggja hér upp hvert það
þjóðskipulag sem okkur likar
og landið þolir.
Þar sem iðnþróunarstefna
JJJ er á ferð, þar eru engin
gylliboð þegar grannt er skoð-
að. Það ætti að vera óþarfi að
láta ginnast af henni. í henni
felst ekki lausn frá neinum
vanda, heldur aukning alls
vanda uppí það illviðráðanlega
eða óyfirstíganlega. Hún boðar
arðrán og ófrelsi fólksins,
gegndarlaus og óbætanleg her-
virki á landsgæðum. Tvitug-
faldur áll er sterkari en nokk-
ur hagsmunasamtök lands-
manna sjálfra, sterkari heldur
en löggjafarsamkunda þjóðar-
innar. Og sú skepna mun — sé
henni sleppt lausri — gína yfir
auðlindum okkar, hrifsa til sín
æ stærri hlut af þeim verð-
mætum sem við stritum fyrir,
og dreifa ösku og eimyrju yfir
landið líkt og Skaftáreldar
forðum.
Hjalti Kristgeirsson.
49