Samvinnan - 01.12.1970, Síða 50
SAMVINNA
Baldur Óskarsson:
AÖ sýna árttngur
í verki
i.
Fáii' munu þeir andstæðingar sam-
vinnustefnunnar á íslandi, sem ekki við-
urkenna núorðið, að samvinnufélögin
hafi reynzt félagsmönnum sínum og
þjóðinni allri þýðingarmikil hjálpartæki
á fyrstu áratugum félaganna og átt virk-
an þátt i framfarasókn siðari tíma. Oftar
heyrast þeir þó halda á loft kenningunni
um, að samvinnustefnan sé úrelt og upp-
bygging fyrirtækja með samvinnuformi
heyri fortiðinni til.
Með rökum má að sjálfsögðu segja, að
gildi hverrar félagsmálahreyfingar eða
fyrirtækis i landinu fari eftir því, hversu
það þjónar samtíðinni og hverjar likur
eru til að það leysi hlutverk sitt i tím-
anna rás. Það á auðvitað jafnt við um
samvinnufélögin og önnur fyrirbrigði í
þjóðlífinu. Ég ætla lika, að sízt muni
standa á samvinnumönnum að gera út-
tekt á stöðu samvinnufélaganna á hverj-
um tíma, meta þjóðhagslegt gildi þeirra
og bera þau saman við önnur hliðstæð
fyrirtæki i landinu.
í þessari grein ætla ég aðeins að vikja
að einum þætti samvinnustarfsins, iðn-
aðinum, enda er hann meginefni þessa
heftis Samvinnunnar.
II.
Reyndar er ekki alltaf ljóst hvað við er
átt, þegar rætt er um iðnað á íslandi. í
þeirri merkingu orðsins, sem ég held að
algengust sé, er yfirleitt átt við verk-
smiðju- og heimilisiðnað. T. d. virðist
mér að vinnsla sjávarafurða, svo sem
frystiiðnaðurinn, sé þar ekki talin með.
Með stóriðju er að minnsta kosti ekki átt
við þessa grein, sem er þó í raun hin eina
islenzka stóriðja.
Á undanförnum árum hafa augu
manna i vaxandi mæli beinzt að iðnaði,
og flestir sem um atvinnumál þjóðarinn-
ar fjalla eru sammála um rika nauðsyn
þess að efla hann til muna, bæði til að
breikka grundvöll atvinnulifsins, eins og
það er orðað, og ekki siður til að full-
nægja atvinnuþörf þess stóra hóps, sem
bætist á vinnumarkaðinn næstu árin og
áratugina. Þessar voru t. d. tvær höfuð-
forsendur EFTA-inngöngunnar.
í tengslum við umsókn og aðild íslands
að EFTA var gerð ýtarleg könnun á stöðu
og möguleikum allra iðnfyrirtækja í
landinu. Sú könnun leiddi ótvirætt í ljós,
að þau iðnfyrirtæki, sem Sambandið hef-
ur verið að byggja upp s.l. 40 ár, væru
næstum þau einu, sem eru nægilega vel
í stakkinn búin til að mæta þeirri vax-
andi samkeppni, sem EFTA-inngangan
hefur í för með sér. Jafnframt virðast
verksmiðjur samvinnufélaganna vera
þau iðnfyrirtæki, sem hvað mesta mögu-
leika hafa á næstu árum til að stórefla
útflutning sinn.
III.
Svo virðist sem iðnaðaruppbyggingin í
landinu á undanförnum árum hafi al-
mennt verið mjög handahófskennd. Engri
markvissri áætlun um þróun iðnaðarins
hefur verið fylgt. íslenzk iðnfyrirtæki
hafa mjög einkennzt af fjölmörgum smá-
um fyrirtækjum, sem hróflað hefur verið
upp hér og þar. Algjörlega hefur skort
skilning og forystu rikisvaldsins á þess-
um þætti þjóðarbúskaparins.
Til eru meira að segja mjög táknræn
dæmi um það, hvernig ýmsir forgöngu-
menn einkaframtaksins í iðnaðinum hafa
staðið að iðnþróuninni. Sjálfur oddviti
islenzkra iðnrekenda um árabil rak nokk-
uð umfangsmikla vinnufatagerð i Vestur-
bænum. Mikil tollvernd og innflutnings-
höft gerðu það að verkum, að honum
græddist fé á umsvifum sínum, sem
kunnugir töldu að rynnu annað en til
endurnýjunar og nýrrar uppbyggingar
verksmiöjunnar. Fyrir aðeins fáum árum
var starfsemin lögð niður og verksmiðj-
unni lokað, en oddviti iðnrekenda tekinn
að flytja inn sama varning og hann hafði
áður framleitt.
IV.
Hinn mikli árangur sem náðst hefur
i iðnrekstri samvinnumanna er ýmsu að
þakka. Forystumenn Sambandsins hafa
af mikilli festu, alúð og ábyrgð þróað iðn-
rekstur sinn. Timabundnum erfiðleikum
hefur verið rutt úr vegi með markvissum
endurbótum á aðstöðu, aðbúnaði og
tækjakosti. Fé hefur ekki verið dregið úr
rekstrinum, þótt sitthvað hefði reynzt
ábatasamara um stundarsakir. Afrakstur
verksmiðjanna hefur verið nýttur til
nýrra átaka. Og framar flestu öðru hefur
valizt til Sambandsverksmiðjanna úr-
valsfólk, jafnt stjórnendur sem annað
starfsfólk. Það hefur fjölmargt unnið ár-
um saman að iðngrein sinni og staðið
einhuga saman um vöxt og viðgang verk-
smiðjanna. Sambandinu hefur lika verið
látin í té verkkunnátta og tækniaðstoð
frá iðnaði samvinnumanna á Norður-
löndum, sem ekki ber að vanmeta.
Siðastliðið ár voru mikil umsvif i Sam-
bandsverksmiðjunum á Akureyri. Skó-
verksmiðjan Iðunn var endurreist og
keyptar nýjar vélar i Gefjuni og Heklu.
Þær vélar munu auka afköst verksmiðj-
anna til muna. Nú i ár var lokið við nýja
loðsútunarverksmiðju, sem er einhver
hin fullkomnasta sinnar tegundar. Hún
á i fyrsta áfanga að geta loðsútað um
300.000 gærur.
Heildarútflutningur Iðnaðardeildar
Sambandsins á ullarvörum og loðsútuðum
gærum nam 118,8 milljónum króna árið
1969 og mun stóraukast á þessu ári. Sömu
sögu er að segja um veltu verksmiðjanna
og verzlana, sem undir Iðnaðardeildina
heyra. Heildarsala þeirra var á s.l. ári
alls 472 milljónir króna, og verksmiðjurn-
ar greiddu 88 milljónir króna i vinnulaun
á árinu.
Auk Iðnaðardeildar SÍS reka svo kaup-
félögin mörg hver umfangsmikinn iðn-
að á sínum vegum.
V.
Iðnrekstur Sambandsins og kaupfélag-
anna hefur að mínum dómi fjölþætta
þjóðfélagslega þýðingu. í fyrsta lagi
vegna öflunar og sparnaðar gjaldeyris. í
öðru lagi vinna verksmiðjurnar að miklu
leyti úr islenzkum hráefnum, ull og gær-
um, og hefur það aukið verðgildi þessara
afurða verulega. í þriðja lagi veitir hann
atvinnu miklum fjölda fólks, og i fjórða
lagi hefur hann að langmestu leyti verið
settur niður úti á landsbyggðinni, eink-
um á Akureyri, enda orðið einn helzti
burðarás þess byggðarlags. í því sam-
bandi hefur enn einu sinni áþreifanlega
komið fram, að samvinnuhreyfingin í
landinu er nánast eini aðilinn, sem haml-
að hefur gegn þeirri byggðaröskun, sem
mjög hefur úr hófi gengið hér á landi.
Öll þessi atriði, fullvinnsla innlendra
hráefna, sem minnst fjármagn á vinn-
andi mann, og efling byggðarkjarna, eru
án efa atriðin, sem hljóta að verða lykil-
orð í gerð iðnþróunaráætlunar á íslandi,
sjái hún dagsins ljós. Samvinnuhreyf-
ingunni verður því seint fullþakkað
frumkvæði og víðsýni í þessum efnum.
Ég tel, að það hafi sannazt svo ekki
verði á móti mælt, að samvinnufélögin á
íslandi hafi unnið mikið afrek með upp-
byggingu iðnaðar á sinum vegum. Þau
munu líka kappkosta að efla stórlega
iðnrekstur sinn. Það er tvimælalaust eitt
veigamesta framtiðarhlutverk samvinnu-
félaganna. Til að standast stöðugt vax-
andi samkeppni, bæði i framleiðslu og
sölu, þurfa iðnfyrirtæki i flestum grein-
um að verða stærri og fullkomnari. Slik
þróun leiðir af sér, að það er oft ekki á
færi einstaklinga og smærri félaga að
/